Lífið

Met var sett í aðsókn á viðburði RIFF

Stefán Árni Pálsson skrifar
Meðfylgjandi myndir eru frá lokakvöldinu á RIFF.
Meðfylgjandi myndir eru frá lokakvöldinu á RIFF. vísir
Um liðna helgi lauk Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík en lokamynd hátíðarinnar að þessu sinni var frumsýning á fyrsta þætti sjónvarpsþáttarraðarinnar Ófærð sem framleidd er af RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks.

Að lokinni frumsýningu þáttarins í Sambíóunum Egilshöll var haldið í Iðnó þar sem lokahóf hátíðarinnar fór fram. Þar var það íranska myndin Miðvikudagur 9. maí eftir Vahid Jalilvand, sem var valin Uppgötvun ársins og hreppti Gullna lundann.

Hin virtu Fipresci verðlaun frá samnefndum alþjóðasamtökum kvikmyndagagnrýnenda, hlaut  myndin Krisha frá Bandaríkjunum eftir Trey Edward Shults. Myndin How to Change the World  eftir Jerry Rothwell fékk  þá Umhverfisverðlaun RIFF.

Þá voru veitt verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmynd í samvinnu við RÚV. Tvær myndir skiptu með sér verðlaununum að þessu sinni og er það í fyrsta sinn. Það voru myndirnar Heimildaminnd eftir Jón Ásgeir Karlsson og Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur sem hlutu verðlaunin.

Að lokinni athöfn var svo slegið upp heljarinnar veislu í salarkynnum Iðnó með gestum RIFF og aðstandendum Ófærðar.

RIFF-hátíðin fór afar vel fram að þessu sinni en met var sett í aðsókn á viðburði hátíðarinnar en hátt í 30 þúsund gestir sáu  kvikmyndasýningar og viðburði á dagskrá RIFF í ár. auk þess sem á annað hundrað erlendir gestir sóttu hátíðina heim.

vísir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.