Stöðva rekstur námu eftir mannskæða aurskriðu Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2015 21:15 Stór hluti heils þorps varð fyrir aurskriðunni. Vísir/EPA Yfirvöld í Brasilíu hafa ákveðið að stöðva rekstur járnnámu eftir að fjöldi fólks lét lífið í aurskriðu sem varð vegna rekstursins. Náman verður ekki opnuð aftur fyrr en að rannsókn á tildrögum skriðunnar hefur farið fram og sá mikli skaði sem hún olli hefur verið lagfærður, samkvæmt talskonu umhverfisráðherra landsins.Minnst fjórir létu lífið og um tuttugu er enn saknað.Vísir/EPASíðastliðinn fimmtudag brast stífla sem hélt aftur af úrgangi frá námunni, eins og skítugu vatni og miklu járnryki. Úr varð gífurleg aurskriða sem fór yfir þorpið Bento Rodrigues og gróf stærstan hluta þess undir skítugri leðju. Minnst fjórir létu lífið en tuttugu er enn saknað, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Líklegt þykir að fjöldi látinna muni hækka. Þá misstu rúmlega 600 manns heimili sín. Tvö fyrirtæki koma að rekstri námunnar. BHP Billiton frá Ástralíu og Vale frá Brasilíu. Til stendur að rannsaka hvort að jarðvegur hafi orðið fyrir mengun vegna slyssins.Samkvæmt Reuters eru uppi áhyggjur um ástand neysluvatns á mjög stóru svæði við námuna. Þá hafa árfarvegir stíflast og vatn rennur ekki að nokkrum byggðum svæðum. Björgunarmenn fundu í dag hund fastan í leðjunni og var honum bjargað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá AFP.A fireman rescues a dog trapped in the mud that swept through the village of Bento Rodrigues, Brazil pic.twitter.com/Kul0MBO8ua— Agence France-Presse (@AFP) November 9, 2015 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Yfirvöld í Brasilíu hafa ákveðið að stöðva rekstur járnnámu eftir að fjöldi fólks lét lífið í aurskriðu sem varð vegna rekstursins. Náman verður ekki opnuð aftur fyrr en að rannsókn á tildrögum skriðunnar hefur farið fram og sá mikli skaði sem hún olli hefur verið lagfærður, samkvæmt talskonu umhverfisráðherra landsins.Minnst fjórir létu lífið og um tuttugu er enn saknað.Vísir/EPASíðastliðinn fimmtudag brast stífla sem hélt aftur af úrgangi frá námunni, eins og skítugu vatni og miklu járnryki. Úr varð gífurleg aurskriða sem fór yfir þorpið Bento Rodrigues og gróf stærstan hluta þess undir skítugri leðju. Minnst fjórir létu lífið en tuttugu er enn saknað, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Líklegt þykir að fjöldi látinna muni hækka. Þá misstu rúmlega 600 manns heimili sín. Tvö fyrirtæki koma að rekstri námunnar. BHP Billiton frá Ástralíu og Vale frá Brasilíu. Til stendur að rannsaka hvort að jarðvegur hafi orðið fyrir mengun vegna slyssins.Samkvæmt Reuters eru uppi áhyggjur um ástand neysluvatns á mjög stóru svæði við námuna. Þá hafa árfarvegir stíflast og vatn rennur ekki að nokkrum byggðum svæðum. Björgunarmenn fundu í dag hund fastan í leðjunni og var honum bjargað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá AFP.A fireman rescues a dog trapped in the mud that swept through the village of Bento Rodrigues, Brazil pic.twitter.com/Kul0MBO8ua— Agence France-Presse (@AFP) November 9, 2015
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira