Ljósin slökkt í rómantískasta bæ Íslands Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. desember 2015 08:00 Samtökin 825 Þorparinn vinna "markvisst að því að gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi“. Vísir/Heiða Samtökin 825 Þorparinn vilja gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi og þar með auka aðdráttarafl bæjarins fyrir ferðafólk. Þorparinn eru samtök atvinnurekenda á Stokkseyri og áhugamanna um aukna ferðaþjónustu og öflugra atvinnulíf í bænum. Ein hugmyndin lýtur að því að skapa rómantíska dulúð í tengslum við að dempa lýsingu í bænum og láta lágstemmdari lýsingu gefa húsum og híbýlum enn meiri sjarma, segir í bréfi 825 Þorparinn til bæjarstjórnar Árborgar. Því fylgja undirskriftir yfir 130 manna sem taka undir þá hugmynd samtakanna að slökkt verði á götulýsingu á Stokkseyri milli klukkan 23 og 03. Að stytta tíma sem götulýsing logar í tilraunaskyni er liður í þeirri viðleitni að skapa rómantíska stemmingu sem marka myndi skemmtilega sérstöðu til að kynna og mun svo sannarlega vinda upp á sig, segja bréfritarar sem kveða þessa takmörkun á lýsingu bjóða upp á fjölmarga möguleika í ferðaþjónustu og að jólaskreytingar Stokkseyringa myndu þess utan njóta sína betur. Rómantík og kertaljós í friðsælum bæ við sjóinn yrði nokkuð skemmtilegt frétta- og kynningarefni, spáir 825 Þorparinn. Norðurljósaferðir njóta sívaxandi vinsælda og er ekki ólíklegt að ferðamenn myndu sækja Stokkseyri enn frekar heim ef ljósmengun væri stillt í hóf en í dag þá er sirka einn ljósastaur á hverja tvo íbúa. Til viðbótar gæti skapast grundvöllur fyrir stjörnuáhugamenn sem hér gætu fundið sinn samastað. Þá benda samtökin á að Stokkseyri hafi nú þegar margvíslega sérstöðu, bæði jarðfræðilega og sögulega. Í bænum er einn vinsælasti veitingastaður landsins auk þess sem bærinn er þekktur fyrir fjölda listamanna sem hér búa og hafa mjög jákvætt og gott aðdráttarafl. Bæjarráð Árborgar tók vel í ósk samtakanna og fól framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita leiða til að útfæra stýringar á götulýsingunni á Stokkseyri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Samtökin 825 Þorparinn vilja gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi og þar með auka aðdráttarafl bæjarins fyrir ferðafólk. Þorparinn eru samtök atvinnurekenda á Stokkseyri og áhugamanna um aukna ferðaþjónustu og öflugra atvinnulíf í bænum. Ein hugmyndin lýtur að því að skapa rómantíska dulúð í tengslum við að dempa lýsingu í bænum og láta lágstemmdari lýsingu gefa húsum og híbýlum enn meiri sjarma, segir í bréfi 825 Þorparinn til bæjarstjórnar Árborgar. Því fylgja undirskriftir yfir 130 manna sem taka undir þá hugmynd samtakanna að slökkt verði á götulýsingu á Stokkseyri milli klukkan 23 og 03. Að stytta tíma sem götulýsing logar í tilraunaskyni er liður í þeirri viðleitni að skapa rómantíska stemmingu sem marka myndi skemmtilega sérstöðu til að kynna og mun svo sannarlega vinda upp á sig, segja bréfritarar sem kveða þessa takmörkun á lýsingu bjóða upp á fjölmarga möguleika í ferðaþjónustu og að jólaskreytingar Stokkseyringa myndu þess utan njóta sína betur. Rómantík og kertaljós í friðsælum bæ við sjóinn yrði nokkuð skemmtilegt frétta- og kynningarefni, spáir 825 Þorparinn. Norðurljósaferðir njóta sívaxandi vinsælda og er ekki ólíklegt að ferðamenn myndu sækja Stokkseyri enn frekar heim ef ljósmengun væri stillt í hóf en í dag þá er sirka einn ljósastaur á hverja tvo íbúa. Til viðbótar gæti skapast grundvöllur fyrir stjörnuáhugamenn sem hér gætu fundið sinn samastað. Þá benda samtökin á að Stokkseyri hafi nú þegar margvíslega sérstöðu, bæði jarðfræðilega og sögulega. Í bænum er einn vinsælasti veitingastaður landsins auk þess sem bærinn er þekktur fyrir fjölda listamanna sem hér búa og hafa mjög jákvætt og gott aðdráttarafl. Bæjarráð Árborgar tók vel í ósk samtakanna og fól framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita leiða til að útfæra stýringar á götulýsingunni á Stokkseyri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira