Forstjóri Landsvirkjunar launahæstur Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. vísir/valli Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. Eftir ákvörðun kjararáðs um afturvirka 9,3 prósenta hækkun launa frá 1. mars á þessu ári er forstjóri Landsvirkjunar með rúma 1,8 milljónir króna í laun og seðlabankastjóri með rúmlega 1,7 milljónir, að því er lesa má úr gögnum á vef kjararáðs. Grunnlaun beggja eru þó heldur lægri eða tæplega 1,1 milljón króna. Við þau bætast hins vegar 100 fastir yfirvinnutíma í mánuði hverjum hjá forstjóra Landsvirkjunar og 80 tímar hjá seðlabankastjóra. Forsætisráðherra er í fjórða sæti á listanum yfir launahæstu ríkisstarfsmennina sem undir kjararáð heyra. Hann er í hópi þeirra þingmanna sem vegna búsetu eiga rétt á rúmlega 131 þúsund króna greiðslu vegna húsnæðis- eða dvalarkostnaðar sem bætist við grunnlaun upp á tæplega 1,4 milljónir króna. Laun hans eru því ríflega 1,5 milljónir á mánuði. Í þriðja sætinu er hins vegar bankastjóri Landsbankans með tæplega 1,6 milljónir í laun, en inni í þeirri tölu eru 65 yfirvinnutímar á mánuði. Grunnlaun ráðherra eru eftir breytinguna tæplega 1,3 milljónir króna á mánuði, en fyrir utan forsætisráðherra eiga fjórir ráðherrar aðrir rétt á búsetustyrk, sem og allir þeir þingmenn sem búa utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis. Grunnlaun þingmanna eru nú rétt rúmar 712 þúsund krónur, en níu þingmenn eru á þeim kjörum. Aðrir njóta viðbóta, svo sem vegna búsetu og fleiri þátta. Formenn flokka sem eru með þrjá þingmenn eða fleiri fá 50 prósenta álag á grunnlaun sín, eða sem svarar tæpum 360 þúsund krónum. Skráðir formenn Pírata, fyrst Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson nú, hafa hins vegar afþakkað þessa launauppbót þar sem titillinn sé formsatriði í þeim flokki. Laun annarra þingmanna geta svo hækkað gegni þeir stöðu formanns þingflokks, eða fastanefndar (um rúmar 107 þúsund krónur), varaformanns nefndar (rúm 72 þúsund), eða annars varaformanns (tæp 36 þúsund). Launin geta hins vegar bara tekið hækkun vegna eins þáttar (fyrir utan búsetustyrkinn). Þá fá ráðherrar ekki flokksformannshækkunina. Í samantektinni er ekki tekið tillit til sérstakra greiðslna annarra sem þingmenn gætu fengið, svo sem vegna síma, ferðalaga embættis eða veru í sérnefndum. Yfirferð á kjörum embættismanna annarra en þeirra sem þjóðkjörnir eru sýnir að þau eru nokkuð margvísleg, en í flestum tilvikum yfir grunnlaunum þingmanna. Þannig fær forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra enga fasta yfirvinnu á tæplega 732 þúsunda króna mánaðarlaun og forstöðumaður Fjölmenningarseturs sjö ofan á tæplega 685 þúsunda króna mánaðarlaun sem fara þannig í tæpar 740 þúsund krónur. Þá eru laun skólameistara framhaldsskóla misjöfn eftir stærð og námsframboði skólanna. Lægst, í pínulitlum skóla með takmarkað námsframboð, geta þau verið rúmar 855 þúsund krónur og eru þá innifaldir sex yfirvinnutímar í mánuði. Hæst, í stórum skóla með breitt námsframboð, geta þau orðið rúmlega 1,2 milljónir króna á mánuði með 36 yfirvinnutíma innifalda. Meðaltal ellefu þrepa (í fimm launaflokkum) sem skólameistarar geta fallið í hljóðar upp á tæplega 1,1 milljón í mánaðarlaun, eða grunnlaun upp á tæpar 876 þúsund krónur. Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. Eftir ákvörðun kjararáðs um afturvirka 9,3 prósenta hækkun launa frá 1. mars á þessu ári er forstjóri Landsvirkjunar með rúma 1,8 milljónir króna í laun og seðlabankastjóri með rúmlega 1,7 milljónir, að því er lesa má úr gögnum á vef kjararáðs. Grunnlaun beggja eru þó heldur lægri eða tæplega 1,1 milljón króna. Við þau bætast hins vegar 100 fastir yfirvinnutíma í mánuði hverjum hjá forstjóra Landsvirkjunar og 80 tímar hjá seðlabankastjóra. Forsætisráðherra er í fjórða sæti á listanum yfir launahæstu ríkisstarfsmennina sem undir kjararáð heyra. Hann er í hópi þeirra þingmanna sem vegna búsetu eiga rétt á rúmlega 131 þúsund króna greiðslu vegna húsnæðis- eða dvalarkostnaðar sem bætist við grunnlaun upp á tæplega 1,4 milljónir króna. Laun hans eru því ríflega 1,5 milljónir á mánuði. Í þriðja sætinu er hins vegar bankastjóri Landsbankans með tæplega 1,6 milljónir í laun, en inni í þeirri tölu eru 65 yfirvinnutímar á mánuði. Grunnlaun ráðherra eru eftir breytinguna tæplega 1,3 milljónir króna á mánuði, en fyrir utan forsætisráðherra eiga fjórir ráðherrar aðrir rétt á búsetustyrk, sem og allir þeir þingmenn sem búa utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis. Grunnlaun þingmanna eru nú rétt rúmar 712 þúsund krónur, en níu þingmenn eru á þeim kjörum. Aðrir njóta viðbóta, svo sem vegna búsetu og fleiri þátta. Formenn flokka sem eru með þrjá þingmenn eða fleiri fá 50 prósenta álag á grunnlaun sín, eða sem svarar tæpum 360 þúsund krónum. Skráðir formenn Pírata, fyrst Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson nú, hafa hins vegar afþakkað þessa launauppbót þar sem titillinn sé formsatriði í þeim flokki. Laun annarra þingmanna geta svo hækkað gegni þeir stöðu formanns þingflokks, eða fastanefndar (um rúmar 107 þúsund krónur), varaformanns nefndar (rúm 72 þúsund), eða annars varaformanns (tæp 36 þúsund). Launin geta hins vegar bara tekið hækkun vegna eins þáttar (fyrir utan búsetustyrkinn). Þá fá ráðherrar ekki flokksformannshækkunina. Í samantektinni er ekki tekið tillit til sérstakra greiðslna annarra sem þingmenn gætu fengið, svo sem vegna síma, ferðalaga embættis eða veru í sérnefndum. Yfirferð á kjörum embættismanna annarra en þeirra sem þjóðkjörnir eru sýnir að þau eru nokkuð margvísleg, en í flestum tilvikum yfir grunnlaunum þingmanna. Þannig fær forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra enga fasta yfirvinnu á tæplega 732 þúsunda króna mánaðarlaun og forstöðumaður Fjölmenningarseturs sjö ofan á tæplega 685 þúsunda króna mánaðarlaun sem fara þannig í tæpar 740 þúsund krónur. Þá eru laun skólameistara framhaldsskóla misjöfn eftir stærð og námsframboði skólanna. Lægst, í pínulitlum skóla með takmarkað námsframboð, geta þau verið rúmar 855 þúsund krónur og eru þá innifaldir sex yfirvinnutímar í mánuði. Hæst, í stórum skóla með breitt námsframboð, geta þau orðið rúmlega 1,2 milljónir króna á mánuði með 36 yfirvinnutíma innifalda. Meðaltal ellefu þrepa (í fimm launaflokkum) sem skólameistarar geta fallið í hljóðar upp á tæplega 1,1 milljón í mánaðarlaun, eða grunnlaun upp á tæpar 876 þúsund krónur.
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Sjá meira