Winterkorn gegnir enn fjórum lykilstöðum Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2015 09:59 Martin Winterkorn. Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, gegnir enn fjórum lykilstöðum hjá bílarisanum Volkswagen. Hann er enn stjórnarformaður stærstu hluthafa í Volkswagen, Porsche SE sem á 52,5% í fyrirtækinu. Hann er einnig stjórnarformaður í Audi, Scania og Man sem framleiðir vörubíla og rútur. Ekki liggur ljóst fyrir nú hvort honum verður gert að segja af sér þessum áhrifastöðum nú í kjölfar dísilvélasvindlsins. Winterkorn voru tryggð rífleg eftirlaun er hann hætti starfi forstjóra Volkswagen, eða um 4 milljarðar króna. Ef hann verður ekki sekur fundinn um vitneskju um dísilvélasvindlið á hann einnig von á um tveggja ára launum því til viðbótar, eða 2,3 milljörðum króna. Hann ætti því ekki að lepja dauðann úr skel á næstunni þó hann sé ekki lengur forstjóri Volkswagen. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent
Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, gegnir enn fjórum lykilstöðum hjá bílarisanum Volkswagen. Hann er enn stjórnarformaður stærstu hluthafa í Volkswagen, Porsche SE sem á 52,5% í fyrirtækinu. Hann er einnig stjórnarformaður í Audi, Scania og Man sem framleiðir vörubíla og rútur. Ekki liggur ljóst fyrir nú hvort honum verður gert að segja af sér þessum áhrifastöðum nú í kjölfar dísilvélasvindlsins. Winterkorn voru tryggð rífleg eftirlaun er hann hætti starfi forstjóra Volkswagen, eða um 4 milljarðar króna. Ef hann verður ekki sekur fundinn um vitneskju um dísilvélasvindlið á hann einnig von á um tveggja ára launum því til viðbótar, eða 2,3 milljörðum króna. Hann ætti því ekki að lepja dauðann úr skel á næstunni þó hann sé ekki lengur forstjóri Volkswagen.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent