Fyrr í vikunni kom út nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You með kanadísku poppstjörnunni. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 15 milljónir manns horft á myndbandið á Youtube. Myndbandið var allt tekið upp á Íslandi og er strax farið að tala um eina mestu landkynningu Íslands fyrr og síðar.
Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Það er tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Seljalandsfoss og að Sólheimasandi.