Heilsa

Ég næ honum ekki upp!

sigga dögg skrifar
Risvandamál geta verið andlegs eðlis og ekki þarf alltaf á lyfjum að halda.
Risvandamál geta verið andlegs eðlis og ekki þarf alltaf á lyfjum að halda. Vísir/Getty
Nýlega kom ungur maður upp að mér og sagði mér frá risraunum sínum. Honum leið mjög illa yfir þessu og hugsaði mikið um þetta. Hann hafði orðið sér úti um lyf sem svipar til Viagra en var hræddur um aukaverkanir við inntöku þess. Eftir að við höfðum spjallað saman í góðar þrjár mínútur þá komumst við að þeirri niðurstöðu að hann þyrfti ekki lyf heldur væri málið andlegs eðlis og tilfinningalegt.

Um leið og bólfélaginn leggst í rúmið hefjast kvíðatengdar hugsanir um hvort typpið muni bregðast viðkomandi eða ekki. Þetta er klassískur kvíði og þar sem heili stjórnar líkama þá hjálpar það engum að festast í slíkum vítahring.

Þetta er ekki fyrsti ungi maðurinn sem kemur til mín með þetta vandamál og mig grunar ekki heldur sá síðasti. Það er nefnilega bullandi frammistöðukvíði hjá ungum typpum. Kynlífshandritið segir að allt standi og falli með stinningu limsins og ef stinning næst ekki, fær maður þá endurgreiddan aðgangseyrinn?

Fullnæging, með eða án lims

Risvandamál og fullnægingartímasetning veldur miklu hugarangri og menn segjast reyna að sefa bólfélagann sem á móti reynir að hughreysta viðkomandi og stinga upp á öðrum athöfnum, öðrum gælum, öðrum leiðum til að vera innilegur. Það bregst þó ekki að typpið er í kvíðakasti, hundleitt, ófullnægt og í fýlu. Það hjálpar engum í bólinu ef annan bólfélagann langar að kasta sér í gólfið og öskra af pirringi.

Þú ert með hendur og þær skal nota.

Breytum handritinu!

Svo er það hinn endinn á gagnkynhneigða samfaramunstrinu. Ungar stelpur kvarta oft undan sviða og óþægindum við samfarir við typpi. Þær reyna og reyna en allt kemur fyrir ekki, þetta er allt svo sárt. Ein stelpa bað mig um að skrifa pistil og biðla til drengja að vera duglegri í sleik og ekki líta á það sem hluta af forleik heldur sem nauðsynlegan hluta af öllu ferlinu, leiðin til að tengjast og halda stuðinu gangandi.

Þegar ég fæ þessar spurningar frá fólki og hlusta á þeirra upplifanir, hugsanir og reynslu þá fer rödd að garga hástöfum í höfðinu á mér: „Taktu samfarir útúr jöfnunni!“ Allur þessi kvíði, sársauki, sjálfsásökun, feikaðar fullnægingar og leiðindi eru út frá handriti sem gengur ekki upp. Lífið er ekki klámmynd þar sem markmiðið er fimmtán stellingar á fimmtán mínútum. Lífið er tenging, nánd, innileiki, skemmtun, hlátur, sleikur, sviti, líkamslykt, strokur og augnsamband.

Það er aðeins ein leið til að gera unað að órjúfanlegum hluta af kynlífi og það er að breyta samfarahandritinu.

Vertu með mér

Það endar ekki allt, eða byrjar, með samförum. Það veit stór hluti mannkyns sem stundar kynlíf sem brýtur í bága við inn-út taktinn. Við þurfum að hægja á okkur. Fara meira í sleik. Gæla hvort við annað. Tala saman. Horfa hvort á annað. Njóta samverunnar og innileikans. Fíflast og prófa sig áfram. Þegar þú snýrð dömu upp að vegg til að þrykkja í „doggie“ þá fer þetta allt.

Nú er tími til endur­skoðunar og lærdóms. Við krefjumst unaðar úr kynlífi en til þess að það náist þá þarf ansi mikið að breytast og fyrsta skrefið er að setja samfarir á pásu.


Tengdar fréttir

Hvað þarf kona raunverulega?

Hvernig kemur maður sér í stuð og það sem meira er, hvernig heldur maður sér í stuði?

Hey þú þarna með bumbuna!

Nú er tími fyrir hugarfarsbreytingu og að við áttum okkur á því að líkamar eru allskonar og það sem meira er þá koma líkamar annara okkur ekki við.

Hágæða munnmök?

Þessi ráð eiga að tryggja hámarksunað í munnmökum við lim

Listin að hitta í rétt gat

Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt?

Kynfræðsla í 1.bekk

Kynfræðsla þarf að hefjast snemma en veist þú hvernig þú getur svarað spurningum barna um kynfæri og hvernig börnin verða til?

Greddupilla fyrir konur?

Fyrst var það blá pillan fyrir typpin að rísa en nú er það bleika pillann fyrir...snípinn að stækka?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.