„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 14:13 "Við gerum okkur ekki neinar væntingar fyrir fundinn í dag,“ segir Gylfi. vísir Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, segist gera sér litlar vonir. „Þetta er jákvætt á meðan menn eru að talast við,“ sagði hann í samtali við fréttastofu, skömmu fyrir fundinn.Aðaldeilumálið lagt til hliðar Fundi deiluaðila lauk seint í gærkvöld, án niðurstöðu. Takist ekki samningar hefst verkfall starfsmanna 2. desember. Það jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar. „Við erum sammála um að setja aðaldeilumálið til hliðar í bili, verktakamálið, og reyna að ræða önnur mál sem standa úti, launamál og annað slíkt,“ segir Gylfi. Þar vísar hann í kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningnum frá 1972, sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum. „Það hefur enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér í svona kjaradeilum, og það ætlum við ekki að gera. En ef aðilar fást til að semja við okkur á sömu nótum og samið hefur verið um á almennum markaði þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn.“Áhrifa verkfallsins gæti víða í Hafnarfirði Kjaradeilan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála, og segir lokunina koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bænum. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirkst samfélag. Það er alveg ljóst,“ segir Rósa.Raforkusala upp á hundruð milljarða í húfiÞá ríkir óvissa um hvort hugsanleg lokun losi Rio Tinto undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörg hundruð milljarða króna næstu tuttugu ár er í húfi því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landsvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör hafa fengist frá ráðamönnum Landsvirkjunar, sem ætla ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, segist gera sér litlar vonir. „Þetta er jákvætt á meðan menn eru að talast við,“ sagði hann í samtali við fréttastofu, skömmu fyrir fundinn.Aðaldeilumálið lagt til hliðar Fundi deiluaðila lauk seint í gærkvöld, án niðurstöðu. Takist ekki samningar hefst verkfall starfsmanna 2. desember. Það jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar. „Við erum sammála um að setja aðaldeilumálið til hliðar í bili, verktakamálið, og reyna að ræða önnur mál sem standa úti, launamál og annað slíkt,“ segir Gylfi. Þar vísar hann í kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningnum frá 1972, sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum. „Það hefur enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér í svona kjaradeilum, og það ætlum við ekki að gera. En ef aðilar fást til að semja við okkur á sömu nótum og samið hefur verið um á almennum markaði þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn.“Áhrifa verkfallsins gæti víða í Hafnarfirði Kjaradeilan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála, og segir lokunina koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bænum. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirkst samfélag. Það er alveg ljóst,“ segir Rósa.Raforkusala upp á hundruð milljarða í húfiÞá ríkir óvissa um hvort hugsanleg lokun losi Rio Tinto undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörg hundruð milljarða króna næstu tuttugu ár er í húfi því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landsvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör hafa fengist frá ráðamönnum Landsvirkjunar, sem ætla ekki að tjá sig um málið að svo stöddu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30