Þúsund vitnisburðir klipptir í eina áhrifaríka heild Magnús Guðmundsson skrifar 9. október 2015 10:00 Svetlana Alexievich Nóbelsverðlaunahafi og Halldór Guðmundsson á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík árið 2013. Nóbelsverðluanahafinn í bókmenntum árið 2015 er Svetlana Alexievich. Hún er 67 ára og hefur lengi starfað sem rannsóknarblaðamaður og verk hennar teljast til heimildarbókmennta. Hún er hvað þekktust fyrir magnaðar frásagnir af stríðinu í Afganistan og Tsjernóbyl-slysinu en ekki hefur farið mikið fyrir þýðingum á verkum hennar hér enn sem komið er. Halldór Guðmundsson rithöfundur, sem í haust sendir frá sér bókina um Mamúsku, var einn af þeim sem kynntu Alexievich á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík og hann segir að það sé sérstakt fagnaðarefni að hún fái Nóbelsverðlaun í bókmenntum í ár.Leyfir röddum að heyrast „Það er fagnaðarefni vegna þess sem hún hefur skrifað og fagnaðarefni vegna þess sem hún stendur fyrir. Því hefur verið spáð í nokkur ár að hún fengi þessi verðlaun, og m.a. var heilmikil umræða um það þegar hún var hér á bókmenntahátíð 2013. Hún er frá Hvíta-Rússlandi, fædd í Sovétríkjunum 1948, átti víst hvítrússneskan föður og úkraínska móður, býr í Minsk og hefur lengst af verið blaðamaður, lærði raunar það fag en átti ekki alltaf auðvelt með vinnu vegna skoðana sinna. Þótt margir rithöfundar hafi lagt blaðamennsku fyrir sig um tíma, svo sem Hemingway og Marquez, er hún líklega fyrsti atvinnublaðamaðurinn til að fá verðlaunin – og fjórtánda konan. Og hún hefur tekið blaðamennskuna með sér í höfundarverkið, því hún vinnur eins og góður blaðamaður, leyfir röddum að heyrast sem aldrei höfðu heyrst, heldur sannleika þeirra til haga og stendur vörð um sögulegt minni. Það hefur mikla pólitíska þýðingu á þessu svæði öllu, hvort sem við tölum um Rússland, Hvíta-Rússland eða Úkraínu, og sem rússneskur höfundur hefur hún háð gagnmerka baráttu fyrir málfrelsi og gegn hvers konar yfirgangi og valdníðslu.Halldór GuðmundssonEnginn vill þetta stríð Það var okkur á bókmenntahátíðinni mikið kappsmál á sínum tíma að fá hana hingað. Ein ástæðan var sú að í það sinnið vorum við í samstarfi við PEN, alþjóðasamtök rithöfunda, sem héldu heimsþing sitt hér á sama tíma og því var mikil áhersla á málfrelsi og mannréttindi á hátíðinni rétt eins og þinginu og reyndar átti Sjón, forseti íslenska PEN, hugmyndina að því að bjóða henni. Koma hennar vakti mikla athygli og upplestrar hennar voru fjölsóttir, enda hafði hún frá miklu að segja. Ég fékk þann heiður að kynna hana í eitt skiptið og ræddi svolítið við hana, með aðstoð túlks því ég kann ekki rússnesku og ætla þess vegna ekki að þykjast vera neinn sérfræðingur í hennar verki. En ég man það sló mig annars vegar hvað hún var æðrulaus, þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður sem hún hefur lengst af starfað við, og hins vegar hvað hún var svartsýn á þróun mála á þessu svæði, svartsýn vegna þess hve lýðræði allt stæði veikum fótum og mannréttindi hefðu aldrei fest sig almennilega í sessi – þetta má sjá í nýlegri grein eftir hana um Pútín og Úkraínu, þar sem hún ræðst harkalega á rússneska þjóðrembu en segir um leið, með tilvísun í Tolstoj: Enginn vill þetta stríð, en samt er það í undirbúningi. Heimsókn hennar varð enn fremur til þess að Árni Bergmann þýddi kafla úr nýjustu bók hennar fyrir Tímarit Máls og menningar, hann heitir Bernskusaga og sýnir einmitt vel aðferð hennar sem höfundar.“Örlög einstaklinga Halldór segir að Alexievich fari þá leið að tala við fjölda manns, alls margar þúsundir, um upplifun þeirra á því sem er viðfangsefni hennar hverju sinni. „Hún klippir síðan vitnisburðinn saman í stór verk sem gefa ótrúlega áhrifamikla heildarmynd, að dæma af því takmarkaða sem ég hef lesið. Fyrsta bók hennar fjallaði um konur í seinni heimsstyrjöldinni, Stríðið hefur ekki kvenlegt andlit heitir hún og er frá 1985, en síðan hefur hún með sama hætti fjallað um mörg erfiðustu mál Sovétríkjanna, Tsjernóbyl, Afganistan, og nú síðast hvernig var að alast upp í Sovétríkjunum. Mér finnst þessi aðferð reyndar ekkert svo langt frá því sem ýmsir góðir rússneskir höfundar hafa iðkað, þótt þeir skrifi skáldskap en hún heimildasögur. Fræðimaðurinn Bakhtin gerði á sínum tíma grein fyrir margradda skáldsögunni, þar sem sjálfstæðar persónur tjá sig á sínum forsendum, og þetta var til dæmis aðferð Solsénitsíns í nokkrum af bókunum hans um sovéska sögu. Hugmyndin er alltaf þessi að draga fram hin mannlegu sannindi bak við pólitísku viðburðasöguna, láta örlög einstaklinga hljóma saman í sterkri kviðu, leyfa þeim að segja frá á sínum forsendum. Það er afar ánægjulegt að Nóbelsnefndin hafi heiðrað Svetlönu Alexievitch og þessa aðferð hennar. Verk Svetlönu Alexievitch eru sannkallaður fjársjóður frá öld öfganna.“ Bókmenntir Hvíta-Rússland Nóbelsverðlaun Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Nóbelsverðluanahafinn í bókmenntum árið 2015 er Svetlana Alexievich. Hún er 67 ára og hefur lengi starfað sem rannsóknarblaðamaður og verk hennar teljast til heimildarbókmennta. Hún er hvað þekktust fyrir magnaðar frásagnir af stríðinu í Afganistan og Tsjernóbyl-slysinu en ekki hefur farið mikið fyrir þýðingum á verkum hennar hér enn sem komið er. Halldór Guðmundsson rithöfundur, sem í haust sendir frá sér bókina um Mamúsku, var einn af þeim sem kynntu Alexievich á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík og hann segir að það sé sérstakt fagnaðarefni að hún fái Nóbelsverðlaun í bókmenntum í ár.Leyfir röddum að heyrast „Það er fagnaðarefni vegna þess sem hún hefur skrifað og fagnaðarefni vegna þess sem hún stendur fyrir. Því hefur verið spáð í nokkur ár að hún fengi þessi verðlaun, og m.a. var heilmikil umræða um það þegar hún var hér á bókmenntahátíð 2013. Hún er frá Hvíta-Rússlandi, fædd í Sovétríkjunum 1948, átti víst hvítrússneskan föður og úkraínska móður, býr í Minsk og hefur lengst af verið blaðamaður, lærði raunar það fag en átti ekki alltaf auðvelt með vinnu vegna skoðana sinna. Þótt margir rithöfundar hafi lagt blaðamennsku fyrir sig um tíma, svo sem Hemingway og Marquez, er hún líklega fyrsti atvinnublaðamaðurinn til að fá verðlaunin – og fjórtánda konan. Og hún hefur tekið blaðamennskuna með sér í höfundarverkið, því hún vinnur eins og góður blaðamaður, leyfir röddum að heyrast sem aldrei höfðu heyrst, heldur sannleika þeirra til haga og stendur vörð um sögulegt minni. Það hefur mikla pólitíska þýðingu á þessu svæði öllu, hvort sem við tölum um Rússland, Hvíta-Rússland eða Úkraínu, og sem rússneskur höfundur hefur hún háð gagnmerka baráttu fyrir málfrelsi og gegn hvers konar yfirgangi og valdníðslu.Halldór GuðmundssonEnginn vill þetta stríð Það var okkur á bókmenntahátíðinni mikið kappsmál á sínum tíma að fá hana hingað. Ein ástæðan var sú að í það sinnið vorum við í samstarfi við PEN, alþjóðasamtök rithöfunda, sem héldu heimsþing sitt hér á sama tíma og því var mikil áhersla á málfrelsi og mannréttindi á hátíðinni rétt eins og þinginu og reyndar átti Sjón, forseti íslenska PEN, hugmyndina að því að bjóða henni. Koma hennar vakti mikla athygli og upplestrar hennar voru fjölsóttir, enda hafði hún frá miklu að segja. Ég fékk þann heiður að kynna hana í eitt skiptið og ræddi svolítið við hana, með aðstoð túlks því ég kann ekki rússnesku og ætla þess vegna ekki að þykjast vera neinn sérfræðingur í hennar verki. En ég man það sló mig annars vegar hvað hún var æðrulaus, þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður sem hún hefur lengst af starfað við, og hins vegar hvað hún var svartsýn á þróun mála á þessu svæði, svartsýn vegna þess hve lýðræði allt stæði veikum fótum og mannréttindi hefðu aldrei fest sig almennilega í sessi – þetta má sjá í nýlegri grein eftir hana um Pútín og Úkraínu, þar sem hún ræðst harkalega á rússneska þjóðrembu en segir um leið, með tilvísun í Tolstoj: Enginn vill þetta stríð, en samt er það í undirbúningi. Heimsókn hennar varð enn fremur til þess að Árni Bergmann þýddi kafla úr nýjustu bók hennar fyrir Tímarit Máls og menningar, hann heitir Bernskusaga og sýnir einmitt vel aðferð hennar sem höfundar.“Örlög einstaklinga Halldór segir að Alexievich fari þá leið að tala við fjölda manns, alls margar þúsundir, um upplifun þeirra á því sem er viðfangsefni hennar hverju sinni. „Hún klippir síðan vitnisburðinn saman í stór verk sem gefa ótrúlega áhrifamikla heildarmynd, að dæma af því takmarkaða sem ég hef lesið. Fyrsta bók hennar fjallaði um konur í seinni heimsstyrjöldinni, Stríðið hefur ekki kvenlegt andlit heitir hún og er frá 1985, en síðan hefur hún með sama hætti fjallað um mörg erfiðustu mál Sovétríkjanna, Tsjernóbyl, Afganistan, og nú síðast hvernig var að alast upp í Sovétríkjunum. Mér finnst þessi aðferð reyndar ekkert svo langt frá því sem ýmsir góðir rússneskir höfundar hafa iðkað, þótt þeir skrifi skáldskap en hún heimildasögur. Fræðimaðurinn Bakhtin gerði á sínum tíma grein fyrir margradda skáldsögunni, þar sem sjálfstæðar persónur tjá sig á sínum forsendum, og þetta var til dæmis aðferð Solsénitsíns í nokkrum af bókunum hans um sovéska sögu. Hugmyndin er alltaf þessi að draga fram hin mannlegu sannindi bak við pólitísku viðburðasöguna, láta örlög einstaklinga hljóma saman í sterkri kviðu, leyfa þeim að segja frá á sínum forsendum. Það er afar ánægjulegt að Nóbelsnefndin hafi heiðrað Svetlönu Alexievitch og þessa aðferð hennar. Verk Svetlönu Alexievitch eru sannkallaður fjársjóður frá öld öfganna.“
Bókmenntir Hvíta-Rússland Nóbelsverðlaun Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira