Spila á flautu og píanó, syngja, hrópa og kalla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 13:00 Emilía Rós og Ástríður Alda hafa leikið saman síðustu ár og gáfu meðal annars út geisladiskinn Portrait 2012 sem hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013. Mynd/úr einkasafni „Það er vel þekkt tækni að syngja í flautuna um leið og maður spilar og Ásta syngur líka af og til við píanóið,“ segir Emilía Rós Sigurðardóttir flautuleikari glaðlega um tónleikana Röddin, sem hún og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari halda í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudaginn klukkan 20. Á dagskránni eru verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Beat Furrers og Kaiju Saariaho og svo frumflytja þær stöllur nýtt verk eftir tónskáldið og flautuleikarann Kolbein Bjarnason sem hann samdi sérstaklega af þessu tilefni. Verkin eiga það sameiginlegt að styðjast við brot úr ljóðum ólíkra skálda, svo sem Plath, Eliots, Prousts og Thors Vilhjálmssonar. „Það er talsverður texti í verkinu hans Atla Heimis sem við hrópum og köllum – og reyndar líka í verkinu hans Kolbeins, því hann varð fyrir áhrifum af verkinu hans Atla Heimis þegar það var frumflutt 1975 eða 6,“ segir Emilía Rós. „Já, ef þú vilt vita þá kemur gjallarhorn líka við sögu!“ Tónleikarnir tilheyra tónleikaröðinni Hljóðön. Hún er tileinkuð tónlist frá 20. og 21. öldinni þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það er vel þekkt tækni að syngja í flautuna um leið og maður spilar og Ásta syngur líka af og til við píanóið,“ segir Emilía Rós Sigurðardóttir flautuleikari glaðlega um tónleikana Röddin, sem hún og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari halda í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudaginn klukkan 20. Á dagskránni eru verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Beat Furrers og Kaiju Saariaho og svo frumflytja þær stöllur nýtt verk eftir tónskáldið og flautuleikarann Kolbein Bjarnason sem hann samdi sérstaklega af þessu tilefni. Verkin eiga það sameiginlegt að styðjast við brot úr ljóðum ólíkra skálda, svo sem Plath, Eliots, Prousts og Thors Vilhjálmssonar. „Það er talsverður texti í verkinu hans Atla Heimis sem við hrópum og köllum – og reyndar líka í verkinu hans Kolbeins, því hann varð fyrir áhrifum af verkinu hans Atla Heimis þegar það var frumflutt 1975 eða 6,“ segir Emilía Rós. „Já, ef þú vilt vita þá kemur gjallarhorn líka við sögu!“ Tónleikarnir tilheyra tónleikaröðinni Hljóðön. Hún er tileinkuð tónlist frá 20. og 21. öldinni þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir.
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira