Dönsum á mörkum hrolls og húmors Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 13:30 Inga Huld og Rósa sýna sitt fyrsta dansverk í fullri lengd á sviði Tjarnarbíós í kvöld en eiga eftir að sýna það úti í Belgíu þar sem þær eru búsettar. Vísir/GVA „Við Inga Huld sömdum dansverkið The Valley og unnum það í miklu samstarfi við tónlistarmanninn og sviðsmyndahönnuðinn Sveinbjörn Thorarensen sem er betur þekktur sem Hermigervill. Nú vinnum við með Rögnu Þórunni Ragnarsdóttur sviðsmyndahönnuði og ljósahönnuðinum Arnari Ingvarssyni líka,“ segir Rósa Ómarsdóttir sem dansar á sviði Tjarnarbíós í kvöld ásamt Ingu Huld Hákonardóttur. Um frumsýningu er að ræða og Rósa lýsir verkinu í orðum, eftir því sem hægt er. „Við vinnum út frá vissri hugmynd sem byggist á hljóðgerð í kvikmyndum. Það er jú alltaf manneskja einhvers staðar á bak við sem framkallar hljóð í bíómyndum með hinum ýmsu hlutum. Til dæmis er sellerí notað til að túlka beinbrot! Eftir rannsókn á þessari list fórum við að hugsa um hvernig hljóð og hreyfingar koma saman, búum til heim með hljóðum og svo dans sem passar inn í þann heim. Þetta vindur svona upp á sig þangað til ekki er ljóst lengur hvað er að stjórna hverju. Þema verksins er það sem heitir á ensku The uncanny Valley sem er best þýtt sem Kynlegi dalurinn. Það er vel þekkt í tölvuteikningu og vélmennagerð þegar eitthvað sem er manngert verður of líkt einhverju lifandi og veldur óþægindum hjá þeim sem upplifir það. Vélmenni sem er of líkt lifandi persónu vekur fólki óhug. Við leikum okkur á mörkum hrolls og húmors, reynum að dvelja í þessum dal og vonum að áhorfandinn upplifi það með okkur.“ Menning Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við Inga Huld sömdum dansverkið The Valley og unnum það í miklu samstarfi við tónlistarmanninn og sviðsmyndahönnuðinn Sveinbjörn Thorarensen sem er betur þekktur sem Hermigervill. Nú vinnum við með Rögnu Þórunni Ragnarsdóttur sviðsmyndahönnuði og ljósahönnuðinum Arnari Ingvarssyni líka,“ segir Rósa Ómarsdóttir sem dansar á sviði Tjarnarbíós í kvöld ásamt Ingu Huld Hákonardóttur. Um frumsýningu er að ræða og Rósa lýsir verkinu í orðum, eftir því sem hægt er. „Við vinnum út frá vissri hugmynd sem byggist á hljóðgerð í kvikmyndum. Það er jú alltaf manneskja einhvers staðar á bak við sem framkallar hljóð í bíómyndum með hinum ýmsu hlutum. Til dæmis er sellerí notað til að túlka beinbrot! Eftir rannsókn á þessari list fórum við að hugsa um hvernig hljóð og hreyfingar koma saman, búum til heim með hljóðum og svo dans sem passar inn í þann heim. Þetta vindur svona upp á sig þangað til ekki er ljóst lengur hvað er að stjórna hverju. Þema verksins er það sem heitir á ensku The uncanny Valley sem er best þýtt sem Kynlegi dalurinn. Það er vel þekkt í tölvuteikningu og vélmennagerð þegar eitthvað sem er manngert verður of líkt einhverju lifandi og veldur óþægindum hjá þeim sem upplifir það. Vélmenni sem er of líkt lifandi persónu vekur fólki óhug. Við leikum okkur á mörkum hrolls og húmors, reynum að dvelja í þessum dal og vonum að áhorfandinn upplifi það með okkur.“
Menning Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning