Hverjir leggja niður störf í verkfallinu? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. október 2015 12:32 Deiluaðilar sitja nú við samningaborðið í þeirri von um að sátt náist. vísir/gva Áhrifa verkfalls SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands gætir víða. Alls lögðu á sjötta þúsund ríkisstarfsmenn niður störf á miðnætti, með tilheyrandi röskun á nær alla vinnustaði ríkisins, 159 talsins. Fundur samninganefnda félaganna tveggja og ríkisins hófst um hádegisbil.Mikil röskun á heilbrigðisþjónustu Þjónusta á heilsugæslum verður verulega skert, en þar verður ekki svarað í símann á meðan verkfallinu stendur og síðdegisvakt á öllum heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins lokuð. Þá mun heimahjúkrun aldraðra og sjúkra að mestu leggjast niður. Mikil röskun verður á starfsemi Landspítalans. Um sextán hundruð sjúkraliðar á spítalanum leggja niður störf og á sjöunda hundrað á öðrum heilbrigðisstofnunum.Um sex hundruð manns fá undanþágu til að sinna bráðatilfellum á Landspítalanum.Kennsla fellur niður Þá fellur öll kennsla við Háskóla Íslands niður, nema kennsla í Háskólabíói. Það er vegna verkfalls umsjónarmanna húseigna háskólans sem eru félagar í SFR. Á vefsíðu HÍ segir að verkfallið komi til með að hafa veruleg áhrif á starfsemi skólans. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi embættis tollstjóra, en umtalsverð röskun verður bæði á innheimtu- og tollsviði embættisins. Afgreiðsla og símsvörun skiptiborðs og þjónustuvera í Tollhúsinu Tryggvagötu verður jafnframt lokuð. Þá leggst stór hluti starfsemi sýslumannsembætta um land allt niður.Leiksýningar falla niður og ÁTVR lokar Starfsemi ríkisskattstjóra leggst að mestu niður, sem og hjá Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingum og Íbúðalánasjóði. Vínbúðir ÁTVR verða lokaðar á meðan verkfallinu stendur. Símsvörun hjá Vegagerðinni og lögreglunni leggst niður og allar sýningar í Þjóðleikhúsinu falla niður sömuleiðis. Listi þessi er ekki tæmandi, en líkt og sést verður röskun á ríkisstofnunum mikil. Félagsmenn fara í fimm tveggja daga skæruverkföll, það síðasta 12. yil 13. október. Verkföll á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannembættum eru hins vegar ótímabundin.Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Ingólf Þórisson, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um þær afleiðingar sem verkfallið hefur á spítalann. Verkfall 2016 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Áhrifa verkfalls SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands gætir víða. Alls lögðu á sjötta þúsund ríkisstarfsmenn niður störf á miðnætti, með tilheyrandi röskun á nær alla vinnustaði ríkisins, 159 talsins. Fundur samninganefnda félaganna tveggja og ríkisins hófst um hádegisbil.Mikil röskun á heilbrigðisþjónustu Þjónusta á heilsugæslum verður verulega skert, en þar verður ekki svarað í símann á meðan verkfallinu stendur og síðdegisvakt á öllum heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins lokuð. Þá mun heimahjúkrun aldraðra og sjúkra að mestu leggjast niður. Mikil röskun verður á starfsemi Landspítalans. Um sextán hundruð sjúkraliðar á spítalanum leggja niður störf og á sjöunda hundrað á öðrum heilbrigðisstofnunum.Um sex hundruð manns fá undanþágu til að sinna bráðatilfellum á Landspítalanum.Kennsla fellur niður Þá fellur öll kennsla við Háskóla Íslands niður, nema kennsla í Háskólabíói. Það er vegna verkfalls umsjónarmanna húseigna háskólans sem eru félagar í SFR. Á vefsíðu HÍ segir að verkfallið komi til með að hafa veruleg áhrif á starfsemi skólans. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi embættis tollstjóra, en umtalsverð röskun verður bæði á innheimtu- og tollsviði embættisins. Afgreiðsla og símsvörun skiptiborðs og þjónustuvera í Tollhúsinu Tryggvagötu verður jafnframt lokuð. Þá leggst stór hluti starfsemi sýslumannsembætta um land allt niður.Leiksýningar falla niður og ÁTVR lokar Starfsemi ríkisskattstjóra leggst að mestu niður, sem og hjá Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingum og Íbúðalánasjóði. Vínbúðir ÁTVR verða lokaðar á meðan verkfallinu stendur. Símsvörun hjá Vegagerðinni og lögreglunni leggst niður og allar sýningar í Þjóðleikhúsinu falla niður sömuleiðis. Listi þessi er ekki tæmandi, en líkt og sést verður röskun á ríkisstofnunum mikil. Félagsmenn fara í fimm tveggja daga skæruverkföll, það síðasta 12. yil 13. október. Verkföll á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannembættum eru hins vegar ótímabundin.Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Ingólf Þórisson, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um þær afleiðingar sem verkfallið hefur á spítalann.
Verkfall 2016 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira