Óhugnaður í raunheimum Brynhildur Björnsdóttir skrifar 20. nóvember 2015 10:45 Bækur Sogið Yrsa Sigurðardóttir Veröld Kápuhönnun: Ragnar Helgi Ólafsson Það hefur stundum verið sagt um norrænu glæpasöguna að vinsældir hennar um heim allan megi að hluta rekja til þess hvað Norðurlöndin eru öruggur staður að vera á. Þar séu lífsskilyrði frekar góð, menntunarstig hátt og félagslega kerfið sterkt. Af þeim sökum geti norrænir glæpasöguhöfundar leyft sér að ganga lengra í óhugnaði og spennu þar sem eymd, hungur og óréttlæti sé svo fjarri okkar samfélögum að slíkt fái nánast ævintýralegan blæ hér. Um þetta má auðvitað deila en hitt er ljóst að rithöfundar eins og Camilla Låckberg og Jussi Adler Olsen hafa búið til gríðarlega óhugnanlegar aðstæður og atburði í bókum sínum. Af einhverjum ástæðum sækja þó milljónir lesenda í sögur þeirra, kannski af þörfinni sem við höfum öll fyrir að prófa að upplifa ótta og hrylling og geta komið aftur í öryggið, reynslunni ríkari og jafnvel þakklátari fyrir það sem við höfum. Yrsa Sigurðardóttir sýndi í Ég man þig að hún hefur meistaraleg tök á óhugnaði og þó engir draugar séu á sveimi í þessari bók er óhugnaðurinn svo sannarlega aldrei langt undan. Sogið hefst á formála en fléttan tólf árum síðar þegar upp úr innsigluðu tímahylki frá grunnskóla kemur óhugnanleg yfirlýsing. Lögreglumanninum Huldari, sem er í ónáð eftir atburði sem lýst er í síðustu bók Yrsu, DNA, er falið að rannsaka málið sem þykir heldur lítilvægt sérstaklega í samanburði við það þegar afskornir líkamshlutar taka að finnast á ólíklegustu stöðum. Þetta er mjög vel skrifuð saga, fléttan spennandi og fer nokkrum sinnum óvænt fyrir horn. Yrsa leyfir sér að skrifa bæði fólk sem hefur einfalda lífssýn og ástríður og flóknari persónur og fyrir vikið verða samskipti trúverðug og söguheimurinn sannfærandi. Þessi glæpasaga truflaði mig einhvern veginn meira en flestar aðrar glæpasögur sem ég hef lesið. Kannski vegna þess að þetta er íslensk saga sem gerist í íslenskum raunveruleika, eða kannski vegna þess að Yrsa hlífir lesandanum ekki við þeim óhugnaði sem glæpamál af þeim toga sem hún lýsir hér hafa í raun í för með sér. Lýsingar sem verða bæði til þess að lesandinn ég fékk stundum magaverk, á öðrum stundum kökk í hálsinn og þurfti einu sinni að beita mig hörðu til að halda áfram lestrinum þrátt fyrir að komið væri að spennandi stað í lokauppgjörinu. Yrsa lýsir einnig kaldlyndu kerfi sem bregst þeim sem minnst mega sín hvað eftir annað og það er ekki erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa farið halloka og hyggja á hefndir. Til mótvægis eru svo starfsmenn lögreglu og barnaverndar sem eiga frekar venjulegt líf með vinnustaðapartíum og brösóttu ástafari. Eins og fram kom að ofan sækjast lesendur glæpasagna eftir því að láta trufla sig og hrella og þeir fá svo sannarlega fyrir sinn snúð í þessari bók. Þeim, sem eru ekki á þeim buxunum en langar samt að lesa eitthvað eftir Yrsu, er bent á stórkostlega skemmtilegu barnabækurnar sem hún skrifaði í upphafi ferilsins. Bókasafnsfræðingum er bent á að halda þessum ólíku áherslum í ritverki Yrsu Sigurðardóttur vel aðskildum.Samantekt: Vel skrifuð og óhugnanleg glæpasaga sem skipar sér á stall með betri bókum höfundarins. Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Sogið Yrsa Sigurðardóttir Veröld Kápuhönnun: Ragnar Helgi Ólafsson Það hefur stundum verið sagt um norrænu glæpasöguna að vinsældir hennar um heim allan megi að hluta rekja til þess hvað Norðurlöndin eru öruggur staður að vera á. Þar séu lífsskilyrði frekar góð, menntunarstig hátt og félagslega kerfið sterkt. Af þeim sökum geti norrænir glæpasöguhöfundar leyft sér að ganga lengra í óhugnaði og spennu þar sem eymd, hungur og óréttlæti sé svo fjarri okkar samfélögum að slíkt fái nánast ævintýralegan blæ hér. Um þetta má auðvitað deila en hitt er ljóst að rithöfundar eins og Camilla Låckberg og Jussi Adler Olsen hafa búið til gríðarlega óhugnanlegar aðstæður og atburði í bókum sínum. Af einhverjum ástæðum sækja þó milljónir lesenda í sögur þeirra, kannski af þörfinni sem við höfum öll fyrir að prófa að upplifa ótta og hrylling og geta komið aftur í öryggið, reynslunni ríkari og jafnvel þakklátari fyrir það sem við höfum. Yrsa Sigurðardóttir sýndi í Ég man þig að hún hefur meistaraleg tök á óhugnaði og þó engir draugar séu á sveimi í þessari bók er óhugnaðurinn svo sannarlega aldrei langt undan. Sogið hefst á formála en fléttan tólf árum síðar þegar upp úr innsigluðu tímahylki frá grunnskóla kemur óhugnanleg yfirlýsing. Lögreglumanninum Huldari, sem er í ónáð eftir atburði sem lýst er í síðustu bók Yrsu, DNA, er falið að rannsaka málið sem þykir heldur lítilvægt sérstaklega í samanburði við það þegar afskornir líkamshlutar taka að finnast á ólíklegustu stöðum. Þetta er mjög vel skrifuð saga, fléttan spennandi og fer nokkrum sinnum óvænt fyrir horn. Yrsa leyfir sér að skrifa bæði fólk sem hefur einfalda lífssýn og ástríður og flóknari persónur og fyrir vikið verða samskipti trúverðug og söguheimurinn sannfærandi. Þessi glæpasaga truflaði mig einhvern veginn meira en flestar aðrar glæpasögur sem ég hef lesið. Kannski vegna þess að þetta er íslensk saga sem gerist í íslenskum raunveruleika, eða kannski vegna þess að Yrsa hlífir lesandanum ekki við þeim óhugnaði sem glæpamál af þeim toga sem hún lýsir hér hafa í raun í för með sér. Lýsingar sem verða bæði til þess að lesandinn ég fékk stundum magaverk, á öðrum stundum kökk í hálsinn og þurfti einu sinni að beita mig hörðu til að halda áfram lestrinum þrátt fyrir að komið væri að spennandi stað í lokauppgjörinu. Yrsa lýsir einnig kaldlyndu kerfi sem bregst þeim sem minnst mega sín hvað eftir annað og það er ekki erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa farið halloka og hyggja á hefndir. Til mótvægis eru svo starfsmenn lögreglu og barnaverndar sem eiga frekar venjulegt líf með vinnustaðapartíum og brösóttu ástafari. Eins og fram kom að ofan sækjast lesendur glæpasagna eftir því að láta trufla sig og hrella og þeir fá svo sannarlega fyrir sinn snúð í þessari bók. Þeim, sem eru ekki á þeim buxunum en langar samt að lesa eitthvað eftir Yrsu, er bent á stórkostlega skemmtilegu barnabækurnar sem hún skrifaði í upphafi ferilsins. Bókasafnsfræðingum er bent á að halda þessum ólíku áherslum í ritverki Yrsu Sigurðardóttur vel aðskildum.Samantekt: Vel skrifuð og óhugnanleg glæpasaga sem skipar sér á stall með betri bókum höfundarins.
Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira