Lífið samstarf

Spennandi helgarferðir til Berlínar

Í Berlín er alltaf mikið líf og fjör, hvort sem það er á sviði menningar, lista, skemmtanalífs eða verslunar.
Í Berlín er alltaf mikið líf og fjör, hvort sem það er á sviði menningar, lista, skemmtanalífs eða verslunar.
KYNNING: Í nóvember og desember býður Úrval Útsýn upp á spennandi helgarferðir til Berlínar þar sem landsmönnum gefst kostur á að kynna sér flest það besta sem borgin hefur upp á að bjóða. 

Júlía Björnsdóttir er fararstjóri en hún er búsett í Berlín og þekkir borgina betur en flestir Íslendingar. Hún segir fjölmarga spennandi viðkomustaði að finna víða um Berlín, hvort sem það er í gamla miðborgarhlutanum sem er helsta aðdráttarafl borgarinnar eða á öðrum hlutum hennar.

„Í Berlín er hægt að finna allt milli himins og jarðar enda er frjálslyndið og fjölbreytnin það sem einkennir Berlín helst frá öðrum borgum í Evrópu. Þar er alltaf mikið líf og fjör, hvort sem það er á sviði menningar, lista, skemmtanalífs eða verslunar.“

Flogið er með AirBerlin á frábærum tíma; vélin fer í loftið frá Íslandi á fimmtudegi kl. 12.35 og flogið er til baka á svipuðum tíma á sunnudegi.

Brandenborgar-hliðið.
Frábær söfn 

Meðal skemmtilegra hluta sem má gera í Berlín að sögn Júlíu er Trabant safarí en þar er hægt að að upplifa ekta austur þýska stemmnningu í bíltúr um borgina á Trabant bílum.

„DDR safnið er líka mjög skemmtilegt safn við safnaeyjuna en þar standa fimm stór og fræg söfn á sama blettinum. Safnið er fyrir alla aldurshópa þar sem hversdagsleikinn í Austur Berlín er settur fram á lifandi og fróðlegan hátt.“

Um alla borg má einnig finna aðlaðandi almenningsgarða og haustlitirnir í borginni eru ævintýralega fallegir að sögn Júlíu. Þannig eru göngu- eða hlaupatúrar meðfram ánni Spree engu líkir á fallegum haustdögum. 

Hægt að að upplifa ekta austur þýska stemmnningu í bíltúr um borgina á Trabant bílum.
Stuð í klúbbunum

„Síðan er Berlín ekki síst þekkt fyrir risastóru teknóklúbbana sem leynast víða um borgina. Berghain klúbburinn, sem er í gömlu austur Berlín, er einn þekktasti klúbbur heims en Berlín er sannarlega höfuðborg klúbbanna.“ 

Þýskur matur hefur að sjálfsögðu sín sérkenni og segir Júlía að alls ekki megi yfirgefa Berlín án þess að smakka „currywurst“ og kebab en í borginni megi finna bestu kebabstaði heims.

Frá 23. nóvember breytist Berlín í sannkallaða jólaborg þegar rómantískir jólamarkaðir opna um alla borg. „Fallegustu jólamarkaðirnir að mínu mati eru við Schloß Charlottenburg og Gendarmenmarkt þar sem fallegt þýskt handverk er til sýnis og sölu. Jólamarkaðirnir snúast þó fyrst og fremst um njóta aðventustemmningarinnar, borða grillaðar kastaníuhnetur, schnitzel og pulsur og drekka Glühwein og þýskt öl.“

Sagan er á hverju götuhorni í Berlín.
Fjölbreyttar skoðunarferðir

Meðal fjölmargra skoðunarferða sem Úrval Útsýn býður upp á má nefna rútuferð um borgina. Ekið verður um Berlín og farþegar kynnast helstu áhugaverðum stöðum, byggingum og kennileitum auk þess sem sagan er rifjuð upp og borin saman við lífið í borginni dag.

„Einnig bjóðum við upp á vinsælar göngur um gömlu Austur-Berlín fyrir þá sem vilja komast í nánari tengsl við borgina og söguna. Farið verður meðal annars á staði sem ekki er hægt að skoða vel úr rútum.“

Úrval Útsýn skipuleggur einnig skemmtilega óperuferð til Berlínar en þar má finna þrjú óperuhús. „Við munum sjá tvær óperur í ferðinni, annars vegar Hollendinginn fljúgandi eftir Wagner með Michael Volle í aðalhlutverki og hinsvegar splúnkunýja og spennandi uppsetningu á Brúðkaupi Figarós eftir Mozart. Þar er alheimsstjarnan og hjartaknúsarinn Ildebrando d’Arcangelo í aðalhlutverkum og hin óviðjafnanlega sópransöngkona Dorothea Röschmann.“

Helgarferðirnar verða í boði frá 5. nóvember til 17. desember. Verð á mann er 79.900 kr. og eru skattar, hótelgisting í 3 nætur, íslensk fararstjórn og ein taska innifalin í verðinu.

Allar nánari upplýsingar um haustferðir til Berlín má finna á vef Úrvals Útsýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.