Tveir áratugir frá snjóflóðinu á Flateyri Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. október 2015 09:30 Frá björgunarstörfum á Flateyri fyrir átján árum. Fréttablaðið/GVA Tuttugu ár eru liðin frá snjóflóðinu úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri í Önundarfirð þar sem tuttugu manns fórust. Flóðið átti sér stað aðfaranótt 26. október árið 1995. Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum vegna þessara tímamóta og var fjölbreytt dagskrá í boði fyrir Flateyringa um helgina. Meðal annars flutti Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi fyrirlestur um áhrif áfalla á fjölskyldur og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, flutti fyrirlestur um félagslegan auð og seiglu samfélaga. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er Flateyringur í húð og hár en hann var 15 gamall þegar flóðið átti sér stað. „Ég var fyrir sunnan. En tilfinningin var skelfileg og varð enn skelfilegri eftir því sem fréttir bárust og ljóst varð hvað hafði átt sér stað.“ Teitur Björn Einarsson Flateyringur Teitur segir snjóflóðið eðli málsins samkvæmt strax hafa haft mikil áhrif á Flateyringa og hafi enn. „Þetta situr eftir í öllum Flateyringum og að ég held öllum þeim sem muna eftir þessum atburði.“ Aðeins níu mánuðum áður en snjóflóðið varð á Flateyri fórust fjórtán manns í snjóflóði í Súðavík. Fljótlega sýndu Íslendingar samhug í verki með söfnun til handa þeim sem áttu um sárt að binda vegna hamfaranna. Byggðin á Flateyri var í kjölfarið varin með miklum snjóflóðavarnargarði, sem hefur ítrekað sýnt notagildi sitt síðan. Í kvöld verður haldin samverustund í Flateyrarkirkju klukkan sex, þar sem í boði verður fjölbreytt tónlistardagskrá. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, hinn ástsæli tónlistarmaður KK og fjölmargir aðrir vinir og velunnarar koma fram. Teitur segir mikilvægt fyrir Flateyringar að koma saman á þessari stundu. „Sérstaklega til að minnast þeirra sem létust en ekki síður til að sýna öllum þeim sem komu að björgunarstörfum alls staðar að af landinu þakklæti fyrir það ótrúlega afrek sem unnið var við erfiðar aðstæður. Eins líka þakklæti til þjóðarinnar allrar fyrir beinan stuðning við söfnunina og þannig samhug í verki,“ segir Teitur að lokum. Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin frá snjóflóðinu úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri í Önundarfirð þar sem tuttugu manns fórust. Flóðið átti sér stað aðfaranótt 26. október árið 1995. Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum vegna þessara tímamóta og var fjölbreytt dagskrá í boði fyrir Flateyringa um helgina. Meðal annars flutti Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi fyrirlestur um áhrif áfalla á fjölskyldur og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, flutti fyrirlestur um félagslegan auð og seiglu samfélaga. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er Flateyringur í húð og hár en hann var 15 gamall þegar flóðið átti sér stað. „Ég var fyrir sunnan. En tilfinningin var skelfileg og varð enn skelfilegri eftir því sem fréttir bárust og ljóst varð hvað hafði átt sér stað.“ Teitur Björn Einarsson Flateyringur Teitur segir snjóflóðið eðli málsins samkvæmt strax hafa haft mikil áhrif á Flateyringa og hafi enn. „Þetta situr eftir í öllum Flateyringum og að ég held öllum þeim sem muna eftir þessum atburði.“ Aðeins níu mánuðum áður en snjóflóðið varð á Flateyri fórust fjórtán manns í snjóflóði í Súðavík. Fljótlega sýndu Íslendingar samhug í verki með söfnun til handa þeim sem áttu um sárt að binda vegna hamfaranna. Byggðin á Flateyri var í kjölfarið varin með miklum snjóflóðavarnargarði, sem hefur ítrekað sýnt notagildi sitt síðan. Í kvöld verður haldin samverustund í Flateyrarkirkju klukkan sex, þar sem í boði verður fjölbreytt tónlistardagskrá. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, hinn ástsæli tónlistarmaður KK og fjölmargir aðrir vinir og velunnarar koma fram. Teitur segir mikilvægt fyrir Flateyringar að koma saman á þessari stundu. „Sérstaklega til að minnast þeirra sem létust en ekki síður til að sýna öllum þeim sem komu að björgunarstörfum alls staðar að af landinu þakklæti fyrir það ótrúlega afrek sem unnið var við erfiðar aðstæður. Eins líka þakklæti til þjóðarinnar allrar fyrir beinan stuðning við söfnunina og þannig samhug í verki,“ segir Teitur að lokum.
Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira