„Feitar“ íslenskar stelpur svara fyrir sig: „Good luck getting laid in Iceland“ Bjarki Ármannsson skrifar 6. nóvember 2015 22:25 Margar íslenskar konur hafa brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði. Vísir Óhætt er að segja að ummæli Austurríkismannanna Thomas Meneweger og Peter Kreyci í samtali við blaðamann Vísis á Airwaves-hátíðinni í gær hafi ekki slegið í gegn meðal íslenskra netverja. Þeir félagar voru spurðir út í upplifun sína af Íslandi og bar holdafar íslenskra kvenna meðal annars á góma.Thomas og Peter gleyma ferð sinni til Íslands sennilega ekki í bráð.Vísir/KTD„Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ sagði Peter. Þetta þótti mörgum lesendum stórmerkileg athugasemd, kannski ekki síst í ljósi þess að þeir Peter og Thomas voru sjálfir að borða skyndibita þegar blaðamann bar að garði. „Ég er ekki stelpa,“ sagði Peter þegar honum var bent á þetta. Margir hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt þá félaga (og raunar Vísi líka) fyrir þessi ummæli sem Peter hafði eftir óþekktum íslenskum vini. Vilja margir meina að þau beri merki um kvenfyrirlitningu og hafa margar íslenskar konur brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði til að hæðast að honum. Margar hafa deilt myndum sínum og skilaboðum á Facebook-hópinn Beauty Tips eða á sínar eigin síður. Nokkrar vel valdar eru birtar hér að neðan, með leyfi eigenda myndanna.Þær Brynja og Heiður Anna fengu sér pítsu og merktu Peter á myndinni.Just two "a bit too fat" icelandic girls eating 2 much skyndibitiPosted by Brynja Helgadóttir on 6. nóvember 2015Mynd/Nanna HermannsdóttirNanna Hermannsdóttir fékk sér hamborgara og óskaði þeim félögum í einkaskilaboðum góðs gengis með að komast á sjéns á Íslandi.Mynd/Þórhildur Sunna ÆvarsdóttirÞórhildur og vinkona segja skál við Peter - með munninn fullan af frönskum.Mynd/Linda Steinarsdóttir„Nennir einhver að segja þeim að troða þessum frönskum upp í rassgatið á sér,“ spurði Linda með þessari mynd á Beauty Tips. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Óhætt er að segja að ummæli Austurríkismannanna Thomas Meneweger og Peter Kreyci í samtali við blaðamann Vísis á Airwaves-hátíðinni í gær hafi ekki slegið í gegn meðal íslenskra netverja. Þeir félagar voru spurðir út í upplifun sína af Íslandi og bar holdafar íslenskra kvenna meðal annars á góma.Thomas og Peter gleyma ferð sinni til Íslands sennilega ekki í bráð.Vísir/KTD„Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ sagði Peter. Þetta þótti mörgum lesendum stórmerkileg athugasemd, kannski ekki síst í ljósi þess að þeir Peter og Thomas voru sjálfir að borða skyndibita þegar blaðamann bar að garði. „Ég er ekki stelpa,“ sagði Peter þegar honum var bent á þetta. Margir hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt þá félaga (og raunar Vísi líka) fyrir þessi ummæli sem Peter hafði eftir óþekktum íslenskum vini. Vilja margir meina að þau beri merki um kvenfyrirlitningu og hafa margar íslenskar konur brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði til að hæðast að honum. Margar hafa deilt myndum sínum og skilaboðum á Facebook-hópinn Beauty Tips eða á sínar eigin síður. Nokkrar vel valdar eru birtar hér að neðan, með leyfi eigenda myndanna.Þær Brynja og Heiður Anna fengu sér pítsu og merktu Peter á myndinni.Just two "a bit too fat" icelandic girls eating 2 much skyndibitiPosted by Brynja Helgadóttir on 6. nóvember 2015Mynd/Nanna HermannsdóttirNanna Hermannsdóttir fékk sér hamborgara og óskaði þeim félögum í einkaskilaboðum góðs gengis með að komast á sjéns á Íslandi.Mynd/Þórhildur Sunna ÆvarsdóttirÞórhildur og vinkona segja skál við Peter - með munninn fullan af frönskum.Mynd/Linda Steinarsdóttir„Nennir einhver að segja þeim að troða þessum frönskum upp í rassgatið á sér,“ spurði Linda með þessari mynd á Beauty Tips.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning