Bein útsending: Björk á blaðamannafundi í Gamla bíó 6. nóvember 2015 10:26 Uppfært: Fundinum er lokið. Upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan. Umhverfisverndarsinnarnir Andri Snær Magnason og Björk Guðmundsdóttir eru á meðal þeirra sem boðað hafa til blaðamannafundar í Gamla bíó í dag klukkan 11. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Okkur þykir mikilvægt að sjónarmið náttúruverndar komi fram í umfjöllun um sæstreng í Bretlandi og því mun Björk og hópurinn sem stendur að Gætum Garðins í Landvernd og NSÍ hitta erlenda blaðamenn sem komnir eru á Airwaves,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður spilarinn aðgengilegur hér að ofan rétt fyrir fundinn.Tilkynning frá Andra Snæ vegna fundarins má lesa að neðan:Nú eru á Íslandi fjölmargir blaðamenn í tengslum við Iceland Airwaves. Í breskum fjölmiðlum á undanförnum vikum eftir heimsókn Camerons til Íslands hafa menn ýjað að því að Ísland gæti nánast knúið Bretland með ,„eldfjöllum“.Það er ómögulegt að ímynda sér hvaðan orkan á að koma í slíkan streng, nú þegar fyrir liggja þrjú kísilver auk Silikor verksmiðju í Hvalfirði, óklárað álver í Helguvík og Álver á Hafursstöðum.Okkur þykir mikilvægt að sjónarmið náttúruverndar komi fram í umfjöllun um sæstreng í Bretlandi og því mun Björk og hópurinn sem stendur að Gætum Garðins í Landvernd og NSÍ hitta erlenda blaðamenn sem komnir eru á Airwaves.Ósnortin Náttúra Íslands er þegar orðin okkar helsta tekjulind og hún skapar framtakssömu fólki atvinnu um allt land.Sofandaháttur og stefnuleysi ógna nú Náttúru landsins.Það er mikilvægt að í umfjöllun um sæstreng verði hagsmunir náttúru Íslands í fyrirrúmi, enda er hún fugl í hendi sem er ástæðulaust að fórna fyrir fugl í skógi.Nú liggur fyrir umhverfismat vegna háspennulínu yfir Sprengisand og tregða Landsnets til að líta á jarðstengi, vilji þeirra til að varpa kostnaði á uppbyggingu raflína vegna stóriðju á almenning er eitthvað sem fjölmiðlar eiga að fylgjast grannt með.Það er mikilvægt að menn geri hreint fyrir sínum dyrum varðandi mannvirkjabelti yfir Spengisand og hvort áform í Skrokköldu, Hágöngum og Skjálfandafljóti séu forsendur línunnar. Allt of oft hefur orkugeirinn skammtað fólki naumar upplýsingar.Við eigum okkur draum um glæsilegan Þjóðgarð á miðhálendi Íslands þar sem einstök náttúran nýtur verndar. Airwaves Björk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Uppfært: Fundinum er lokið. Upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan. Umhverfisverndarsinnarnir Andri Snær Magnason og Björk Guðmundsdóttir eru á meðal þeirra sem boðað hafa til blaðamannafundar í Gamla bíó í dag klukkan 11. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Okkur þykir mikilvægt að sjónarmið náttúruverndar komi fram í umfjöllun um sæstreng í Bretlandi og því mun Björk og hópurinn sem stendur að Gætum Garðins í Landvernd og NSÍ hitta erlenda blaðamenn sem komnir eru á Airwaves,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður spilarinn aðgengilegur hér að ofan rétt fyrir fundinn.Tilkynning frá Andra Snæ vegna fundarins má lesa að neðan:Nú eru á Íslandi fjölmargir blaðamenn í tengslum við Iceland Airwaves. Í breskum fjölmiðlum á undanförnum vikum eftir heimsókn Camerons til Íslands hafa menn ýjað að því að Ísland gæti nánast knúið Bretland með ,„eldfjöllum“.Það er ómögulegt að ímynda sér hvaðan orkan á að koma í slíkan streng, nú þegar fyrir liggja þrjú kísilver auk Silikor verksmiðju í Hvalfirði, óklárað álver í Helguvík og Álver á Hafursstöðum.Okkur þykir mikilvægt að sjónarmið náttúruverndar komi fram í umfjöllun um sæstreng í Bretlandi og því mun Björk og hópurinn sem stendur að Gætum Garðins í Landvernd og NSÍ hitta erlenda blaðamenn sem komnir eru á Airwaves.Ósnortin Náttúra Íslands er þegar orðin okkar helsta tekjulind og hún skapar framtakssömu fólki atvinnu um allt land.Sofandaháttur og stefnuleysi ógna nú Náttúru landsins.Það er mikilvægt að í umfjöllun um sæstreng verði hagsmunir náttúru Íslands í fyrirrúmi, enda er hún fugl í hendi sem er ástæðulaust að fórna fyrir fugl í skógi.Nú liggur fyrir umhverfismat vegna háspennulínu yfir Sprengisand og tregða Landsnets til að líta á jarðstengi, vilji þeirra til að varpa kostnaði á uppbyggingu raflína vegna stóriðju á almenning er eitthvað sem fjölmiðlar eiga að fylgjast grannt með.Það er mikilvægt að menn geri hreint fyrir sínum dyrum varðandi mannvirkjabelti yfir Spengisand og hvort áform í Skrokköldu, Hágöngum og Skjálfandafljóti séu forsendur línunnar. Allt of oft hefur orkugeirinn skammtað fólki naumar upplýsingar.Við eigum okkur draum um glæsilegan Þjóðgarð á miðhálendi Íslands þar sem einstök náttúran nýtur verndar.
Airwaves Björk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira