Merson: Bestu möguleikar Liverpool á Meistaradeildarsæti liggja í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 09:30 James Milner var hvíldur í fyrsta Evrópudeildarleiknum. Vísir/EPA Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur á SkySports og fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Liverpool eigi að einbeita sér að Evrópudeildinni á þessu tímabili því þar liggi bestu möguleikar liðsins á því að komast aftur í Meistaradeildina. Það er líklegt að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers hvíli einhverja lykilmenn Liverpool í kvöld enda framundan leikur við Everton á sunnudaginn. Sion-liðið er eins og er í 5. sæti svissnesku deildarinnar heilum þrettán stigum á eftir toppliði Basel. „Liverpool verður að vinna þennan leik," sagði Paul Merson í viðtali á Sky Sports. „Ég er ekki viss um að Liverpool nái einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Því lengur sem liðið er í Evrópudeildinni því meiri möguleikar eru á því að komast í Meistaradeildina," sagði Merson en það lið sem vinnur Evrópudeildina vinnur sér jafnframt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég býst við því að Liverpool vinni þennan leik í kvöld þrátt fyrir að framundan sé þessi risaleikur við Everton á sunnudaginn. Ég spái þessu 3-0 fyrir Liverpool," sagði Merson. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Bordeaux í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni en þar hvíldi Brendan Rodgers þá James Milner, Nathaniel Clyne, Christian Benteke og Martin Skrtel. Liverpool vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og situr nú í 9. sætinu í deildinni. Það eru hinsvegar bara tvö stig í Arsenal sem er í 4. sætinu. „Að mínu mati á Liverpool meiri möguleika á því að komast í Meistaradeildina í gegn Evrópudeildina en í gegnum ensku úrvalsdeildina," sagði Merson. „Það yrði mjög gott að hafa þá leið enn opna í febrúar þegar Liverpool-liðið er kannski komið tólf stigum á eftir í baráttunni um fjórða sætið. Þá væri kannski rétt að fara að hvíla leikmenn í deildarleikjunum og stefna á það að vinna Evrópudeildina," sagði Merson. Liverpool tekur á móti svissneska liðinu FC Sion á Anfield í dag og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30 Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Sjá meira
Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur á SkySports og fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Liverpool eigi að einbeita sér að Evrópudeildinni á þessu tímabili því þar liggi bestu möguleikar liðsins á því að komast aftur í Meistaradeildina. Það er líklegt að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers hvíli einhverja lykilmenn Liverpool í kvöld enda framundan leikur við Everton á sunnudaginn. Sion-liðið er eins og er í 5. sæti svissnesku deildarinnar heilum þrettán stigum á eftir toppliði Basel. „Liverpool verður að vinna þennan leik," sagði Paul Merson í viðtali á Sky Sports. „Ég er ekki viss um að Liverpool nái einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Því lengur sem liðið er í Evrópudeildinni því meiri möguleikar eru á því að komast í Meistaradeildina," sagði Merson en það lið sem vinnur Evrópudeildina vinnur sér jafnframt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég býst við því að Liverpool vinni þennan leik í kvöld þrátt fyrir að framundan sé þessi risaleikur við Everton á sunnudaginn. Ég spái þessu 3-0 fyrir Liverpool," sagði Merson. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Bordeaux í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni en þar hvíldi Brendan Rodgers þá James Milner, Nathaniel Clyne, Christian Benteke og Martin Skrtel. Liverpool vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og situr nú í 9. sætinu í deildinni. Það eru hinsvegar bara tvö stig í Arsenal sem er í 4. sætinu. „Að mínu mati á Liverpool meiri möguleika á því að komast í Meistaradeildina í gegn Evrópudeildina en í gegnum ensku úrvalsdeildina," sagði Merson. „Það yrði mjög gott að hafa þá leið enn opna í febrúar þegar Liverpool-liðið er kannski komið tólf stigum á eftir í baráttunni um fjórða sætið. Þá væri kannski rétt að fara að hvíla leikmenn í deildarleikjunum og stefna á það að vinna Evrópudeildina," sagði Merson. Liverpool tekur á móti svissneska liðinu FC Sion á Anfield í dag og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30 Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Sjá meira
Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30
Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33