„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Kristján Már Unnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. október 2015 11:09 Myndin er lýsandi fyrir ástandið. Vísir/Stöð 2 Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. „Það hefur minnkað töluvert rennslið hérna niðri við Eldvatnsbrúna niður við Ása en rennslið hér austur með þjóðveginum það hefur aukist svona hérna austur með hrauninu. Það er farið að renna yfir afleggjarann að Skál, alveg upp við þjóðveginn, það lekur beggja megin vegar þó það fari ekki yfir veginn neins staðar. Þá er að safnast beggja megin þjóðvegarins,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Staðan er ekki góð eins og sjá má.Vísir/Stöð 2 Sveinn segir töluverðar skemmdir hafa orðið á túnum bænda, sveitavegum og á brúm. Þá lokuðust tveir bæir af þar sem það flæddi yfir vegi að þeim. Tekist hefur að halda þjóðveginum opnum en aukin viðbúnaður er þó hjá lögreglunni ef það kemur til þess að loka þurfi. „Þetta tekur svo langan tíma að renna hérna í gegnum hraunið og svona áhrifin, endanlegu áhrifin, á þjóðveginn sjáum við ekkert kannski fyrr en í dag eða á morgun,“ segir Sveinn Kristján. Hlaupið í Skaftá er það mesta frá því mælingar hófust árið 1971. Rennslið í ánni varð þegar mest var allt að tvöfalt meira en áður hefur sést. Bændur horfa margir hverjir upp á töluvert tjón á túnum sínum. Við bæinn Flögu líkist túnið helst stöðuvatni en vatnið er hærra en girðingarstaurar sem þar er að finna. Gunnar Sveinsson bóndi í Flögu segir að sér hafi ekki órað fyrir að svo mikið vatn myndi fylgja flóðinu. „Þetta verður bara drulla og ógeð á þeim sko til að byrja með svo jafnar það sig að einhverju leyti. Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina í þessu. Það brýtur stöðugt á og hækkar vatnsborðið,“ segir Gunnar. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. „Það hefur minnkað töluvert rennslið hérna niðri við Eldvatnsbrúna niður við Ása en rennslið hér austur með þjóðveginum það hefur aukist svona hérna austur með hrauninu. Það er farið að renna yfir afleggjarann að Skál, alveg upp við þjóðveginn, það lekur beggja megin vegar þó það fari ekki yfir veginn neins staðar. Þá er að safnast beggja megin þjóðvegarins,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Staðan er ekki góð eins og sjá má.Vísir/Stöð 2 Sveinn segir töluverðar skemmdir hafa orðið á túnum bænda, sveitavegum og á brúm. Þá lokuðust tveir bæir af þar sem það flæddi yfir vegi að þeim. Tekist hefur að halda þjóðveginum opnum en aukin viðbúnaður er þó hjá lögreglunni ef það kemur til þess að loka þurfi. „Þetta tekur svo langan tíma að renna hérna í gegnum hraunið og svona áhrifin, endanlegu áhrifin, á þjóðveginn sjáum við ekkert kannski fyrr en í dag eða á morgun,“ segir Sveinn Kristján. Hlaupið í Skaftá er það mesta frá því mælingar hófust árið 1971. Rennslið í ánni varð þegar mest var allt að tvöfalt meira en áður hefur sést. Bændur horfa margir hverjir upp á töluvert tjón á túnum sínum. Við bæinn Flögu líkist túnið helst stöðuvatni en vatnið er hærra en girðingarstaurar sem þar er að finna. Gunnar Sveinsson bóndi í Flögu segir að sér hafi ekki órað fyrir að svo mikið vatn myndi fylgja flóðinu. „Þetta verður bara drulla og ógeð á þeim sko til að byrja með svo jafnar það sig að einhverju leyti. Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina í þessu. Það brýtur stöðugt á og hækkar vatnsborðið,“ segir Gunnar.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira