Elísabet: „Ekki eins klár í að fela skuldir með skatt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 12:00 Elísabet Gunnarsdóttir ætlar sér stóra hluti með Kristianstad. vísir/ragnar Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, hafnaði í sjöunda sæti með sínar stúlkur á nýliðnu tímabili þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir stóð uppi sem meistari með Rosengård. Elísabet segist ekki sátt við niðurstöðuna en er þó raunsæ á gengi liðsins sem hefur gengið í gegnum mikla fjárhagserfiðleika undanfarin ár. „Nei, langt frá því,“ segir hún í viðtali í Akraborginni aðspurð hvort hún sé sátt með lokastöðuna í deildinni. „Ég er of mikil keppnismanneskja til að horfa á sjö sem eitthvað töff.“ „Ég er samt alveg raunsæ á þetta allt saman. Vegna þeirra fjárhagsvandræða sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár ákváðum við að draga úr fyrir þetta ár. Við misstum mjög sterka leikmenn en fengum Margréti Láru til baka sem var eini leikmaðurinn með einhverja reynslu.“ „Við reiknuðum ekki með að vinna deildina en við vonuðumst til að halda sama dampi og í fyrra þar sem við lentum í fimmta sæti og fengum á okkur lítið af mörkum. Við fengum allt of mikið af mörkum á okkur í ár,“ segir Elísabet.Elísabet fannst liðið fá á sig of mikið af mörkum.vísir/valliStaðan ekki eins slæm og hún lítur út fyrir að vera Það er lítið sem Elísabet getur gert í leikmannamálum þegar enginn peningur er til. Hún hefur í staðinn einbeitt sér að öðrum hlutum félagsins og tekið meiri þátt í uppbyggingu þess. „Hendur mínar hafa verið bundnar allt of mikið í rauninni. Ég hef valið að reyna horfa á þetta jákvæðum augum. Við erum að reyna að byggja upp vörumerki félagsins og byggja upp barna- og unglingastarf. Ég er því voða róleg yfir þessu,“ segir Elísabet. Kristianstad fékk keppnisleyfi fyrir næsta ár í þessari viku, en liðið hefur síðan Elísabet kom til þess alltaf þurft að skila inn sérstöku bókhaldi vegna fjárhagsörðugleikanna. Hún segir liðið í raun aldrei hafa verið í hættu um að fá keppnisleyfi. „Við höfðum til 31. ágúst til að skila inn öllum pappírum. Þetta snýst ekkert um að við skuldum neitt. Þetta er ekkert eins og á Íslandi þar sem þú getur skuldað leikmönnum laun í tvö ár. Hérna máttu ekki skulda rútufyrirtæki 80.000. Þá færðu ekki keppnisleyfi næsta ár,“ segir Elísabet. „Staðan er í rauninni ekki eins slæm og hún lítur út í íslenskum fjölmiðlum. Svíþjóð er land reglnanna. Við höfum dregið með okkur mínus síðan áður en ég kom til félagsins. Ég hef líka dottið inn í viðskiptaheim íþróttanna og lært hvernig maður rekur íþróttafélag.“ „Þetta er búið að vera mjög áhugaverður tími og ég tel mig vera orðinn sérfræðing í því hvernig unnið er úr svona málum. Þegar þjálfarinn og leikmennirnir taka þátt í þessu er auðveldara að komast á skrið,“ segir hún.Margrét Lára Viðarsdóttir yfirgaf Kristianstad og er komin til Vals.vísir/vilhelmSkelfileg ákvörðun hjá Margréti Láru Elísabet horfir til framtíðar með Kristianstad og vonast til að samskipti hennar við styrktaraðila og uppbygging félagsins eigi eftir að skila sér. „Það er eitt ár þar til við verðum svolítið rík,“ segir hún. Kristianstad þarf aftur að skila tímabilaskiptu bókhaldi á næsta ári fyrir 31. ágúst eins og í ár. Elísabet segir smæð liðsins hafa sitt að segja en hjá Kristianstad eru menn að læra að spila leikinn eins og stóru liði.Sjá einnig:Margrét Lára: Get stýrt álaginu betur á Íslandi „Vonandi verður það síðasta skipti sem félagið þarf skila þessu svona inn, en þetta höfum við þurft að gera síðan ég kom hingað,“ segir Elísabet. „Það eru ekkert mörg félög sem lenda í þessu á hverju ári. Þetta er líka smá pólitík. Við erum lítið félag með litla reynslu og erum ekki eins klár í að fela skattaskuldir og allskonar svona. Við erum aðeins búin að læra þær leiðir sem er mikilvægt.“ Elísabet var spurð út í Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad á dögunum. Landsliðsfyrirliðinn er kominn heim í Val þar sem Elísabet þjálfaði hana áður. „Þetta er sérstök staða fyrir mig því ég er nánast búin að þjálfa hana síðan hún var fimmtán ára. Þetta er leikmaður sem hefur verið lykilleikmaður í mínu liði í mörg ár,“ segir hún. „Hún er loksins orðin góð eftir þessi meiðsli og mér fannst hún frábær í haust hjá okkur. Því fannst mér þetta skelfileg ákvörðun hjá henni. Ég styð hana í sinni ákvörðun en ég hefði 100 prósent viljað hafa hana áfram úti,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, hafnaði í sjöunda sæti með sínar stúlkur á nýliðnu tímabili þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir stóð uppi sem meistari með Rosengård. Elísabet segist ekki sátt við niðurstöðuna en er þó raunsæ á gengi liðsins sem hefur gengið í gegnum mikla fjárhagserfiðleika undanfarin ár. „Nei, langt frá því,“ segir hún í viðtali í Akraborginni aðspurð hvort hún sé sátt með lokastöðuna í deildinni. „Ég er of mikil keppnismanneskja til að horfa á sjö sem eitthvað töff.“ „Ég er samt alveg raunsæ á þetta allt saman. Vegna þeirra fjárhagsvandræða sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár ákváðum við að draga úr fyrir þetta ár. Við misstum mjög sterka leikmenn en fengum Margréti Láru til baka sem var eini leikmaðurinn með einhverja reynslu.“ „Við reiknuðum ekki með að vinna deildina en við vonuðumst til að halda sama dampi og í fyrra þar sem við lentum í fimmta sæti og fengum á okkur lítið af mörkum. Við fengum allt of mikið af mörkum á okkur í ár,“ segir Elísabet.Elísabet fannst liðið fá á sig of mikið af mörkum.vísir/valliStaðan ekki eins slæm og hún lítur út fyrir að vera Það er lítið sem Elísabet getur gert í leikmannamálum þegar enginn peningur er til. Hún hefur í staðinn einbeitt sér að öðrum hlutum félagsins og tekið meiri þátt í uppbyggingu þess. „Hendur mínar hafa verið bundnar allt of mikið í rauninni. Ég hef valið að reyna horfa á þetta jákvæðum augum. Við erum að reyna að byggja upp vörumerki félagsins og byggja upp barna- og unglingastarf. Ég er því voða róleg yfir þessu,“ segir Elísabet. Kristianstad fékk keppnisleyfi fyrir næsta ár í þessari viku, en liðið hefur síðan Elísabet kom til þess alltaf þurft að skila inn sérstöku bókhaldi vegna fjárhagsörðugleikanna. Hún segir liðið í raun aldrei hafa verið í hættu um að fá keppnisleyfi. „Við höfðum til 31. ágúst til að skila inn öllum pappírum. Þetta snýst ekkert um að við skuldum neitt. Þetta er ekkert eins og á Íslandi þar sem þú getur skuldað leikmönnum laun í tvö ár. Hérna máttu ekki skulda rútufyrirtæki 80.000. Þá færðu ekki keppnisleyfi næsta ár,“ segir Elísabet. „Staðan er í rauninni ekki eins slæm og hún lítur út í íslenskum fjölmiðlum. Svíþjóð er land reglnanna. Við höfum dregið með okkur mínus síðan áður en ég kom til félagsins. Ég hef líka dottið inn í viðskiptaheim íþróttanna og lært hvernig maður rekur íþróttafélag.“ „Þetta er búið að vera mjög áhugaverður tími og ég tel mig vera orðinn sérfræðing í því hvernig unnið er úr svona málum. Þegar þjálfarinn og leikmennirnir taka þátt í þessu er auðveldara að komast á skrið,“ segir hún.Margrét Lára Viðarsdóttir yfirgaf Kristianstad og er komin til Vals.vísir/vilhelmSkelfileg ákvörðun hjá Margréti Láru Elísabet horfir til framtíðar með Kristianstad og vonast til að samskipti hennar við styrktaraðila og uppbygging félagsins eigi eftir að skila sér. „Það er eitt ár þar til við verðum svolítið rík,“ segir hún. Kristianstad þarf aftur að skila tímabilaskiptu bókhaldi á næsta ári fyrir 31. ágúst eins og í ár. Elísabet segir smæð liðsins hafa sitt að segja en hjá Kristianstad eru menn að læra að spila leikinn eins og stóru liði.Sjá einnig:Margrét Lára: Get stýrt álaginu betur á Íslandi „Vonandi verður það síðasta skipti sem félagið þarf skila þessu svona inn, en þetta höfum við þurft að gera síðan ég kom hingað,“ segir Elísabet. „Það eru ekkert mörg félög sem lenda í þessu á hverju ári. Þetta er líka smá pólitík. Við erum lítið félag með litla reynslu og erum ekki eins klár í að fela skattaskuldir og allskonar svona. Við erum aðeins búin að læra þær leiðir sem er mikilvægt.“ Elísabet var spurð út í Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad á dögunum. Landsliðsfyrirliðinn er kominn heim í Val þar sem Elísabet þjálfaði hana áður. „Þetta er sérstök staða fyrir mig því ég er nánast búin að þjálfa hana síðan hún var fimmtán ára. Þetta er leikmaður sem hefur verið lykilleikmaður í mínu liði í mörg ár,“ segir hún. „Hún er loksins orðin góð eftir þessi meiðsli og mér fannst hún frábær í haust hjá okkur. Því fannst mér þetta skelfileg ákvörðun hjá henni. Ég styð hana í sinni ákvörðun en ég hefði 100 prósent viljað hafa hana áfram úti,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sjá meira