Á dögunum skrifaði Sigurbjartur Sturla, en það er maðurinn á bak við Sturla Atlas, undir samning við útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson sem er í eigu Retro Stefson bræðranna Unsteins Manúels og Loga Pedro.
Á döfinni eru fleiri lög en á hverjum einasta föstudegi fram að Iceland Airwaves er nýtt lag eða myndband væntanlegt frá Sturla Atlas.
Sjá má myndbandið við lagið Snowin‘ í spilaranum hér að neðan.