Alber Elbaz kveður Lanvin Ritstjórn skrifar 28. október 2015 15:45 Glamour/Getty Fatahönnuðurinn frægi Alber Elbaz hefur yfirgefið tískuhúsið Lanvin en starfsmönnum ku hafa verið tilkynnt um það í dag samkvæmt heimildum CR Fashion Book. Elbaz hefur setið við stjórnvölinn hjá Lanvin í 14 ár en ekki meir. Fréttirnar koma bara nokkrum dögum eftir að Raf Simons hætti óvænt hjá franska tískuhúsinu Dior og Glamour spáði að stólaleikur yfirhönnuða hjá stóru tískuhúsunum mundi koma í kjölfarið. Sú spá virðist vera að rætast. Elbaz var einmitt orðaður við stöðu yfirhönnuðar hjá Dior eftir að John Galliano hætti árið 2012 en þáði það ekki. Elbaz er þekktur fyrir fágaða hönnun og hefur einstakt lag á að fanga fegurð kvenlíkamans í fatnaði sínum en hann er í uppáhaldi hjá stjörnunum á rauða dreglinum. Við spáum að tilkynningu sé að vænta frá Dior fljótlega ... Frá síðustu sýningu Alber Elbaz fyrir Lanvin í haust. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Þessi eyeliner, þessi augnhár Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Allt fyrir augabrúnirnar Glamour Kendall blæs á sögusagnir um lýtaaðgerðir Glamour Tulipop bestu nýliðarnir Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Balmain fyrir börnin Glamour Taylor Swift í íslenskri hönnun í nýjasta myndbandinu sínu Glamour Pastellitir og pallíettur Glamour
Fatahönnuðurinn frægi Alber Elbaz hefur yfirgefið tískuhúsið Lanvin en starfsmönnum ku hafa verið tilkynnt um það í dag samkvæmt heimildum CR Fashion Book. Elbaz hefur setið við stjórnvölinn hjá Lanvin í 14 ár en ekki meir. Fréttirnar koma bara nokkrum dögum eftir að Raf Simons hætti óvænt hjá franska tískuhúsinu Dior og Glamour spáði að stólaleikur yfirhönnuða hjá stóru tískuhúsunum mundi koma í kjölfarið. Sú spá virðist vera að rætast. Elbaz var einmitt orðaður við stöðu yfirhönnuðar hjá Dior eftir að John Galliano hætti árið 2012 en þáði það ekki. Elbaz er þekktur fyrir fágaða hönnun og hefur einstakt lag á að fanga fegurð kvenlíkamans í fatnaði sínum en hann er í uppáhaldi hjá stjörnunum á rauða dreglinum. Við spáum að tilkynningu sé að vænta frá Dior fljótlega ... Frá síðustu sýningu Alber Elbaz fyrir Lanvin í haust. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Þessi eyeliner, þessi augnhár Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Allt fyrir augabrúnirnar Glamour Kendall blæs á sögusagnir um lýtaaðgerðir Glamour Tulipop bestu nýliðarnir Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Balmain fyrir börnin Glamour Taylor Swift í íslenskri hönnun í nýjasta myndbandinu sínu Glamour Pastellitir og pallíettur Glamour