Ekki vænlegt til árangurs að taka teikniblokkina með ofan í laugina Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. október 2015 10:00 Hér má sjá Rán með nokkrar af teikningunum sem verða til sýnis. Vísir/Stefán Í dag opnar teiknarinn Rán Flygenring sýningu í Spark design space þar sem hún sýnir afrakstur liðins sumars, um 150 teikningar sem hún vann á ferð um landið. Viðfangsefni margra teikninganna er sund- og baðmenning á Íslandi. „Þetta eru skissur og smásögur héðan og þaðan. Svona stemningsmyndir með fókus á bað- og sundmenningu,“ segir Rán. Við tilefnið verður einnig sýnd stutt heimildarmynd eftir kvikmyndagerðarmanninn Sebastian Ziegler um tilurð verkefnisins. „Verkefnið svona sprettur upp úr því að ég fer mikið í sund,“ segir hún og hlær. „Sundið er svo íslenskt og mikið af efni sem er hægt að vinna með. Hvernig maður á að gera þetta allt saman. Þetta er hreyfing, það þarf að þrífa sig og svo er sundlaugin líka einhvers konar staður til að hittast og spjalla.“ Teikningarnar vann Rán flestar á bakka sund- og náttúrulauga enda ekki sérlega vænlegt til árangurs að hætta sér ofan í með teikniblokkina. „Það er svona eins og þegar maður missir brauðsneið þá dettur hún alltaf á hliðina þar sem áleggið er. Þegar maður fer ofan í með teiknibók þá endar það bara á einn veg,“ segir hún og hlær.Sýningin verður opnuð í Spark design space á Klapparstíg í dag klukkan 17.00. Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í dag opnar teiknarinn Rán Flygenring sýningu í Spark design space þar sem hún sýnir afrakstur liðins sumars, um 150 teikningar sem hún vann á ferð um landið. Viðfangsefni margra teikninganna er sund- og baðmenning á Íslandi. „Þetta eru skissur og smásögur héðan og þaðan. Svona stemningsmyndir með fókus á bað- og sundmenningu,“ segir Rán. Við tilefnið verður einnig sýnd stutt heimildarmynd eftir kvikmyndagerðarmanninn Sebastian Ziegler um tilurð verkefnisins. „Verkefnið svona sprettur upp úr því að ég fer mikið í sund,“ segir hún og hlær. „Sundið er svo íslenskt og mikið af efni sem er hægt að vinna með. Hvernig maður á að gera þetta allt saman. Þetta er hreyfing, það þarf að þrífa sig og svo er sundlaugin líka einhvers konar staður til að hittast og spjalla.“ Teikningarnar vann Rán flestar á bakka sund- og náttúrulauga enda ekki sérlega vænlegt til árangurs að hætta sér ofan í með teikniblokkina. „Það er svona eins og þegar maður missir brauðsneið þá dettur hún alltaf á hliðina þar sem áleggið er. Þegar maður fer ofan í með teiknibók þá endar það bara á einn veg,“ segir hún og hlær.Sýningin verður opnuð í Spark design space á Klapparstíg í dag klukkan 17.00.
Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira