Dagatalið er í uppáhaldi 8. desember 2015 16:00 Patriciu Dúu Thompson hlakkar mikið til jólanna. Vísir/Anton Patricia Dúa Thompson hefur verið dugleg að föndra alveg síðan hún var í leikskóla en hún er tólf ára í dag. Hún föndrar nýtt jólaskraut fyrir flest jól. „Ég er mikið jólabarn, ég elska jólin og hlakka mikið til þeirra,“ segir hún.Útsaumað pakkadagatal sem er uppáhalds jólaskraut Patriciu. „Uppáhaldsjólaskrautið mitt er pakkadagatalið sem mamma saumaði og amma setti saman. Þá fæ ég pakka á hverjum degi til jóla. Einnig held ég mikið upp á jólaskraut sem langamma mín gaf mömmu í jólagjöf þegar hún var lítil.“ Undirbúningur jólanna hefst hjá Patriciu og fjölskyldu í byrjun desember þegar ljós og skraut er sett upp. „Okkur finnst alveg ómissandi að fara til ömmu og afa á Akranesi í laufabrauðsgerð, að skoða jólaljósin þar og svo spilar amma alltaf jólalög með Presley. Á Þorláksmessu skreytum við jólatréð.“ Patricia er afar hrifin af rjúpum og reynir fjölskyldan alltaf að hafa rjúpur í jólamatinn. „Það er líka hefð hjá okkur að borða möndlugraut og fá möndlugjöf og opna jólakortin í hádeginu á aðfangadag,“ segir hún. Jólaleg hjón á trédrumb sem Patricia heldur mikið upp á. Föndur Jól Jólaskraut Mest lesið Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Notum aðventuna til að undirbúa hátíð barnsins Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól Efni í handgerð og kort og heimage Jól Jólaföndur í Vesturbæjarskólanum Jól Jólasveinn í stígvéli Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Hvít jól Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin
Patricia Dúa Thompson hefur verið dugleg að föndra alveg síðan hún var í leikskóla en hún er tólf ára í dag. Hún föndrar nýtt jólaskraut fyrir flest jól. „Ég er mikið jólabarn, ég elska jólin og hlakka mikið til þeirra,“ segir hún.Útsaumað pakkadagatal sem er uppáhalds jólaskraut Patriciu. „Uppáhaldsjólaskrautið mitt er pakkadagatalið sem mamma saumaði og amma setti saman. Þá fæ ég pakka á hverjum degi til jóla. Einnig held ég mikið upp á jólaskraut sem langamma mín gaf mömmu í jólagjöf þegar hún var lítil.“ Undirbúningur jólanna hefst hjá Patriciu og fjölskyldu í byrjun desember þegar ljós og skraut er sett upp. „Okkur finnst alveg ómissandi að fara til ömmu og afa á Akranesi í laufabrauðsgerð, að skoða jólaljósin þar og svo spilar amma alltaf jólalög með Presley. Á Þorláksmessu skreytum við jólatréð.“ Patricia er afar hrifin af rjúpum og reynir fjölskyldan alltaf að hafa rjúpur í jólamatinn. „Það er líka hefð hjá okkur að borða möndlugraut og fá möndlugjöf og opna jólakortin í hádeginu á aðfangadag,“ segir hún. Jólaleg hjón á trédrumb sem Patricia heldur mikið upp á.
Föndur Jól Jólaskraut Mest lesið Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Notum aðventuna til að undirbúa hátíð barnsins Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól Efni í handgerð og kort og heimage Jól Jólaföndur í Vesturbæjarskólanum Jól Jólasveinn í stígvéli Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Hvít jól Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin