Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2015 14:01 Efnin fundust í bíl sem kom hingað til lands til Norrænu. vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að tveir verjendur í umfangsmiklu fíknefnasmygli víki. Lögreglustjórinn hefur þegar kært niðurstöðuna varðandi aðra kröfuna til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvort að hinn úrskurðurinn verði kærður. Embættið hefur þrjá sólarhringa til að leggja fram kæru. Krafan var sett fram þar sem lögreglustjórinn taldi báða verjendurnar hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta á meðan þeir sitja í gæsluvarðhaldi. Annar verjendanna átti að hafa brotið gegn banninu með því að tjá sig í fjölmiðlum um afstöðu kærða til sakarefnisins. Haft var eftir honum í frétt Fréttablaðsins í síðustu viku að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu. Lögreglan telur að með því hafi hann brotið gegn lögum um meðferð sakamála þar sem skjólstæðingur hans er í fjölmiðlabanni. Ástæða kröfunnar gegn hinum verjandanum var grunur um að hann hafi borið fjölmiðlaumfjallanir undir kærða í málinu. Það á hann að hafa gert með því að hafa haft útprentanir af fréttum af málinu með sér við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu gegn skjólstæðingi sínum sem hann gæti hafa séð. Lögmaðurinn kvaðst hafa haft þær með sér til stuðnings kröfu kærða um að gæsluvarðhaldskröfunni skyldi hafnað. Meðal annars byggðist gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar á því að sá grunaði gæti haft samband við meinta samverkamenn. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og einn Hollendingur. Eru þeir grunaðir um að hafa tugum kílóa af sterkum efnum hingað til lands með Norrænu. Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald í umfangsmiklu fíkniefnamáli Hæstiréttur staðfesti á mánudaginn áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur Íslendingum og einum Hollendingi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. 8. október 2015 06:00 Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 10. október 2015 09:00 Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að tveir verjendur í umfangsmiklu fíknefnasmygli víki. Lögreglustjórinn hefur þegar kært niðurstöðuna varðandi aðra kröfuna til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvort að hinn úrskurðurinn verði kærður. Embættið hefur þrjá sólarhringa til að leggja fram kæru. Krafan var sett fram þar sem lögreglustjórinn taldi báða verjendurnar hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta á meðan þeir sitja í gæsluvarðhaldi. Annar verjendanna átti að hafa brotið gegn banninu með því að tjá sig í fjölmiðlum um afstöðu kærða til sakarefnisins. Haft var eftir honum í frétt Fréttablaðsins í síðustu viku að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu. Lögreglan telur að með því hafi hann brotið gegn lögum um meðferð sakamála þar sem skjólstæðingur hans er í fjölmiðlabanni. Ástæða kröfunnar gegn hinum verjandanum var grunur um að hann hafi borið fjölmiðlaumfjallanir undir kærða í málinu. Það á hann að hafa gert með því að hafa haft útprentanir af fréttum af málinu með sér við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu gegn skjólstæðingi sínum sem hann gæti hafa séð. Lögmaðurinn kvaðst hafa haft þær með sér til stuðnings kröfu kærða um að gæsluvarðhaldskröfunni skyldi hafnað. Meðal annars byggðist gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar á því að sá grunaði gæti haft samband við meinta samverkamenn. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og einn Hollendingur. Eru þeir grunaðir um að hafa tugum kílóa af sterkum efnum hingað til lands með Norrænu.
Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald í umfangsmiklu fíkniefnamáli Hæstiréttur staðfesti á mánudaginn áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur Íslendingum og einum Hollendingi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. 8. október 2015 06:00 Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 10. október 2015 09:00 Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Áframhaldandi gæsluvarðhald í umfangsmiklu fíkniefnamáli Hæstiréttur staðfesti á mánudaginn áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur Íslendingum og einum Hollendingi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. 8. október 2015 06:00
Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00
Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 10. október 2015 09:00
Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00