Spjallþátturinn er einn sá vinsælasti í heiminum en hann hóf göngu sína árið 2003 og þáttaröðin sem nú er sýnd í sjónvarpi er sú þrettánda.
Strangri tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin lauk fyrir skemmstu en sveitin hefur meira og minna verið á ferðalagi um heiminn frá því í vor. Platan sjálf fékk ágætar viðtökur og var um stund í þriðja sæti á bandaríska Billboard Top 200 listanum.