Samfélagsmiðillinn sem Facebook virðist óttast Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2015 11:30 Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil. Vísir/Getty Tiltölulega nýr samfélagsmiðill virðist hafa valdið ókyrrð í höfuðstöðvum tæknirisans Facebook. Á dögunum komu forsvarsmenn Facebook í veg fyrir að notendur Tsu gætu birt færslur á Facebook og jafnframt var öllum færslum og tenglum við Tsu eytt. Það sem gerir hinn rúmlega ársgamla Tsu nokkuð einstakt er að notendum samfélagsmiðilsins fá greitt fyrir að vera þar. 90 prósent þeirra auglýsingatekna sem fyrirtækið aflað verður dreift á notendur. Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil.Hér má sjá hvað kemur upp þegar reynt er að deila linka á Tsu á Facebook.Stofnandi miðilsins, Sebastian Sobczak, hefur sagt opinberlega að notendur samfélagsmiðla eigi að fá greitt fyrir efni sitt þar sem samfélagsmiðlar reiða sig á efni þeirra. Til þess að komast inn á Tsu þarf að setja inn notendanafn sem þegar er í notkun á samfélagsmiðlinum. Hins vegar skiptir það máli við tekjudreifingu Tsu hve stórt vinanet notenda er. Hve mikið hver notandi fær borgað byggir á fjölda vina og hve marga hver notandi hefur fengið til að skrá sig á Tsu og koll af kolli. Þá skiptir einnig máli hve margar færslur hver notandi setur inn, sem þýðir aðeins eitt: Búið ykkur undir margar myndir af hvetjandi texta, líkamsræktarmyndum og upplýsingum um hvað köttur vinar þíns gerði í dag. Þar að auki er ekki útlit fyrir að gróði hvers og eins notenda sé mikill. Þrátt fyrir að Tsu virðist hafa skotið forsvarsmönnum Facebook skelk í bringu, vakna spurningar um hvort að þessi smái samfélagsmiðill muni ekki þurfa að gefast upp á endanum. Enda hafa margir reynt að skáka Facebook og þar af tæknirisar á borð við Google. Hingað til hefur þó engum tekist að velta Facebook úr sessi.Hér má sjá viðtal við Sobczak frá því í febrúar. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tiltölulega nýr samfélagsmiðill virðist hafa valdið ókyrrð í höfuðstöðvum tæknirisans Facebook. Á dögunum komu forsvarsmenn Facebook í veg fyrir að notendur Tsu gætu birt færslur á Facebook og jafnframt var öllum færslum og tenglum við Tsu eytt. Það sem gerir hinn rúmlega ársgamla Tsu nokkuð einstakt er að notendum samfélagsmiðilsins fá greitt fyrir að vera þar. 90 prósent þeirra auglýsingatekna sem fyrirtækið aflað verður dreift á notendur. Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil.Hér má sjá hvað kemur upp þegar reynt er að deila linka á Tsu á Facebook.Stofnandi miðilsins, Sebastian Sobczak, hefur sagt opinberlega að notendur samfélagsmiðla eigi að fá greitt fyrir efni sitt þar sem samfélagsmiðlar reiða sig á efni þeirra. Til þess að komast inn á Tsu þarf að setja inn notendanafn sem þegar er í notkun á samfélagsmiðlinum. Hins vegar skiptir það máli við tekjudreifingu Tsu hve stórt vinanet notenda er. Hve mikið hver notandi fær borgað byggir á fjölda vina og hve marga hver notandi hefur fengið til að skrá sig á Tsu og koll af kolli. Þá skiptir einnig máli hve margar færslur hver notandi setur inn, sem þýðir aðeins eitt: Búið ykkur undir margar myndir af hvetjandi texta, líkamsræktarmyndum og upplýsingum um hvað köttur vinar þíns gerði í dag. Þar að auki er ekki útlit fyrir að gróði hvers og eins notenda sé mikill. Þrátt fyrir að Tsu virðist hafa skotið forsvarsmönnum Facebook skelk í bringu, vakna spurningar um hvort að þessi smái samfélagsmiðill muni ekki þurfa að gefast upp á endanum. Enda hafa margir reynt að skáka Facebook og þar af tæknirisar á borð við Google. Hingað til hefur þó engum tekist að velta Facebook úr sessi.Hér má sjá viðtal við Sobczak frá því í febrúar.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira