Skórinn tákn um ferðalög í víðum skilningi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 10:45 Bryndís Björgvinsdóttir textílhönnuður vann bæði með balknesku konunum í Slóveníu og innflytjendakonunum á Íslandi. Mynd/Guðrún Lilja „Skórinn er þema sýningarinnar. Hann er þar tákn um ferðalög í víðum skilningi,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, um sýninguna Á inniskónum til Íslands sem hún er að setja upp í Grófarhúsinu. „Líkt og íslenskar konur saumuðu sauðskinnsskó í gamla daga hafa konur á Balkanskaganum búið til sína eigin inniskó frá barnæsku. Þær þekkja handverkshefðina og á sýningunni má sjá þeirra eigin persónulegu útfærslu af slíkum skóm,“ segir Guðrún Lilja og útskýrir nánar.Kátar konur við prjónaskap í Slóveníu.„Verkefnið Balkan Slippers on the way to Iceland var sett á laggirnar fyrir atvinnulausar konur sem flust hafa til Slóveníu frá vestur-balkönsku löndunum í kring. Með verkefninu var mynduð ný menningarbrú á milli Slóveníu og Íslands með fulltingi Bryndísar Björgvinsdóttur textíllistakonu sem tók þátt í verkefninu.“ Að sögn Guðrúnar Lilju leiddi Bryndís Björgvinsdóttir líka vinnustofu fyrir innflytjendakonur hér á Íslandi. „Þar voru búnir til annars konar inniskór, saumaðir í tau og á sýningunni eru þeir hengdir upp sem eitt listaverk.“ Sýningin verður opnuð á morgun, laugardag, klukkan 15 og stendur til 29. nóvember. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Skórinn er þema sýningarinnar. Hann er þar tákn um ferðalög í víðum skilningi,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, um sýninguna Á inniskónum til Íslands sem hún er að setja upp í Grófarhúsinu. „Líkt og íslenskar konur saumuðu sauðskinnsskó í gamla daga hafa konur á Balkanskaganum búið til sína eigin inniskó frá barnæsku. Þær þekkja handverkshefðina og á sýningunni má sjá þeirra eigin persónulegu útfærslu af slíkum skóm,“ segir Guðrún Lilja og útskýrir nánar.Kátar konur við prjónaskap í Slóveníu.„Verkefnið Balkan Slippers on the way to Iceland var sett á laggirnar fyrir atvinnulausar konur sem flust hafa til Slóveníu frá vestur-balkönsku löndunum í kring. Með verkefninu var mynduð ný menningarbrú á milli Slóveníu og Íslands með fulltingi Bryndísar Björgvinsdóttur textíllistakonu sem tók þátt í verkefninu.“ Að sögn Guðrúnar Lilju leiddi Bryndís Björgvinsdóttir líka vinnustofu fyrir innflytjendakonur hér á Íslandi. „Þar voru búnir til annars konar inniskór, saumaðir í tau og á sýningunni eru þeir hengdir upp sem eitt listaverk.“ Sýningin verður opnuð á morgun, laugardag, klukkan 15 og stendur til 29. nóvember.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira