Platan kemur út á föstudag en ljóst er að margir verða búnir að hlusta á hana í heild sinni áður en það gerist. Lögin eru nú þegar byrjuð að raðast inn á Youtube en umsjónarmenn síðunnar keppast við að taka þau út jafnharðan.
Á Twitter má sjá mynd af einstaklingi hef hefur geisladiskinn í höndunum og spyr hvort rétt sé að leka lögunum á netið. Diskinn segir notandinn hann hafi fengið úr Target verslun en stjórnendur keðjunnar hafa þvertekið fyrir að diskurinn sé þaðan.
Plata Adele er langt frá því að vera fyrsta stóra platan sem lekur á netið í ár en stór hluti nýrra platna lekur áður en kemur að útgáfu þeirra. Til dæmis nægir að nefna Vulnicura, plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, en útgáfu hennar var flýtt í kjölfar þess að hún lak á netið.
Trying not to let myself listen to the Adele leak like pic.twitter.com/U6Su9QJmXB
— Eric (@MrEAnders) November 18, 2015
Holy sh*t, @Adele’s ’25’ just leaked: https://t.co/q3wUmWvYSk pic.twitter.com/sN0ahGsF7A
— NYLON (@NylonMag) November 18, 2015
When you find that Adele leak. pic.twitter.com/Gjer7w9zzL
— Tom Mantzouranis (@themantz) November 18, 2015