Lewis Hamilton vann og varð heimsmeistari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. október 2015 20:58 Þrefaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark eftir mikla baráttu. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 2015 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. Liðsfélagi Hamilton, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari í hádramatískum kappakstri. Keppnin bauð upp á allt, öryggisbíllinn kom tvisvar út og sýndar öryggisbíll var tvisvar notaður. Allir ökumenn byrjuðu á milliregndekkjum, það var ekki rigning þegar keppnin hófst, í fyrsta skipti alla helgina. Hamilton tók forystuna strax í ræsingunni, hann þvingaði Rosberg út af brautinni í fyrstu beygju. Valtteri Bottas kom inn á fyrsta hring til að fá nýjan framvæng og hann skipti yfir á mjúk þurrdekk. Bottas hætti svo keppni á hring sex.Daniel Ricciardo tók fram úr Hamilton á 15. hring. Hann var búinn að elta Hamilton nokkra hringi. Þá var Rosberg næstur á eftir Hamilton. Rosberg tók svo fram úr Hamilton á hring 18. Þá fór Hamilton inn á þjónustusvæðið á þurrdekk. Þurrdekkin urðu mjög vinsæll kostur í kringum 20. hring. En á sama tíma og allir voru að skipta yfr á þurrdekk fór Kimi Raikkonen útaf og þurfti að koma inn til að fá ný dekk og framvæng. Rosberg tók forystuna af Ricciardo á 22. hring. Á sama tíma tók Hamilton fram úr Daniil Kvyat. Kvyat tapaði svo fjórða sætinu til Vettel skömmu seinna. Hamilton tók svo fram úr Ricciardo á hring 26 og var þá orðinn annar á eftir Rosberg. Á sama tíma hætti Raikkonen keppni, bíllinn hafði orðið fyrir meira tjóni en upprunalega var talið þegar hann fór útaf og lenti á veggnum. Öryggisbíllinn kom út þegar Marcus Ericsson stoppaði á brautinni á hring 27. Vettel tók þjónustuhlé á sama tíma með það að markmiði að keyra til loka þaðan í frá. Í endurræsingunni komst Vettel úr fimmta sæti í þriðja, hann komst fram úr báðum Red Bull bílunum. Max Verstappen á Toro Rosso fylgdi Vettel fram úr Red Bull.Nico Hulkenberg lenti í samstuði við Ricciardo, framvængurinn á Force India bílnum brotnaði af og endaði undir bíl Þjóðverjans. Kvyat lenti harkalega á varnarvegg á ráskafla brautarinnar og öryggisbíllinn kom út á hring 44. Staðan fyrir lokabaráttuna var Rosberg, Hamilton og Vettel. Vettel, Verstappen og Hamilton á glænýjum mjúku dekkjum og Rosberg á fimm hringjum eldri umgang. Verstappen var á næstum 20 hringja gömlum dekkjum. Vettel tók fljótlega fram úr Verstappen og hóf að elta Hamilton. Rosberg tapaði forystunni til Hamilton sem var þá kominn í stöðu sem myndi gera hann að heimsmeistara.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21 Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52 Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 2015 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. Liðsfélagi Hamilton, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari í hádramatískum kappakstri. Keppnin bauð upp á allt, öryggisbíllinn kom tvisvar út og sýndar öryggisbíll var tvisvar notaður. Allir ökumenn byrjuðu á milliregndekkjum, það var ekki rigning þegar keppnin hófst, í fyrsta skipti alla helgina. Hamilton tók forystuna strax í ræsingunni, hann þvingaði Rosberg út af brautinni í fyrstu beygju. Valtteri Bottas kom inn á fyrsta hring til að fá nýjan framvæng og hann skipti yfir á mjúk þurrdekk. Bottas hætti svo keppni á hring sex.Daniel Ricciardo tók fram úr Hamilton á 15. hring. Hann var búinn að elta Hamilton nokkra hringi. Þá var Rosberg næstur á eftir Hamilton. Rosberg tók svo fram úr Hamilton á hring 18. Þá fór Hamilton inn á þjónustusvæðið á þurrdekk. Þurrdekkin urðu mjög vinsæll kostur í kringum 20. hring. En á sama tíma og allir voru að skipta yfr á þurrdekk fór Kimi Raikkonen útaf og þurfti að koma inn til að fá ný dekk og framvæng. Rosberg tók forystuna af Ricciardo á 22. hring. Á sama tíma tók Hamilton fram úr Daniil Kvyat. Kvyat tapaði svo fjórða sætinu til Vettel skömmu seinna. Hamilton tók svo fram úr Ricciardo á hring 26 og var þá orðinn annar á eftir Rosberg. Á sama tíma hætti Raikkonen keppni, bíllinn hafði orðið fyrir meira tjóni en upprunalega var talið þegar hann fór útaf og lenti á veggnum. Öryggisbíllinn kom út þegar Marcus Ericsson stoppaði á brautinni á hring 27. Vettel tók þjónustuhlé á sama tíma með það að markmiði að keyra til loka þaðan í frá. Í endurræsingunni komst Vettel úr fimmta sæti í þriðja, hann komst fram úr báðum Red Bull bílunum. Max Verstappen á Toro Rosso fylgdi Vettel fram úr Red Bull.Nico Hulkenberg lenti í samstuði við Ricciardo, framvængurinn á Force India bílnum brotnaði af og endaði undir bíl Þjóðverjans. Kvyat lenti harkalega á varnarvegg á ráskafla brautarinnar og öryggisbíllinn kom út á hring 44. Staðan fyrir lokabaráttuna var Rosberg, Hamilton og Vettel. Vettel, Verstappen og Hamilton á glænýjum mjúku dekkjum og Rosberg á fimm hringjum eldri umgang. Verstappen var á næstum 20 hringja gömlum dekkjum. Vettel tók fljótlega fram úr Verstappen og hóf að elta Hamilton. Rosberg tapaði forystunni til Hamilton sem var þá kominn í stöðu sem myndi gera hann að heimsmeistara.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21 Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52 Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21
Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52
Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15
Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09
Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44