„Ég geng mikið í síðum fötum og fékk hugmyndina að laginu út frá þeim stíl. XL er nýjasta lagið mitt af komandi mixtape sem kemur vonandi út snemma á næsta ári. Ég og vinur minn Jón Bjarni Þórðarson unnum lagið saman, hann gerði taktinn og mixar öll lögin mín.“
Stefán segir að hann eigi Jóni mikið að þakka.
„Við munum einnig vinna mixtape-ið saman. Áður fyrr hef ég verið að vinna með Joe Frazier og Whyrun en þeir munu líklegast einnig koma að verkefninu. Myndbandið var skotið og leikstýrt af Jóhanni Bjarna Péturssyni, það var tekið á tveimur dögum og allt gekk hratt fyrir sig og hefur hann tekið upp og klippt öll tónlistarmyndböndin mín.“