Hún föndrar nýtt jólaskraut fyrir flest jól. „Ég er mikið jólabarn, ég elska jólin og hlakka mikið til þeirra,“ segir hún.

Undirbúningur jólanna hefst hjá Patriciu og fjölskyldu í byrjun desember þegar ljós og skraut er sett upp.
„Okkur finnst alveg ómissandi að fara til ömmu og afa á Akranesi í laufabrauðsgerð, að skoða jólaljósin þar og svo spilar amma alltaf jólalög með Presley. Á Þorláksmessu skreytum við jólatréð.“
Patricia er afar hrifin af rjúpum og reynir fjölskyldan alltaf að hafa rjúpur í jólamatinn.
„Það er líka hefð hjá okkur að borða möndlugraut og fá möndlugjöf og opna jólakortin í hádeginu á aðfangadag,“ segir hún.

