Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands Svavar Hávarðsson skrifar 27. október 2015 07:00 Smátt og smátt breyta jökulhlaupin grónu hrauni í eyðimörk. mynd/áskell þórisson Líklegt er talið að Skaftárhlaupið hafi þakið þúsund hektara af grónu landi þar sem fyrri hlaupa hafði ekki gætt til þessa. Talið er að hlaupvatnið hafi þakið um sex til sjö þúsund hektara lands og skilið þar eftir gríðarlegt magn af jökulaur og sandi. Horft upp með Skaftá einn flóðadagana - myndin gefur hugmynd um hvernig vatnið flæmist yfir hraun og gróið land. mynd/Sigurjón Einarsson Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir um bráðabirgðatölur að ræða enda ekki fært um nema hluta af áhrifasvæði hlaupsins vegna vætutíðar. Vegir séu sums staðar ófærir á afréttum og því séu stór svæði ókönnuð. Þá hafi skýjahula komið í veg fyrir að nýtilegar gervitunglamyndir hafi borist til úttektar á skemmdunum sem flóðið olli. „Skemmdir á ræktuðu landi hafa ekki enn þá verið metnar vegna þess hve erfitt er að fara um svæðin en alveg er ljóst að nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar eru nú undir eðju og sandi,“ segir Sveinn. Skemmdir á flóðavörnum eru ekki eins miklar og Landgræðslan óttaðist lengi vel. Þrír tiltölulega gamlir garðar frá Vegagerðinni hurfu með öllu og tveir garðar frá Landgræðslunni og bændum hurfu einnig. „En það er ljóst að hækka verður suma flóðvarnargarða. Virkni þeirra hefur minnkað þar sem farvegir við þá hafa hækkað mikið vegna framburðar, og því mun meiri hætta á að næsta Skaftárhlaup flæði yfir þá, verði það ámóta stórt eða stærra en það sem er nýlokið.“ Stærð Skaftárhlaupsins kom flestum á óvart – svo virðist sem það hafi verið um helmingi stærra en stærstu hlaupin til þessa. Sérfræðingar telja líklegt að eitthvað mikið hafi breyst í eystri Skaftárkatlinum sem hljóp tveimur árum seinna en hingað til – eða fimm árum eftir síðasta hlaup. Sveinn segir ljóst að ef hlaupin úr eystri katlinum hafi fundið sér nýjan takt – og verði því mun stærri í framtíðinni – þýði það aðeins eitt. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri „Það þýðir að enn stærri gróðurlendi fara undir sand og jökulaur sem eykur á uppfokið og sandfokið. Það verða lakari loftgæði fyrir íbúa og enn meiri hætta á röskun á umferðaröryggi á hringveginum. Verði næsta Skaftárhlaup ámóta stórt þá mun hringvegurinn lokast um tíma á tveimur stöðum, verði ekkert að gert. Áframhaldandi skemmdir verða á afréttunum og tún og ræktunarlönd bænda halda áfram að spillast.“ Landgræðslan hefur unnið fyrstu drög að viðbragðsáætlun og mun kynna hana í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela því ráðuneyti forræði á nýjum hamfarasjóði sem m.a. verður ætlað að takast á við afleiðingar Skaftárhlaupsins. „Það yrði óheyrilegur kostnaður að reyna að halda Skaftárhlaupum í skefjum á afréttum og í byggð. Hlaupvatnið verður að fá sitt flóðasvæði, það er óhjákvæmilegt. Lítið verður aðhafst inni á afréttum m.a. vegna þess hve verkefnin þar eru tröllaukin, en þó verður grætt upp land í nánd við Fjallabaksleið nyrðri til þess að sandskaflar loki ekki veginum á tveimur stöðum,“ segir Sveinn en bætir við að næsta vor verði áhersla lögð á að hefta sandfokið næst byggðunum með uppgræðslu og gróðurstyrkingu; verja þau uppgræðslusvæði með görðum og styrkja núverandi flóðvarnargarða eins og t.d. þá sem verja Meðallandið.