Í hinum frjálsari verkum er konan stundum innbyggð í fígúrurnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2015 10:45 "Hann gerði mynd af mér án þess að ég þyrfti að sitja fyrir,“ segir Birgitta standandi við listaverkið af henni sjálfri. Vísir/GVA Birgitta Spur opnar dyrnar inn í Listasafn Íslands, Sigurjónssafn, á Laugarnestanga þar sem sýningin Gyðjur hefur nýlega verið sett upp. Hún er ekkja myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar. „Ég bý í húsinu sem hann Ragnar í Smára lét reisa handa okkur hér við hliðina. Það tilheyrir auðvitað safninu en einhvernsstaðar verða vondir að vera,“ segir hún glettnislega. Sýningarsalurinn er opinn gestum um helgar og Birgitta útskýrir merkingu þeirra listaverka sem þar blasa við. „Okkur sem tengjumst þessu safni datt í hug að gaman væri að setja upp sýningu með kvennaportrettum Sigurjóns í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi. Hann gerði ekki eins mörg portrett af konum og af körlum. Af yfir 200 portrettum Sigurjóns eru bara um tuttugu og fimm af konum. Á sýningunni eru átján en í hinum frjálsari verkum hans er konan stundum innbyggð í fígúrurnar svo við blöndum þeim saman við, þó þau séu meira abstrakt. Það er enginn vafi að Sigurjón hafði gaman af að vinna út frá konunni og kvenlíkamanum og viðhafði allskonar tilbrigði. Í kvenportettum hefur hann stundum verið að upphefja konuna í gyðjulíki, jafnvel þó portrettið sé af einhverri vissri, það er hluti af galdrinum. Sum verkin bera gyðjunöfn þannig okkur fannst tilhlýðilegt að sýningin bæri nafnið Gyðjur.“ Birgitta kveðst þekkja flestar konurnar í portrettunum. „Í sumum tilfellum var Sigurjón með ljósmyndir af konum og þær þekki ég ekki en hef kynnst öllum hinum.“ Spurð hvort hún hafi einhverntíma setið fyrir hjá honum svarar hún hlæjandi. „Hann gerði mynd af mér án þess að ég þyrfti að sitja fyrir. Hún er nú svolítið abstrakt enda hafði hann alveg frjálsar hendur við gerð hennar. Þetta var ekki pantað verk en hann gerði tilraunir með form og efni. Sýningin Gyðjur verður uppi við fram á vor en Sigurjónssafn verður lokað í desember og janúar. „Við opnum í kringum safnanótt aftur og höfum opið um helgar eftir það fram til vor. Kaffistofan verður opin á sama tíma.“ Bakar þú enn meðlætið sjálf. „Já, já, en þú þarft nú ekki að skrifa það.“ Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Birgitta Spur opnar dyrnar inn í Listasafn Íslands, Sigurjónssafn, á Laugarnestanga þar sem sýningin Gyðjur hefur nýlega verið sett upp. Hún er ekkja myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar. „Ég bý í húsinu sem hann Ragnar í Smára lét reisa handa okkur hér við hliðina. Það tilheyrir auðvitað safninu en einhvernsstaðar verða vondir að vera,“ segir hún glettnislega. Sýningarsalurinn er opinn gestum um helgar og Birgitta útskýrir merkingu þeirra listaverka sem þar blasa við. „Okkur sem tengjumst þessu safni datt í hug að gaman væri að setja upp sýningu með kvennaportrettum Sigurjóns í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi. Hann gerði ekki eins mörg portrett af konum og af körlum. Af yfir 200 portrettum Sigurjóns eru bara um tuttugu og fimm af konum. Á sýningunni eru átján en í hinum frjálsari verkum hans er konan stundum innbyggð í fígúrurnar svo við blöndum þeim saman við, þó þau séu meira abstrakt. Það er enginn vafi að Sigurjón hafði gaman af að vinna út frá konunni og kvenlíkamanum og viðhafði allskonar tilbrigði. Í kvenportettum hefur hann stundum verið að upphefja konuna í gyðjulíki, jafnvel þó portrettið sé af einhverri vissri, það er hluti af galdrinum. Sum verkin bera gyðjunöfn þannig okkur fannst tilhlýðilegt að sýningin bæri nafnið Gyðjur.“ Birgitta kveðst þekkja flestar konurnar í portrettunum. „Í sumum tilfellum var Sigurjón með ljósmyndir af konum og þær þekki ég ekki en hef kynnst öllum hinum.“ Spurð hvort hún hafi einhverntíma setið fyrir hjá honum svarar hún hlæjandi. „Hann gerði mynd af mér án þess að ég þyrfti að sitja fyrir. Hún er nú svolítið abstrakt enda hafði hann alveg frjálsar hendur við gerð hennar. Þetta var ekki pantað verk en hann gerði tilraunir með form og efni. Sýningin Gyðjur verður uppi við fram á vor en Sigurjónssafn verður lokað í desember og janúar. „Við opnum í kringum safnanótt aftur og höfum opið um helgar eftir það fram til vor. Kaffistofan verður opin á sama tíma.“ Bakar þú enn meðlætið sjálf. „Já, já, en þú þarft nú ekki að skrifa það.“
Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira