„Lögreglan oft notuð sem einhvers konar „ruslakista“ þegar veikir einstaklingar passa ekki í mótin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2015 11:22 Biggi lögga. vísir Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður, sem betur er þekktur sem Biggi lögga, ritar pistil á Facebook-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í kerfinu gagnvart veikum einstaklingum og segir það greinilega götótt. Biggi segir að lögreglan sé „oft notuð sem einhvers konar „ruslakista“ þegar veikir einstaklingar passa ekki í mótin sem kerfið hefur búið til,“ en lögreglumaðurinn tekur afskipti sín af 14 ára einhverfum dreng sem dæmi. Biggi segir að lögreglan hafi verið kölluð á heimili drengsins tvisvar sinnum síðustu misseri þar sem fjölskylda hans réð ekki við hann. Um seinna skiptið segir hann: „Klukkan var um eitt að nóttu til og foreldrarnir höfðu vaknað við óp í drengnum. Kom þá í ljós að hann hafði komist í bjór sem faðir hans átti. Hafði þá þessi drengur sem aldrei áður hafði bragðað áfengi, drukkið níu bjóra á mjög skömmum tíma. Svo hafði hann tekið stóran eldhúshníf og skorið sig í annan handlegginn, þar á meðal einum mjög djúpum skurði. Þegar við komum á staðinn leið honum mjög illa. Hann lá á forstofugólfinu og engdist um. Það var ekki hægt að ná til hans og hann var allur útældur.“Sjúkraflutningamenn treystu sér ekki til að flytja drenginn á slysadeild Samkvæmt pistli Bigga treystu sjúkraflutningamenn sem komu á staðinn sér ekki til að flytja drenginn upp á slysadeild. Það kom því stór lögreglubíll á staðinn og var drengurinn fluttur á slysadeild með honum. Þá fór móðir hans með barnaverndarfulltrúa á slysadeildina. „Á slysadeild tók við honum það frábæra starfsfólk sem þar vinnur. Á meðan sárið var saumað reyndi barnaverndarfulltrúinn að finna einhver úrræði fyrir drenginn. Hann var eins og áður sagði einhverfur, leið gífurlega illa, hafði reynt að skaða sjálfan sig og talaði um að skaða sig meira. Það varð að finna bráðaúrræði fyrir hann. Það sem kom út úr símtölum barnaverndarfulltrúans var ekki neitt. Nákvæmlega ekki neitt. Þar sem hann var undir áhrifum áfengis vildi heilbrigðiskerfið ekki taka við honum. Okkur var bent á að hugsanlega væri hægt að koma honum á Stuðla. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Ég hef áður lent í því að þurfa til dæmis að setja veika einstaklinga í fangaklefa vegna þess að þeir passa hvergi inn í kerfið, en þarna var ég með fárveikt barn og enginn vildi taka við því. Móðir hans, sem greinilega hefur þurft að þola ýmislegt var ráðþrota. Hún treysti sér ekki til að taka hann heim þar sem systir hans var sofandi og ég skildi hana alveg. Drengurinn þurfti eftirlit og hann þurfti hjálp. Ég fann reiðina krauma í mér. Við sáum samt að það eina í stöðunni var að aka honum aftur heim. Þar tóku móðir hans og barnaverndarfulltrúinn við honum og háttuðu hann upp í rúm. Við lögreglumennirnir kvöddum og héldum áfram að sinna útköllum sem biðu.“„Ölvun eða annarlegt ástand má ekki taka neinn rétt af veikum einstaklingum“ Biggi segist hafa heyrt í móður drengsins sem hafi samþykkt að hann skrifaði nokkrar línur um málið. Hún hafi meira að segja hvatt hann til þess. Lögreglumaðurinn segist þó alls ekki setjast niður og skrifa til þess að dæma þá sem gátu ekki tekið við drengnum umrædda nótt. „Það eru einstaklingar sem eru að gera sitt besta í kerfi sem greinilega er götótt. Því miður er lögreglan oft notuð sem einhverskonar „ruslakista“ þegar veikir einstaklingar passa ekki í mótin sem kerfið hefur búið til. Það á gjarnan við þegar um er að ræða fíkla eða geðsjúka einstaklinga. Þegar enginn vill þá enda þeir í höndunum á okkur. Ég veit ekki hver lausnin á þessum vanda er, enda er ég ekki sérfræðingur í heilbrigðismálum. Ég veit bara að veikir einstaklingar sem lögreglan er oft með í höndunum ættu oft mun frekar heima innan heilbrigðiskerfisins. Ekki vegna þess að við viljum ekki aðstoða þá, heldur vegna þess að heilbrigðisstarfsfólk eru sérfræðingarnir. Ég veit að þessi mál eru í sífelldri skoðun og lagfæringu og ég vona að þessi orð verði til þess að blása mönnum enn meiri vilja í brjóst við að halda þeirri vinnu áfram. Ölvun eða annarlegt ástand má ekki taka neinn rétt af veikum einstaklingum. Það er eitthvað rangt við það. Við erum föst í einhverjum vítahring með þessi mál. Það er samstarfsverkefni okkar allra að lagfæra þessi mál til þess að þeir sem minnst mega sín fái þá aðstoð sem þeir eiga rétt á. Kerfið og hugarfarið í þessum málum þarfnast lagfæringar.“ Pistil Bigga löggu má sjá í heild sinni hér að neðan.Lögreglumenn fara gjarnan í mál sem erfitt er að skilja eftir þegar þeir fara heim af vaktinni. Um daginn fór ég í eitt...Posted by Biggi lögga on Sunday, 11 October 2015 Verkfall 2016 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður, sem betur er þekktur sem Biggi lögga, ritar pistil á Facebook-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í kerfinu gagnvart veikum einstaklingum og segir það greinilega götótt. Biggi segir að lögreglan sé „oft notuð sem einhvers konar „ruslakista“ þegar veikir einstaklingar passa ekki í mótin sem kerfið hefur búið til,“ en lögreglumaðurinn tekur afskipti sín af 14 ára einhverfum dreng sem dæmi. Biggi segir að lögreglan hafi verið kölluð á heimili drengsins tvisvar sinnum síðustu misseri þar sem fjölskylda hans réð ekki við hann. Um seinna skiptið segir hann: „Klukkan var um eitt að nóttu til og foreldrarnir höfðu vaknað við óp í drengnum. Kom þá í ljós að hann hafði komist í bjór sem faðir hans átti. Hafði þá þessi drengur sem aldrei áður hafði bragðað áfengi, drukkið níu bjóra á mjög skömmum tíma. Svo hafði hann tekið stóran eldhúshníf og skorið sig í annan handlegginn, þar á meðal einum mjög djúpum skurði. Þegar við komum á staðinn leið honum mjög illa. Hann lá á forstofugólfinu og engdist um. Það var ekki hægt að ná til hans og hann var allur útældur.“Sjúkraflutningamenn treystu sér ekki til að flytja drenginn á slysadeild Samkvæmt pistli Bigga treystu sjúkraflutningamenn sem komu á staðinn sér ekki til að flytja drenginn upp á slysadeild. Það kom því stór lögreglubíll á staðinn og var drengurinn fluttur á slysadeild með honum. Þá fór móðir hans með barnaverndarfulltrúa á slysadeildina. „Á slysadeild tók við honum það frábæra starfsfólk sem þar vinnur. Á meðan sárið var saumað reyndi barnaverndarfulltrúinn að finna einhver úrræði fyrir drenginn. Hann var eins og áður sagði einhverfur, leið gífurlega illa, hafði reynt að skaða sjálfan sig og talaði um að skaða sig meira. Það varð að finna bráðaúrræði fyrir hann. Það sem kom út úr símtölum barnaverndarfulltrúans var ekki neitt. Nákvæmlega ekki neitt. Þar sem hann var undir áhrifum áfengis vildi heilbrigðiskerfið ekki taka við honum. Okkur var bent á að hugsanlega væri hægt að koma honum á Stuðla. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Ég hef áður lent í því að þurfa til dæmis að setja veika einstaklinga í fangaklefa vegna þess að þeir passa hvergi inn í kerfið, en þarna var ég með fárveikt barn og enginn vildi taka við því. Móðir hans, sem greinilega hefur þurft að þola ýmislegt var ráðþrota. Hún treysti sér ekki til að taka hann heim þar sem systir hans var sofandi og ég skildi hana alveg. Drengurinn þurfti eftirlit og hann þurfti hjálp. Ég fann reiðina krauma í mér. Við sáum samt að það eina í stöðunni var að aka honum aftur heim. Þar tóku móðir hans og barnaverndarfulltrúinn við honum og háttuðu hann upp í rúm. Við lögreglumennirnir kvöddum og héldum áfram að sinna útköllum sem biðu.“„Ölvun eða annarlegt ástand má ekki taka neinn rétt af veikum einstaklingum“ Biggi segist hafa heyrt í móður drengsins sem hafi samþykkt að hann skrifaði nokkrar línur um málið. Hún hafi meira að segja hvatt hann til þess. Lögreglumaðurinn segist þó alls ekki setjast niður og skrifa til þess að dæma þá sem gátu ekki tekið við drengnum umrædda nótt. „Það eru einstaklingar sem eru að gera sitt besta í kerfi sem greinilega er götótt. Því miður er lögreglan oft notuð sem einhverskonar „ruslakista“ þegar veikir einstaklingar passa ekki í mótin sem kerfið hefur búið til. Það á gjarnan við þegar um er að ræða fíkla eða geðsjúka einstaklinga. Þegar enginn vill þá enda þeir í höndunum á okkur. Ég veit ekki hver lausnin á þessum vanda er, enda er ég ekki sérfræðingur í heilbrigðismálum. Ég veit bara að veikir einstaklingar sem lögreglan er oft með í höndunum ættu oft mun frekar heima innan heilbrigðiskerfisins. Ekki vegna þess að við viljum ekki aðstoða þá, heldur vegna þess að heilbrigðisstarfsfólk eru sérfræðingarnir. Ég veit að þessi mál eru í sífelldri skoðun og lagfæringu og ég vona að þessi orð verði til þess að blása mönnum enn meiri vilja í brjóst við að halda þeirri vinnu áfram. Ölvun eða annarlegt ástand má ekki taka neinn rétt af veikum einstaklingum. Það er eitthvað rangt við það. Við erum föst í einhverjum vítahring með þessi mál. Það er samstarfsverkefni okkar allra að lagfæra þessi mál til þess að þeir sem minnst mega sín fái þá aðstoð sem þeir eiga rétt á. Kerfið og hugarfarið í þessum málum þarfnast lagfæringar.“ Pistil Bigga löggu má sjá í heild sinni hér að neðan.Lögreglumenn fara gjarnan í mál sem erfitt er að skilja eftir þegar þeir fara heim af vaktinni. Um daginn fór ég í eitt...Posted by Biggi lögga on Sunday, 11 October 2015
Verkfall 2016 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira