„Lítum á þetta sem hreingerningu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2015 18:44 Ólögleg efni. vísir/getty Eins og fram koma á Vísi fyrr í dag hafa tólf manns verið settir í keppnisbann af Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) fyrir að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook. Að sögn Einars Guðmanns, forsvarsmanns og yfirdómara IFBB á Íslandi, voru þessir aðilar dæmdir í tveggja ára keppnisbann. „Bannið, að því gefnu að menn brjóti ekki ítrekað af sér, er tvö ár en svo bætast fjögur við ef menn verða uppvísir af einhverju meiru,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Þeir mega alveg teljast heppnir með þetta bann. „Standard“ bann er fjögur ár, ef menn falla á lyfjaprófi. En í tilvikum sem þessum er byrjað á tveimur árum.“ En hvaða áhrif hefur þetta á fitnessheiminn á Íslandi, að mati Einars? „Svona lagað hefur aldrei gerst áður, að við höfum fengið svona sterkar vísbendingar um svona athæfi. Ég tel það gott mál að það sé ákveðin tiltekt í gangi. Það er engin eftirsjá hjá keppendum sem haga sér svona,“ sagði Einar sem segir að fyrstu ábendingarnar hafi borist fyrir um 3-4 vikum. „Fyrir svona 3-4 vikum fengum við fyrstu nöfnin. Fyrst fengum við þrjú nöfn en grunaði að það væri eitthvað meira í pottinum,“ sagði Einar en sem áður sagði voru tólf manns dæmdir í keppnisbann. Upplýsingar liggja fyrir um 30 manns sem voru að selja stera í lokuðum hópum á Facebook en tólf þeirra hafa tekið þátt í vaxtarrækt og fitness og falla því undir Alþjóðasamband líkamsræktarmanna. „Þetta er hvimleitt en ég lít á þetta sem hreingerningu,“ sagði Einar. „Það eru tólf sem varða okkur, sem hafa einhvern tímann keppt, en hinir koma okkur í rauninni ekki við. „Þetta er vandamál og það er nauðsynlegt að taka á því. Ég vona að fleiri muni höndla sín mál svona því maður verður pínu var við að aðrar íþróttagreinar setja sig á háan hest hvað þetta varðar, en við vitum að það er ekkert öðruvísi ástand annars staðar,“ sagði Einar að endingu. Aðrar íþróttir Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Sjá meira
Eins og fram koma á Vísi fyrr í dag hafa tólf manns verið settir í keppnisbann af Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) fyrir að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook. Að sögn Einars Guðmanns, forsvarsmanns og yfirdómara IFBB á Íslandi, voru þessir aðilar dæmdir í tveggja ára keppnisbann. „Bannið, að því gefnu að menn brjóti ekki ítrekað af sér, er tvö ár en svo bætast fjögur við ef menn verða uppvísir af einhverju meiru,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Þeir mega alveg teljast heppnir með þetta bann. „Standard“ bann er fjögur ár, ef menn falla á lyfjaprófi. En í tilvikum sem þessum er byrjað á tveimur árum.“ En hvaða áhrif hefur þetta á fitnessheiminn á Íslandi, að mati Einars? „Svona lagað hefur aldrei gerst áður, að við höfum fengið svona sterkar vísbendingar um svona athæfi. Ég tel það gott mál að það sé ákveðin tiltekt í gangi. Það er engin eftirsjá hjá keppendum sem haga sér svona,“ sagði Einar sem segir að fyrstu ábendingarnar hafi borist fyrir um 3-4 vikum. „Fyrir svona 3-4 vikum fengum við fyrstu nöfnin. Fyrst fengum við þrjú nöfn en grunaði að það væri eitthvað meira í pottinum,“ sagði Einar en sem áður sagði voru tólf manns dæmdir í keppnisbann. Upplýsingar liggja fyrir um 30 manns sem voru að selja stera í lokuðum hópum á Facebook en tólf þeirra hafa tekið þátt í vaxtarrækt og fitness og falla því undir Alþjóðasamband líkamsræktarmanna. „Þetta er hvimleitt en ég lít á þetta sem hreingerningu,“ sagði Einar. „Það eru tólf sem varða okkur, sem hafa einhvern tímann keppt, en hinir koma okkur í rauninni ekki við. „Þetta er vandamál og það er nauðsynlegt að taka á því. Ég vona að fleiri muni höndla sín mál svona því maður verður pínu var við að aðrar íþróttagreinar setja sig á háan hest hvað þetta varðar, en við vitum að það er ekkert öðruvísi ástand annars staðar,“ sagði Einar að endingu.
Aðrar íþróttir Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Sjá meira