Lífið

Hálfdán Helgi er Jólastjarnan 2015

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hálfdán Helgi Matthíasson bar sigur úr býtum í Jólastjörnunni 2015 en hún er valin í tengslum við stórtónleikana Jólagestir Björgvins sem haldnir eru í Laugardalshöll í desember á hverju ári. Úrslitin voru kynnt í Íslandi í dag nú fyrir stundu.

Hálfdán Helgi var valin úr hópi á þriðja hundrað barna sem sóttu um með því að senda myndbönd inn á Vísi. Úr þeim hópi valdi dómnefndin 12 keppendur sem kepptu til úrslita.

Hálfdán Helgi flutti lagið Jólin eru að koma sem upphaflega mátti heyra í flutningi Í svörtum fötum og gerði það stórkostlega eins og sjá má hér fyrir ofan. Líkt og Jólastjörnur fyrri ára mun Hálfdán koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins.

Dómnefndina í ár skipuðu Gunnar Helgason leikstjóri, Gissur Páll Gissurarson söngvari, María Ólafsdóttir söngkona og Björgvin Halldórsson sjálfur.


Tengdar fréttir

Fyrsti þáttur Jólastjörnunnar í heild sinni

Jólastjarnan er nú valin í fimmta skiptið en hún er valin í tengslum við stórtónleikana Jólagestir Björgvins sem haldnir eru í Laugardalshöll í desember á hverju ári.

Annar þáttur Jólastjörnunnar í heild sinni

Jólastjarnan er nú valin í fimmta skiptið en hún er valin í tengslum við stórtónleikana Jólagestir Björgvins sem haldnir eru í Laugardalshöll í desember á hverju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.