Mál hjúkrunarfræðingsins getur haft alvarlegt fordæmi Birgir Olgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 13:44 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur setið réttarhöldin yfir hjúkrunarfræðingnum sem er sakaður um manndráp af gáleysi. Vísir „Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt mál,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp af gáleysi. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um vanrækslu sem leiddi til dauða sjúklings í október árið 2012 með því að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Varð það til þess að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér en ekki frá sér og kafnaði. Sjá einnig: Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar Ólafur sat aðalmeðferð málsins í gær og einnig munnleg málflutning ákæruvaldsins og verjenda í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir þetta mál setja alla heilbrigðisstarfsmenn í óvissu. „Því þeim er gert að starfa hér í starfsumhverfi sem er mjög óæskilegt. Mönnun er óæskileg, og starfsumhverfið er slæmt. Þeir búa við það að eiga hættu á að vera ákærðir fyrir manndráp af gáleysi eða þær aðstæður sem þeim er búin af ríkinu verði til þess að þeir verða ákærðir. Það er mjög alvarlegt og ég held að þetta muni hafa áhrif á það hvort heilbrigðisstarfsmenn treysti sér að starfa við þær aðstæður sem þeim er boðið upp á,“ segir Ólafur. Sjá einnig: Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Við munnlegan málflutning í morgun sagði verjenda Landspítalans að þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér verði hjúkrunarfræðingurinn fundinn sekur. Mun það verða til þess að heilbrigðisstarfsmenn muni ekki þora að segja frá mistökum af ótta við ákæru og þá sé ómögulegt að læra af mistökum sem muni veikja heilbrigðiskerfið til muna. Ólafur tekur undir þetta sjónarmið. „Það sem maður vill gera þegar eitthvað svona kemur upp er að læra af atvikinu. Ef þú átt hættu að verða ákærður eða kollegi þinn fyrir að gera mistök þá er hætta á því að fólk segi ekki frá því. Það er sú menning sem við viljum alls ekki skapa hér á landi því öryggi sjúklinga á að vera númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur sem vonast eftir því að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Sjá einnig: Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
„Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt mál,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp af gáleysi. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um vanrækslu sem leiddi til dauða sjúklings í október árið 2012 með því að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Varð það til þess að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér en ekki frá sér og kafnaði. Sjá einnig: Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar Ólafur sat aðalmeðferð málsins í gær og einnig munnleg málflutning ákæruvaldsins og verjenda í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir þetta mál setja alla heilbrigðisstarfsmenn í óvissu. „Því þeim er gert að starfa hér í starfsumhverfi sem er mjög óæskilegt. Mönnun er óæskileg, og starfsumhverfið er slæmt. Þeir búa við það að eiga hættu á að vera ákærðir fyrir manndráp af gáleysi eða þær aðstæður sem þeim er búin af ríkinu verði til þess að þeir verða ákærðir. Það er mjög alvarlegt og ég held að þetta muni hafa áhrif á það hvort heilbrigðisstarfsmenn treysti sér að starfa við þær aðstæður sem þeim er boðið upp á,“ segir Ólafur. Sjá einnig: Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Við munnlegan málflutning í morgun sagði verjenda Landspítalans að þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér verði hjúkrunarfræðingurinn fundinn sekur. Mun það verða til þess að heilbrigðisstarfsmenn muni ekki þora að segja frá mistökum af ótta við ákæru og þá sé ómögulegt að læra af mistökum sem muni veikja heilbrigðiskerfið til muna. Ólafur tekur undir þetta sjónarmið. „Það sem maður vill gera þegar eitthvað svona kemur upp er að læra af atvikinu. Ef þú átt hættu að verða ákærður eða kollegi þinn fyrir að gera mistök þá er hætta á því að fólk segi ekki frá því. Það er sú menning sem við viljum alls ekki skapa hér á landi því öryggi sjúklinga á að vera númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur sem vonast eftir því að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Sjá einnig: Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira