Tækifæriskvæði Magnús Guðmundsson skrifar 19. október 2015 12:30 Þórunn Sigurðardóttir, sagnfræðingur Á morgun flytur Þórunn Sigurðardóttir hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist Tækifæriskvæði sem heimildir um konur á árnýöld. Þórunn er með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Að venju fer fyrirlesturinn fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12.05. Þórunn segir tækifæriskvæði hafi verið mjög vinsæla bókmenntagrein á 17. öld. „Það eru varðveitt fjölmörg slík kvæði í íslenskum handritum síðari alda. Þau hafa þó lítið verið prentuð og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þau í bókmenntasögunni. Í kvæðunum birtast jafnt samfélagsleg viðhorf og afstaða einstaklinga til lífsins og tilverunnar, sem gerir þau að spennandi heimildum fyrir sagnfræðinga. Kvæðin snerta persónulegt líf og aðstæður samtímamanna skáldanna, karla, kvenna og barna, og þau fást við tilfinningar eins og gleði og sorg, örvæntingu og huggun, samkennd og samlíðan, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrirlestrinum hyggst ég greina og túlka kvæði sem var ort eftir andlát ungrar konu árið 1619 í því skyni að varpa ljósi á félagslegar aðstæður, viðhorf, tilfinningar og samskipti kynjanna á fyrri hluta 17. aldar. Það sem um ræðir er harmljóð sem sr. Ólafur Einarsson í Kirkjubæ orti í orðastað Jóns bróður síns eftir konumissi hans árið 1619, honum til huggunar. Konan hét Guðrún Árnadóttir og dó úr bólusótt ásamt nýfæddu barni þeirra. Í þessum tveimur erindum sem við látum fylgja hér með kemur fram harla óvenjuleg menntun konu á þessum tíma. Henni var kennt bæði að lesa, skrifa og reikna, og svo virðist sem hún hafi verið eins konar ritari fóstra síns áður en hún giftist og flutti með manni sínum austur að Hofi í Álftafirði. Kvæðið hefur aðeins varðveist í einu handriti svo vitað sé en í því eru þessar merkilegu upplýsingar sem hvergi annars staðar eru fáanlegar.“Á Grund hjá göfugum manni,greina verð eg það,ólst upp ungur svannií þeim fagra stað.Sá heiðursmann var hýr,hygginn, frómur og skýr.Bókanna og bréfanna ritbrúðurin kunni dýr.Jón Björnsson með æruunga menntar kæru. (9. erindi) Kvæðið er prentað í bók Þórunnar, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði frá 17. öld, sem kom út í liðinni viku hjá Árnastofnun og Háskólaútgáfunni. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á morgun flytur Þórunn Sigurðardóttir hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist Tækifæriskvæði sem heimildir um konur á árnýöld. Þórunn er með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Að venju fer fyrirlesturinn fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12.05. Þórunn segir tækifæriskvæði hafi verið mjög vinsæla bókmenntagrein á 17. öld. „Það eru varðveitt fjölmörg slík kvæði í íslenskum handritum síðari alda. Þau hafa þó lítið verið prentuð og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þau í bókmenntasögunni. Í kvæðunum birtast jafnt samfélagsleg viðhorf og afstaða einstaklinga til lífsins og tilverunnar, sem gerir þau að spennandi heimildum fyrir sagnfræðinga. Kvæðin snerta persónulegt líf og aðstæður samtímamanna skáldanna, karla, kvenna og barna, og þau fást við tilfinningar eins og gleði og sorg, örvæntingu og huggun, samkennd og samlíðan, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrirlestrinum hyggst ég greina og túlka kvæði sem var ort eftir andlát ungrar konu árið 1619 í því skyni að varpa ljósi á félagslegar aðstæður, viðhorf, tilfinningar og samskipti kynjanna á fyrri hluta 17. aldar. Það sem um ræðir er harmljóð sem sr. Ólafur Einarsson í Kirkjubæ orti í orðastað Jóns bróður síns eftir konumissi hans árið 1619, honum til huggunar. Konan hét Guðrún Árnadóttir og dó úr bólusótt ásamt nýfæddu barni þeirra. Í þessum tveimur erindum sem við látum fylgja hér með kemur fram harla óvenjuleg menntun konu á þessum tíma. Henni var kennt bæði að lesa, skrifa og reikna, og svo virðist sem hún hafi verið eins konar ritari fóstra síns áður en hún giftist og flutti með manni sínum austur að Hofi í Álftafirði. Kvæðið hefur aðeins varðveist í einu handriti svo vitað sé en í því eru þessar merkilegu upplýsingar sem hvergi annars staðar eru fáanlegar.“Á Grund hjá göfugum manni,greina verð eg það,ólst upp ungur svannií þeim fagra stað.Sá heiðursmann var hýr,hygginn, frómur og skýr.Bókanna og bréfanna ritbrúðurin kunni dýr.Jón Björnsson með æruunga menntar kæru. (9. erindi) Kvæðið er prentað í bók Þórunnar, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði frá 17. öld, sem kom út í liðinni viku hjá Árnastofnun og Háskólaútgáfunni.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira