Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. vísir/anton Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. „Við áttum von á aðeins betri svörum við því sem við lögðum fram í gær [sunnudag] en þeim sem við fengum í dag [mánudag]. Það olli okkur hugarangri og við erum að reyna að leysa úr þessu,“ segir Árni um kjaraviðræður SFR, SLFÍ og Landssambands lögreglumanna við ríkið. Alvarleg staða myndaðist vegna verkfalla á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær þar sem erfiðlega gekk að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum Stöðvar tvö að ástandið væri grafalvarlegt. Vísir greindi í gær frá verkfallsbrotum kennara við Háskóla Íslands sem og verkfallsbrotum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, greindi frá því að kennarar við Háskólann hefðu fært kennslu í opnar stofur en flestar stofur voru læstar í gær vegna verkfalls SFR og verða það enn í dag. „Við lítum á þetta sem verkfallsbrot og það hefur ekki verið leyst úr því enn, allavega ekki í FB. Verkfallsverðir fara aftur á staðinn á morgun,“ segir Árni. „Við höfum reynt að höfða til kennara, sem hafa verið að teygja sig lengra en okkur finnst ásættanlegt, um að sýna okkur þá virðingu að gerast ekki brotleg. Minnug þess að við höfum staðið með kennurum þegar þeir hafa verið í verkfalli.“ Árni segir þær hækkanir sem félagsmenn fari fram á byggjast á þeim hækkunum sem aðrir hafa fengið. „Við sættum okkur ekki við annað og minna en aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa verið að rétta sinn hlut.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. „Við áttum von á aðeins betri svörum við því sem við lögðum fram í gær [sunnudag] en þeim sem við fengum í dag [mánudag]. Það olli okkur hugarangri og við erum að reyna að leysa úr þessu,“ segir Árni um kjaraviðræður SFR, SLFÍ og Landssambands lögreglumanna við ríkið. Alvarleg staða myndaðist vegna verkfalla á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær þar sem erfiðlega gekk að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum Stöðvar tvö að ástandið væri grafalvarlegt. Vísir greindi í gær frá verkfallsbrotum kennara við Háskóla Íslands sem og verkfallsbrotum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, greindi frá því að kennarar við Háskólann hefðu fært kennslu í opnar stofur en flestar stofur voru læstar í gær vegna verkfalls SFR og verða það enn í dag. „Við lítum á þetta sem verkfallsbrot og það hefur ekki verið leyst úr því enn, allavega ekki í FB. Verkfallsverðir fara aftur á staðinn á morgun,“ segir Árni. „Við höfum reynt að höfða til kennara, sem hafa verið að teygja sig lengra en okkur finnst ásættanlegt, um að sýna okkur þá virðingu að gerast ekki brotleg. Minnug þess að við höfum staðið með kennurum þegar þeir hafa verið í verkfalli.“ Árni segir þær hækkanir sem félagsmenn fari fram á byggjast á þeim hækkunum sem aðrir hafa fengið. „Við sættum okkur ekki við annað og minna en aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa verið að rétta sinn hlut.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00