Facebook auðveldar ástarsorg Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2015 20:59 Gwen Stefani og Gavin Rossdale þyrftu lítið að sjá af hvort öðru með nýjungum Facebook. Vísir/Getty Facebook er um þessar mundir að prufukeyra nýjung sem leyfir þeim sem hafa nýlega lent í sambandsslitum að minnka það sem þeir sjá frá fyrrverandi, án þess að þurfa að hætta að vera vinur viðkomandi á samfélagsmiðlinum. Nýjungin „Take a Break" kemur upp eftir að sambandsslit eru gerð opinber á Facebook. Með henni er hægt að takmarka hvað maður sér frá fyrrverandi og hvað fyrrverandi sér frá manni á fréttaveitunni (e. News Feed). Ef valið er að „sjá minna" þá mun fyrrverandi hverfa af fréttaveitunni, auk þess verður manni ekki boðið að setja hann inn á myndir. Hins vegar getur maður áfram séð heimasíðu viðkomandi. Maður getur líka valið að takmarka hvað fyrrverandi sér frá manni sjálfum. Með þeirri stillingu sér fyrrverandi ekki nýjar stöðuuppfærslur eða myndir hjá manni. Forsvarsmenn Facebook hafa uppgötvað að mörgum þyki minningar á samfélagsmiðlinum óþægilegar og því má koma í veg fyrir að þær birtist. Það má afturkalla allar þessar breytingar þegar sárin af sambandsslitunum eru búin að gróa. Fyrrverandi verður ekki látinn vita að maður hafi sett á þessar stillingar. Í augnablikinu er verið að prufukeyra þetta í Bandaríkjunum en búist er við að notendur víða fái þennan möguleika innan skamms. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Facebook er um þessar mundir að prufukeyra nýjung sem leyfir þeim sem hafa nýlega lent í sambandsslitum að minnka það sem þeir sjá frá fyrrverandi, án þess að þurfa að hætta að vera vinur viðkomandi á samfélagsmiðlinum. Nýjungin „Take a Break" kemur upp eftir að sambandsslit eru gerð opinber á Facebook. Með henni er hægt að takmarka hvað maður sér frá fyrrverandi og hvað fyrrverandi sér frá manni á fréttaveitunni (e. News Feed). Ef valið er að „sjá minna" þá mun fyrrverandi hverfa af fréttaveitunni, auk þess verður manni ekki boðið að setja hann inn á myndir. Hins vegar getur maður áfram séð heimasíðu viðkomandi. Maður getur líka valið að takmarka hvað fyrrverandi sér frá manni sjálfum. Með þeirri stillingu sér fyrrverandi ekki nýjar stöðuuppfærslur eða myndir hjá manni. Forsvarsmenn Facebook hafa uppgötvað að mörgum þyki minningar á samfélagsmiðlinum óþægilegar og því má koma í veg fyrir að þær birtist. Það má afturkalla allar þessar breytingar þegar sárin af sambandsslitunum eru búin að gróa. Fyrrverandi verður ekki látinn vita að maður hafi sett á þessar stillingar. Í augnablikinu er verið að prufukeyra þetta í Bandaríkjunum en búist er við að notendur víða fái þennan möguleika innan skamms.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira