Nýtt myndband frá PSY: Ætlar sér að koma útvíðum buxum aftur á kortið Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 19:50 Hinn suður-kóreski PSY fer sem fyrr mikinn í myndböndum sínum. Útvíðar buxur, furðuleg galdrabrögð með plastsverðum og tunnur munu öll njóta umtalsverðra vinsælda ef nýjasta myndband PSY fer á flug. Lagið heitir 나팔바지(NAPAL BAJI) sem samkvæmt Google Translate þýðir „Trompetbuxur.“ Hvort það vísi til útvíðu buxnanna sem sá suður-kóreski skartar í myndbandinu skal ósagt látið. Þó er alls ekki ólíklegt að landar hans muni nú klæðast þeim í auknum mæli en allt sem popparinn hefur látið frá sér í gegnum tíðinna hefur notið ómældra vinsælda. Ekki þarf að líta lengra en til fyrsta ofursmells PSY, Gangnam style, sem er það myndband sem hefur fengið flest áhorf í sögu internetsins. Lagið er sagt vera gagnrýni á neysluhyggjuna í suður-kóresku samfélagi og er Gangnam vísun í samnefnt hverfi í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Trompetbuxurnar rötuðu á vefinn í dag og ekki er útilokað að í þeim sé hápólitískur undirtónn. Það verður þó ekki fullyrt að svo stöddu – einfaldlega vegna lakrar suður-kóresku blaðamanns. Myndbandið við lagið má þó sjá hér að neðan en það hefur fengið um 180 þúsund áhorf það sem af er degi. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Útvíðar buxur, furðuleg galdrabrögð með plastsverðum og tunnur munu öll njóta umtalsverðra vinsælda ef nýjasta myndband PSY fer á flug. Lagið heitir 나팔바지(NAPAL BAJI) sem samkvæmt Google Translate þýðir „Trompetbuxur.“ Hvort það vísi til útvíðu buxnanna sem sá suður-kóreski skartar í myndbandinu skal ósagt látið. Þó er alls ekki ólíklegt að landar hans muni nú klæðast þeim í auknum mæli en allt sem popparinn hefur látið frá sér í gegnum tíðinna hefur notið ómældra vinsælda. Ekki þarf að líta lengra en til fyrsta ofursmells PSY, Gangnam style, sem er það myndband sem hefur fengið flest áhorf í sögu internetsins. Lagið er sagt vera gagnrýni á neysluhyggjuna í suður-kóresku samfélagi og er Gangnam vísun í samnefnt hverfi í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Trompetbuxurnar rötuðu á vefinn í dag og ekki er útilokað að í þeim sé hápólitískur undirtónn. Það verður þó ekki fullyrt að svo stöddu – einfaldlega vegna lakrar suður-kóresku blaðamanns. Myndbandið við lagið má þó sjá hér að neðan en það hefur fengið um 180 þúsund áhorf það sem af er degi.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira