Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2015 18:59 Lögreglumenn mótmæla við Stjórnarráðið. Landssamband lögreglumanna er í samfloti með SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu í kjaraviðræðum við ríkið, en þær sigldu í strand í síðasta mánuði. Verkföll hefjast hjá hinum félögunum 15. þessa mánaðar. vísir/pjetur Harka hefur færst í samskipti fjármálaráðuneytisins og Landssambands lögreglumanna. Ráðuneytið telur að boðuð veikindi lögreglumanna flokkist undir ólöglegar verkfallsaðgerðir og að mögulega muni Landssamband lögreglumanna verða ábyrgt fyrir tjóni sem verður af völdum veikinda lögreglumanna. Landssamband lögreglumanna hafnar alfarið að hafa að koma að skipulagningu fyrirhugaðra veikinda félagsmanna sinna en í bréfi ráðuneytisins segir að því hafi borist til eyrna að fjöldi lögreglumanna muni boða veikindi á morgun, aðfaranótt laugardags, 16. október og að auki 27.-28. október. Bréfin má nálgast hér fyrir neðan.Ráðuneytið segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðirÍ bréfi frá ráðuneytinu, sem stílað er á Landssamband lögreglumanna er bent á að sú aðgerð að tilkynna veikindi, þegar ekki er um slíkt að ræða, sé brot á lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðuneytið lítur svo á að þessar aðgerðir séu ólögmætar og bendir jafnframt á að stéttarfélög ein geti samkvæmt lögum tilkynnt eða gripið til verkfallsaðgerða. Skorar ráðuneytið á Landssamband lögreglumanna um að slíkum aðgerðum verið hætt en að öðrum kosti muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða. Í bréfinu segir einnig að Landssamband lögreglumanna geti orðið ábyrgt vegna þessa tjóns sem kann að hljótast af hinu ólögmætu aðgerðum. Er ljóst að fyrirhuguð veikindi gætu haft veruleg áhrif á löggæslu í landinu næstu tvær helgar taki margir lögreglumenn þátt í þessum aðgerðum.Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmLandsamband lögreglumanna segist ekki hafa skipulagt veikindin Landssamband lögreglumanna svaraði bréfinu frá ráðuneytinu og segja að forsvarsmönnum félagsins hafi verið ókunnugt um að sögusagnir af yfirvofandi veikindum félagsmanna sinna líkt og rætt er um í bréfi ráðuneytisins. Landssamband lögreglumanna hafi ekki komið að skipulagningu. Jafnframt segir að Landssambandið frábiðji sér slíkar aðdróttanir af hálfu ráðuneytisins. Landssambandið hafnar því að það geti borið ábyrgð á veikindum einstakra félagsmanna og hafnar að auki öllum hugsanlegum bótakröfum ríkisins á hendur Landssambandi lögreglumanna. Nálgast má bréfin hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56 Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Harka hefur færst í samskipti fjármálaráðuneytisins og Landssambands lögreglumanna. Ráðuneytið telur að boðuð veikindi lögreglumanna flokkist undir ólöglegar verkfallsaðgerðir og að mögulega muni Landssamband lögreglumanna verða ábyrgt fyrir tjóni sem verður af völdum veikinda lögreglumanna. Landssamband lögreglumanna hafnar alfarið að hafa að koma að skipulagningu fyrirhugaðra veikinda félagsmanna sinna en í bréfi ráðuneytisins segir að því hafi borist til eyrna að fjöldi lögreglumanna muni boða veikindi á morgun, aðfaranótt laugardags, 16. október og að auki 27.-28. október. Bréfin má nálgast hér fyrir neðan.Ráðuneytið segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðirÍ bréfi frá ráðuneytinu, sem stílað er á Landssamband lögreglumanna er bent á að sú aðgerð að tilkynna veikindi, þegar ekki er um slíkt að ræða, sé brot á lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðuneytið lítur svo á að þessar aðgerðir séu ólögmætar og bendir jafnframt á að stéttarfélög ein geti samkvæmt lögum tilkynnt eða gripið til verkfallsaðgerða. Skorar ráðuneytið á Landssamband lögreglumanna um að slíkum aðgerðum verið hætt en að öðrum kosti muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða. Í bréfinu segir einnig að Landssamband lögreglumanna geti orðið ábyrgt vegna þessa tjóns sem kann að hljótast af hinu ólögmætu aðgerðum. Er ljóst að fyrirhuguð veikindi gætu haft veruleg áhrif á löggæslu í landinu næstu tvær helgar taki margir lögreglumenn þátt í þessum aðgerðum.Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmLandsamband lögreglumanna segist ekki hafa skipulagt veikindin Landssamband lögreglumanna svaraði bréfinu frá ráðuneytinu og segja að forsvarsmönnum félagsins hafi verið ókunnugt um að sögusagnir af yfirvofandi veikindum félagsmanna sinna líkt og rætt er um í bréfi ráðuneytisins. Landssamband lögreglumanna hafi ekki komið að skipulagningu. Jafnframt segir að Landssambandið frábiðji sér slíkar aðdróttanir af hálfu ráðuneytisins. Landssambandið hafnar því að það geti borið ábyrgð á veikindum einstakra félagsmanna og hafnar að auki öllum hugsanlegum bótakröfum ríkisins á hendur Landssambandi lögreglumanna. Nálgast má bréfin hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56 Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56
Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48
Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59
SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00
„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00