BMW kynnir lítinn hugmyndabíl í Kína Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2015 09:52 Laglegur smábíll frá BMW. Autoblog Það er ekki algengt að þýskir lúxusbílaframleiðendur kynni nýja bíla sína í Kína en það gerði BMW um helgina í Guangzhou. Þessi bíll er fjögurra dyra en smár bíll sem byggður er á BMW 1- og 2-línunni. Þessi bíll er hugsaður sem samkeppnisbíll Mercedes Benz CLA-Class og Audi A3. Bíllinn er sannarlega með útlitseinkenni annarra BMW-bíla nú, en fremur hár til þaksins. Hjól bílsins eru höfð eins langt til endanna og kostur er til að auka innanrými hans og búa til gott pláss fyrir aftursætisfarþega. Hurðarhúnar bílsins eru vart sýnilegir og spretta fram við snertingu. Engin tilviljun er að BMW kynni þennan bíl í Kína en hann er hugsaður fyrir yngri kynslóð íbúa þar. Innanrými bílsins er hannað utanum ökumanninn, en einnig er vel hugað að rými fyrir aftursætisfarþega þó bíllinn sé ekki stór. Bíllinn er ríkulega búinn og mikið vandað til efnisvals. Nappa leður er í innréttingunni og viður og rispað ál að auki, svo hér er ekki á ferðinni neinn verkamannabíll. Bíllinn er með glerþaki og akstursupplýsingum er varpað uppá framrúðuna, auk þess sem upplýsingaskjár bílsins er óvenju stór, eða 8,8 tommur. Samkvæmt þessari lýsingu á bílnum á hann fullt eins erindi á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu, þó svo honum verði að fyrstu beint að kínverskum kaupendum. Tilraunabíllinn séður frá annarri hlið. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Það er ekki algengt að þýskir lúxusbílaframleiðendur kynni nýja bíla sína í Kína en það gerði BMW um helgina í Guangzhou. Þessi bíll er fjögurra dyra en smár bíll sem byggður er á BMW 1- og 2-línunni. Þessi bíll er hugsaður sem samkeppnisbíll Mercedes Benz CLA-Class og Audi A3. Bíllinn er sannarlega með útlitseinkenni annarra BMW-bíla nú, en fremur hár til þaksins. Hjól bílsins eru höfð eins langt til endanna og kostur er til að auka innanrými hans og búa til gott pláss fyrir aftursætisfarþega. Hurðarhúnar bílsins eru vart sýnilegir og spretta fram við snertingu. Engin tilviljun er að BMW kynni þennan bíl í Kína en hann er hugsaður fyrir yngri kynslóð íbúa þar. Innanrými bílsins er hannað utanum ökumanninn, en einnig er vel hugað að rými fyrir aftursætisfarþega þó bíllinn sé ekki stór. Bíllinn er ríkulega búinn og mikið vandað til efnisvals. Nappa leður er í innréttingunni og viður og rispað ál að auki, svo hér er ekki á ferðinni neinn verkamannabíll. Bíllinn er með glerþaki og akstursupplýsingum er varpað uppá framrúðuna, auk þess sem upplýsingaskjár bílsins er óvenju stór, eða 8,8 tommur. Samkvæmt þessari lýsingu á bílnum á hann fullt eins erindi á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu, þó svo honum verði að fyrstu beint að kínverskum kaupendum. Tilraunabíllinn séður frá annarri hlið.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent