Skaftá hreif mælitæki Veðurstofunnar með sér Una Sighvatsdóttir skrifar 15. október 2015 19:00 Vísindamenn telja mikilvægt að öðlast skilning á því hvers vegna Skaftárhlaup var jafnstórt og raun ber vitni og um leið leggja mat á hvort svo stór hlaup muni endurtaka sig. Hluta af tækjabúnaði Veðurstofu Íslands skolaði burt í hamförunum. Hættustigi sem lýst var yfir vegna Skaftárhlaupsins þann fyrsta október var formlega aflýst í dag af hálfu Almannavarna. Hlaupið var það stærsta síðan mælingar hófust en vísindamenn vinna enn að því að kortleggja nákvæmlega hversu mikið umfang þess var. GPS-mælitækið í henglum Fréttastofa flaug með Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni upp að jökli í gær og má sjá myndir úr ferðinni í myndskeiðinu hér að ofan. Markmiðið var meðal annars að reyna að leggja mat á rúmmál sigskálarinnar í Eystri Skaftárkatli, en auk þess var þetta hálfgerður björgunarleiðangur til að forða mælitækjum Veðurstofunnar. Hlaupið reyndist hinsvegar hafa tekið sinn toll. „Rétt fyrir ofan jökulsporðinn, þar voru gríðarleg ummerki um flóðið," segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands. Eitt af mælitækjum Veðurstofunnar var ofan á farveginum fyrir hlaupið en það hafði henst langar leiðir burt í atganginum. „Við fundum leifar af því einhverja hundruð metra frá staðnum sem það var sett uphaflega á og það var bara allt í henglum. Og við fundum ekki tækið eða neitt þannig að það hefur mikið gengið á," segir Benedikt. Reyna að rýna inn í framtíðina Engu að síður hefur miklu af gögnum verið safnað um bæði aðdraganda og umfang flóðsins og segir Benedikt nú þurfa að leggjast vandlega yfir þau til að reyna að átta sig á því hversu stórt rúmmál flóðsins var. Vegna versnandi skyggnis í gær tókst illa að meta rúmmál sigskálarinnar í jöklinum en þess í stað verður reynt að notast við gervihnattamyndir af katlinum. „Við þurfum líka að skilja betur af hverju [hlaupið] var svona stórt. Er það bara vegna þess hversu langur tími var á milli flóða eða er einhver önnur skýring? Eru breytingar á katlinum sem við þurfum að hafa auga á?" segir Benedikt og bætir við að miklu skipti fyrir íbúa á svæðinu að vita hvort von sé á því að slíkar hamfarir verði reglulegur viðburður. „Nú þurfa jöklafræðingar og aðrir vísindamenn sem hafa verið að vinna í þessu að skoða gögnin sem við höfum safnað og reyna að skilja betur hvað gerðist þarna, af hverju þetta var svona stórt og hverju við megum eiga von á í framtíðinni úr Skaftárkötlum." Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Vísindamenn telja mikilvægt að öðlast skilning á því hvers vegna Skaftárhlaup var jafnstórt og raun ber vitni og um leið leggja mat á hvort svo stór hlaup muni endurtaka sig. Hluta af tækjabúnaði Veðurstofu Íslands skolaði burt í hamförunum. Hættustigi sem lýst var yfir vegna Skaftárhlaupsins þann fyrsta október var formlega aflýst í dag af hálfu Almannavarna. Hlaupið var það stærsta síðan mælingar hófust en vísindamenn vinna enn að því að kortleggja nákvæmlega hversu mikið umfang þess var. GPS-mælitækið í henglum Fréttastofa flaug með Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni upp að jökli í gær og má sjá myndir úr ferðinni í myndskeiðinu hér að ofan. Markmiðið var meðal annars að reyna að leggja mat á rúmmál sigskálarinnar í Eystri Skaftárkatli, en auk þess var þetta hálfgerður björgunarleiðangur til að forða mælitækjum Veðurstofunnar. Hlaupið reyndist hinsvegar hafa tekið sinn toll. „Rétt fyrir ofan jökulsporðinn, þar voru gríðarleg ummerki um flóðið," segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands. Eitt af mælitækjum Veðurstofunnar var ofan á farveginum fyrir hlaupið en það hafði henst langar leiðir burt í atganginum. „Við fundum leifar af því einhverja hundruð metra frá staðnum sem það var sett uphaflega á og það var bara allt í henglum. Og við fundum ekki tækið eða neitt þannig að það hefur mikið gengið á," segir Benedikt. Reyna að rýna inn í framtíðina Engu að síður hefur miklu af gögnum verið safnað um bæði aðdraganda og umfang flóðsins og segir Benedikt nú þurfa að leggjast vandlega yfir þau til að reyna að átta sig á því hversu stórt rúmmál flóðsins var. Vegna versnandi skyggnis í gær tókst illa að meta rúmmál sigskálarinnar í jöklinum en þess í stað verður reynt að notast við gervihnattamyndir af katlinum. „Við þurfum líka að skilja betur af hverju [hlaupið] var svona stórt. Er það bara vegna þess hversu langur tími var á milli flóða eða er einhver önnur skýring? Eru breytingar á katlinum sem við þurfum að hafa auga á?" segir Benedikt og bætir við að miklu skipti fyrir íbúa á svæðinu að vita hvort von sé á því að slíkar hamfarir verði reglulegur viðburður. „Nú þurfa jöklafræðingar og aðrir vísindamenn sem hafa verið að vinna í þessu að skoða gögnin sem við höfum safnað og reyna að skilja betur hvað gerðist þarna, af hverju þetta var svona stórt og hverju við megum eiga von á í framtíðinni úr Skaftárkötlum."
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51