“ loft Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Líklegt er talið að Skaftárhlaupið hafi þakið þúsund hektara af grónu landi þar sem fyrri hlaupa hafði ekki gætt til þessa. Talið er að hlaupvatnið hafi þakið um sex til sjö þúsund hektara lands og skilið þar eftir gríðarlegt magn af jökulaur og sandi. Horft upp með Skaftá einn flóðadagana - myndin gefur hugmynd um hvernig vatnið flæmist yfir hraun og gróið land. mynd/Sigurjón Einarsson Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir um bráðabirgðatölur að ræða enda ekki fært um nema hluta af áhrifasvæði hlaupsins vegna vætutíðar. Vegir séu sums staðar ófærir á afréttum og því séu stór svæði ókönnuð. Þá hafi skýjahula komið í veg fyrir að nýtilegar gervitunglamyndir hafi borist til úttektar á skemmdunum sem flóðið olli. „Skemmdir á ræktuðu landi hafa ekki enn þá verið metnar vegna þess hve erfitt er að fara um svæðin en alveg er ljóst að nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar eru nú undir eðju og sandi,“ segir Sveinn. Skemmdir á flóðavörnum eru ekki eins miklar og Landgræðslan óttaðist lengi vel. Þrír tiltölulega gamlir garðar frá Vegagerðinni hurfu með öllu og tveir garðar frá Landgræðslunni og bændum hurfu einnig. „En það er ljóst að hækka verður suma flóðvarnargarða. Virkni þeirra hefur minnkað þar sem farvegir við þá hafa hækkað mikið vegna framburðar, og því mun meiri hætta á að næsta Skaftárhlaup flæði yfir þá, verði það ámóta stórt eða stærra en það sem er nýlokið.“ Stærð Skaftárhlaupsins kom flestum á óvart – svo virðist sem það hafi verið um helmingi stærra en stærstu hlaupin til þessa. Sérfræðingar telja líklegt að eitthvað mikið hafi breyst í eystri Skaftárkatlinum sem hljóp tveimur árum seinna en hingað til – eða fimm árum eftir síðasta hlaup. Sveinn segir ljóst að ef hlaupin úr eystri katlinum hafi fundið sér nýjan takt – og verði því mun stærri í framtíðinni – þýði það aðeins eitt. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri „Það þýðir að enn stærri gróðurlendi fara undir sand og jökulaur sem eykur á uppfokið og sandfokið. Það verða lakari loftgæði fyrir íbúa og enn meiri hætta á röskun á umferðaröryggi á hringveginum. Verði næsta Skaftárhlaup ámóta stórt þá mun hringvegurinn lokast um tíma á tveimur stöðum, verði ekkert að gert. Áframhaldandi skemmdir verða á afréttunum og tún og ræktunarlönd bænda halda áfram að spillast.“ Landgræðslan hefur unnið fyrstu drög að viðbragðsáætlun og mun kynna hana í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela því ráðuneyti forræði á nýjum hamfarasjóði sem m.a. verður ætlað að takast á við afleiðingar Skaftárhlaupsins. „Það yrði óheyrilegur kostnaður að reyna að halda Skaftárhlaupum í skefjum á afréttum og í byggð. Hlaupvatnið verður að fá sitt flóðasvæði, það er óhjákvæmilegt. Lítið verður aðhafst inni á afréttum m.a. vegna þess hve verkefnin þar eru tröllaukin, en þó verður grætt upp land í nánd við Fjallabaksleið nyrðri til þess að sandskaflar loki ekki veginum á tveimur stöðum,“ segir Sveinn en bætir við að næsta vor verði áhersla lögð á að hefta sandfokið næst byggðunum með uppgræðslu og gróðurstyrkingu; verja þau uppgræðslusvæði með görðum og styrkja núverandi flóðvarnargarða eins og t.d. þá sem verja Meðallandið.“ loft
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira