Dinnertónlist sem átti ekki við Jónas Sen skrifar 19. október 2015 11:30 Jón Sigurðsson píanóleikari. Tónlist Jón Sigurðsson lék verk eftir Skrjabín í Norræna húsinu miðvikudaginn 14. október. Það var hálfpartinn undarlegt að fólk hafi ekki verið að gæða sér á veitingum í tónleikasalnum í Norræna húsinu á miðvikudagskvöldið. Þarna voru tónleikar og á dagskránni var eingöngu músík eftir rússneska tónskáldið Alexander Skrjabín (1872-1915). Megnið af verkum hans er þrungið ástríðum, í þeim eru átök, stundum ofsafengin. En Jón Sigurðsson, sem lék á píanó, bar þau yfirleitt ekki fram þannig. Hann spilaði Skrjabín eins og dinnertónlist. Vissulega voru á efnisskránni fínlegar tónsmíðar, stuttar og draumkenndar. En í slíku tilfelli þarf líka að móta laglínurnar og öll blæbrigðin. Túlkunin þarf að koma skáldskapnum til skila, sama hversu lágstemmdur hann er. Fjórar prelúdíur op. 22 í byrjun voru stefnulausar, og fyrir bragðið var eins og þær kæmu manni ekki við. Það var ekki heldur neinn léttleiki í dansinum, masúrkanum op. 25 nr. 5. Smáverk op. 31 og 32 voru pínlega flatneskjuleg. Svipaða sögu er að segja um aðrar stuttar tónsmíðar á efnisskránni. Jafnvel um Vers la flamme, Til móts við logann, sem endar á ærandi sprengingu. Sprengingin hjá Jóni var meira í ætt við litla knallettu. Tvær sónötur, nr. 2 og 5 voru sömuleiðis ekki ásættanlegar. Rólegir kaflar voru loðnir og litlausir. Kraftmeiri, hraðari hlutar voru morandi í hnökrum. Jón er þó ekki slæmur píanóleikari. Hann hefur tækni og ber sig vel við píanóið. Það sem helst virtist há honum á tónleikunum var taugaóstyrkur. Feilnótur voru óteljandi. Hann var sífellt að ruglast og fara út af, byrja upp á nýtt, o.s.frv. Enda lék hann allt utanað, sem ég held að hafi verið mistök. Að halda heila einleikstónleika og leika dagskrána utanbókar er þrekvirki. Það er aðeins á færi listamanns sem er rútíneraður í að koma fram, heldur hundrað tónleika á ári eða svo. Nei, Jón hefði átt að hafa nótnabók fyrir framan sig. Skrjabín átti betra skilið.Niðurstaða: Afar slæmir tónleikar sem einkenndust af feilnótum, minnisgloppum og ómótaðri túlkun. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist Jón Sigurðsson lék verk eftir Skrjabín í Norræna húsinu miðvikudaginn 14. október. Það var hálfpartinn undarlegt að fólk hafi ekki verið að gæða sér á veitingum í tónleikasalnum í Norræna húsinu á miðvikudagskvöldið. Þarna voru tónleikar og á dagskránni var eingöngu músík eftir rússneska tónskáldið Alexander Skrjabín (1872-1915). Megnið af verkum hans er þrungið ástríðum, í þeim eru átök, stundum ofsafengin. En Jón Sigurðsson, sem lék á píanó, bar þau yfirleitt ekki fram þannig. Hann spilaði Skrjabín eins og dinnertónlist. Vissulega voru á efnisskránni fínlegar tónsmíðar, stuttar og draumkenndar. En í slíku tilfelli þarf líka að móta laglínurnar og öll blæbrigðin. Túlkunin þarf að koma skáldskapnum til skila, sama hversu lágstemmdur hann er. Fjórar prelúdíur op. 22 í byrjun voru stefnulausar, og fyrir bragðið var eins og þær kæmu manni ekki við. Það var ekki heldur neinn léttleiki í dansinum, masúrkanum op. 25 nr. 5. Smáverk op. 31 og 32 voru pínlega flatneskjuleg. Svipaða sögu er að segja um aðrar stuttar tónsmíðar á efnisskránni. Jafnvel um Vers la flamme, Til móts við logann, sem endar á ærandi sprengingu. Sprengingin hjá Jóni var meira í ætt við litla knallettu. Tvær sónötur, nr. 2 og 5 voru sömuleiðis ekki ásættanlegar. Rólegir kaflar voru loðnir og litlausir. Kraftmeiri, hraðari hlutar voru morandi í hnökrum. Jón er þó ekki slæmur píanóleikari. Hann hefur tækni og ber sig vel við píanóið. Það sem helst virtist há honum á tónleikunum var taugaóstyrkur. Feilnótur voru óteljandi. Hann var sífellt að ruglast og fara út af, byrja upp á nýtt, o.s.frv. Enda lék hann allt utanað, sem ég held að hafi verið mistök. Að halda heila einleikstónleika og leika dagskrána utanbókar er þrekvirki. Það er aðeins á færi listamanns sem er rútíneraður í að koma fram, heldur hundrað tónleika á ári eða svo. Nei, Jón hefði átt að hafa nótnabók fyrir framan sig. Skrjabín átti betra skilið.Niðurstaða: Afar slæmir tónleikar sem einkenndust af feilnótum, minnisgloppum og ómótaðri túlkun.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira