
Hrafnhildur og Eygló nálægt bestu tímum Evrópu

Báðar bættu Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram í Ásvallalaug á tímum sem eru meðal þeirra bestu í Evrópu á tímabilinu.
Íslandsmetsjöfnun Hrafnhildar í 50 m bringusundi er fimmti besti tími Evrópu á tímabilinu en hún synti á 30,67 sekúndum og jafnaði eigið met í greininni.
Í dag bætti svo Eygló Ósk eigið met í 100 m baksundi er hún synti á 58,40 sekúndum en það er sjötti besti tíminn í greininni í Evrópu.
Evrópumeistaramótið í 25 m laug fer fram í Netanya í Ísrael í næsta mánuði og eru þær báðar líklegar til afreka þar.
Tengdar fréttir

SH með tvö Íslandsmet | Fimmta met Hrafnhildar
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, er hvergi nærri hætt að slá Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallarlaug um helgina.

Hoppaði af kæti þegar ég frétti að við yrðum með
Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttur voru báðar valdar í úrvalslið Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Indianapolis. Þar keppa margar af skærustu sundstjörnum heims.

Eygló Ósk með Íslandsmet í baksundi
Eygló Ósk Gústafsdóttir, úr Ægi, setti Íslandsmet 100 metra baksundi á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem haldið er í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Hrafnhildur fer á kostum í Ásvallalaug og sló fjórða Íslandsmetið
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, heldur áfram að fara á kostum á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í heimabæ Hrafnhildar, Hafnarfirði.

Hrafnhildur byrjar af krafti
Bætti Íslandsmetið í 100 m bringusundi á Íslandsmótinu í 25 m laug.

Hrafnhildur jafnaði eigið Íslandsmet
Hafði bætt fimm Íslandsmet á ÍM í 25 m laug og jafnaði það sjötta í dag.

Eygló og Hrafnhildur mæta Bandaríkjunum með úrvalsliði Evrópu
Sunddrottningarnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fyrstar Íslendinga valdar í Evrópuúrvalið.

Hrafnhildur stórbætti met Eyglóar
Hrafnhildur Lúthersdóttir heldur áfram að gera það gott í lauginni.

Íslandsmet hjá sveit SH í fjórsundi
Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar bætti í dag Íslandsmetið í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi, en Íslandsmótið í 25 metra laug fer fram í Hafnarfirði um helgina.

Sjöunda Íslandsmetið hjá Hrafnhildi
Stórbætti met Eyglóar Óskar Gústafsdóttur í 400 m fjórsundi.