56 ára gamall kylfingur sigraði á ástralska meistaramótinu 29. nóvember 2015 06:00 Senior gat verið sáttur í mótslok. Getty Það eru ekki margir golfáhugamenn sem þekkja nafnið Peter Senior en hann hefur samt sem áður verið atvinnumaður í golfi síðan árið 1978. Senior hefur mest spilað á áströlsku og asísku PGA-mótaröðinni á sínum ferli og á þar marga sigra að baki, en hans stærsti sigur kom óumdeilanlega í síðustu viku þegar að hann sigraði á Opna ástralska meistaramótinu, 56 ára gamall. Opna ástralska meistaramótið er eitt það stærsta á hverju ári í Ástralíu og margir sterkir kylfingar sem taka þátt, meðal annars fyrrum besti kylfingur heims, Adam Scott. Það verður því að teljast mikið afrek fyrir mann sem er nálgast sjötugsaldurinn að sigra á því móti en Senior lék hringina fjóra á Huntingdale vellinum á átta höggum undir pari og sigraði að lokum með tveimur höggum. Þetta er í þriðja sinn sem hann sigrar á mótinu en síðast gerði hann það fyrir 20 árum siðan. „Ég slæ ekki jafn langt og ungu strákarnir, ég þarf að nota lengri kylfur til að slá inn á flatirnar þannig að stutta spilið verður að vera gott,“ sagði Senior eftir mótið en hann er einnig með son sinn sem kylfusvein og segir að það hjálpi mikið: „Hann er einn sá besti sem ég hef haft, ástæðan fyrir þvi að ég sigraði er örugglega sú að hann heldur mér ungum.“ Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það eru ekki margir golfáhugamenn sem þekkja nafnið Peter Senior en hann hefur samt sem áður verið atvinnumaður í golfi síðan árið 1978. Senior hefur mest spilað á áströlsku og asísku PGA-mótaröðinni á sínum ferli og á þar marga sigra að baki, en hans stærsti sigur kom óumdeilanlega í síðustu viku þegar að hann sigraði á Opna ástralska meistaramótinu, 56 ára gamall. Opna ástralska meistaramótið er eitt það stærsta á hverju ári í Ástralíu og margir sterkir kylfingar sem taka þátt, meðal annars fyrrum besti kylfingur heims, Adam Scott. Það verður því að teljast mikið afrek fyrir mann sem er nálgast sjötugsaldurinn að sigra á því móti en Senior lék hringina fjóra á Huntingdale vellinum á átta höggum undir pari og sigraði að lokum með tveimur höggum. Þetta er í þriðja sinn sem hann sigrar á mótinu en síðast gerði hann það fyrir 20 árum siðan. „Ég slæ ekki jafn langt og ungu strákarnir, ég þarf að nota lengri kylfur til að slá inn á flatirnar þannig að stutta spilið verður að vera gott,“ sagði Senior eftir mótið en hann er einnig með son sinn sem kylfusvein og segir að það hjálpi mikið: „Hann er einn sá besti sem ég hef haft, ástæðan fyrir þvi að ég sigraði er örugglega sú að hann heldur mér ungum.“
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira