Leiðinlega praktíska jólagjöfin Sigga Dögg og Kynfræðingur skrifa 7. desember 2015 11:00 visir/getty Ég er nísk, svona peningalega séð. Eða kannski er fallegra að segja sparsöm en sannleikurinn er samt líka sá að ég er nísk. Ég tími ekki að eyða í það sem ég kalla óþarfa en sú skilgreining er nokkuð fljótandi. Ég eyði 565 kr. í góðan latte en tími ekki 420 kr. í smurða flatköku með því það er verðið á tveimur pökkum í Bónus og það er bara bruðl. Nú stend ég frammi fyrir jólum og afmæli og ég á óskaplega erfitt með mig. Vantar mig fallegan Orra-Finn hring? Þarf ég kjól eftir Hildi Yeoman? Svarið er nei. Mig vantar lífræna kókosolíu, ullarundirföt og nýjar baðmullarömmunærbuxur.Hvað er að vanta og hvað er að langa og á maður ekki bara að segja nú er komið nóg? Vertu skynsöm, vertu praktísk.Öngþveiti hjarta og sálar Jólin eru tími öngþveitis. Ég skreyti í nóvember, hlusta á jólalög í júlí en nenni ekki að gera konfekt, kransa eða smákökur. Jólahreingerning er bara einhvern veginn og í sumum skápum og ég geri enga kröfu á að grennast, einmitt frekar hitt; ég dett ofan í þykkt súkkulaðið og rís upp hjúpuð. Þetta með gjafirnar vefst endalaust fyrir mér. Þegar líða tekur að jólum þá finn ég nískupúkann vakna eins og Grinch sem rís úr greni sínu og öskrar á neysluæðið. STOPP. LEGGÐU FRÁ ÞÉR KORTIÐ. Skrifaðu frekar hjartavermandi texta. Bætir þetta einhverju við lífið? Hvaðan kemur þetta? Ég, þetta mikla jólabarn sem elskar gjafir, er nú strand. Ég gerði alltaf jólalista í september og sendi á alla fjölskylduna og þuklaði svo á gjöfunum og beið í tremma eftir að klukkan yrði kvöldmatur á aðfangadag. Og mér ber að bæta við að ég fékk næstum alltaf allt sem ég bað um. Ó, já.Er ég bara gömul? En nú kveður við nýjan tón. Ég er ekki í stuði fyrir þetta jólagjafadót allt saman. Ég hata alls ekki jólin, ég bara skil þau ekki. Best að taka það fram að þetta er frekar nýtt, svona eftir-þrítugt-heilkenni. Það togast á í mér að langa að gleðja fallega fólkið í kringum mig en að sama skapi þá langar mig að geta glatt með öðru en dóti. Rómantíkin af óvæntum gjöfum er farin og mig langar frekar að gefa eitthvað sem einstakling vantar, svolítið praktískt og kannski svolítið leiðinlegt og fyrirsjáanlegt. Svona eins og frekar ullarsokka heldur en kertastjaka. Eða eitthvað sem gott er að kjamsa á. Er þetta það að eldast? Eða er ég bara með óþarfa leiðindi? Litla Cindy Lou-Who er miður sín inni í sér. Hvert fór jólaandinn með sínu silfraða krítarkorti? Um hvað snúast þessi jól eiginlega? Er tilvistarkreppan mín að eyðileggja jól fjölskyldunnar minnar? Tengdar fréttir Hver er rétti tíminn til barneigna? Nýleg rannsókn reiknaði út á hvaða aldri konur þurfa huga að barneignum eftir því hversu mörg börn vilja eiga og eftir hvaða leiðum eru tilbúnar að fara. 19. ágúst 2015 11:00 Samþykki er ekki flókið, segðu það með mér Kæra fólk þessa samfélags, við þurfum að fara að tala um samskipti, tilfinningar, ást og kynlíf á alveg glænýjan hátt. Við þurfum að hætta að tala um samskipti kynjanna, við erum ekki ólíkar dýrategundir. 27. nóvember 2015 11:00 Er lesbía þegar ég er löt Auður Magndís Auðardóttir er nýjkörin framkvæmdarstýra Samtakanna 78 og hér ræðir hún í einlægni um hinsegin jafnrétti, femínisma, ástina og framtíðina 21. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég er nísk, svona peningalega séð. Eða kannski er fallegra að segja sparsöm en sannleikurinn er samt líka sá að ég er nísk. Ég tími ekki að eyða í það sem ég kalla óþarfa en sú skilgreining er nokkuð fljótandi. Ég eyði 565 kr. í góðan latte en tími ekki 420 kr. í smurða flatköku með því það er verðið á tveimur pökkum í Bónus og það er bara bruðl. Nú stend ég frammi fyrir jólum og afmæli og ég á óskaplega erfitt með mig. Vantar mig fallegan Orra-Finn hring? Þarf ég kjól eftir Hildi Yeoman? Svarið er nei. Mig vantar lífræna kókosolíu, ullarundirföt og nýjar baðmullarömmunærbuxur.Hvað er að vanta og hvað er að langa og á maður ekki bara að segja nú er komið nóg? Vertu skynsöm, vertu praktísk.Öngþveiti hjarta og sálar Jólin eru tími öngþveitis. Ég skreyti í nóvember, hlusta á jólalög í júlí en nenni ekki að gera konfekt, kransa eða smákökur. Jólahreingerning er bara einhvern veginn og í sumum skápum og ég geri enga kröfu á að grennast, einmitt frekar hitt; ég dett ofan í þykkt súkkulaðið og rís upp hjúpuð. Þetta með gjafirnar vefst endalaust fyrir mér. Þegar líða tekur að jólum þá finn ég nískupúkann vakna eins og Grinch sem rís úr greni sínu og öskrar á neysluæðið. STOPP. LEGGÐU FRÁ ÞÉR KORTIÐ. Skrifaðu frekar hjartavermandi texta. Bætir þetta einhverju við lífið? Hvaðan kemur þetta? Ég, þetta mikla jólabarn sem elskar gjafir, er nú strand. Ég gerði alltaf jólalista í september og sendi á alla fjölskylduna og þuklaði svo á gjöfunum og beið í tremma eftir að klukkan yrði kvöldmatur á aðfangadag. Og mér ber að bæta við að ég fékk næstum alltaf allt sem ég bað um. Ó, já.Er ég bara gömul? En nú kveður við nýjan tón. Ég er ekki í stuði fyrir þetta jólagjafadót allt saman. Ég hata alls ekki jólin, ég bara skil þau ekki. Best að taka það fram að þetta er frekar nýtt, svona eftir-þrítugt-heilkenni. Það togast á í mér að langa að gleðja fallega fólkið í kringum mig en að sama skapi þá langar mig að geta glatt með öðru en dóti. Rómantíkin af óvæntum gjöfum er farin og mig langar frekar að gefa eitthvað sem einstakling vantar, svolítið praktískt og kannski svolítið leiðinlegt og fyrirsjáanlegt. Svona eins og frekar ullarsokka heldur en kertastjaka. Eða eitthvað sem gott er að kjamsa á. Er þetta það að eldast? Eða er ég bara með óþarfa leiðindi? Litla Cindy Lou-Who er miður sín inni í sér. Hvert fór jólaandinn með sínu silfraða krítarkorti? Um hvað snúast þessi jól eiginlega? Er tilvistarkreppan mín að eyðileggja jól fjölskyldunnar minnar?
Tengdar fréttir Hver er rétti tíminn til barneigna? Nýleg rannsókn reiknaði út á hvaða aldri konur þurfa huga að barneignum eftir því hversu mörg börn vilja eiga og eftir hvaða leiðum eru tilbúnar að fara. 19. ágúst 2015 11:00 Samþykki er ekki flókið, segðu það með mér Kæra fólk þessa samfélags, við þurfum að fara að tala um samskipti, tilfinningar, ást og kynlíf á alveg glænýjan hátt. Við þurfum að hætta að tala um samskipti kynjanna, við erum ekki ólíkar dýrategundir. 27. nóvember 2015 11:00 Er lesbía þegar ég er löt Auður Magndís Auðardóttir er nýjkörin framkvæmdarstýra Samtakanna 78 og hér ræðir hún í einlægni um hinsegin jafnrétti, femínisma, ástina og framtíðina 21. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hver er rétti tíminn til barneigna? Nýleg rannsókn reiknaði út á hvaða aldri konur þurfa huga að barneignum eftir því hversu mörg börn vilja eiga og eftir hvaða leiðum eru tilbúnar að fara. 19. ágúst 2015 11:00
Samþykki er ekki flókið, segðu það með mér Kæra fólk þessa samfélags, við þurfum að fara að tala um samskipti, tilfinningar, ást og kynlíf á alveg glænýjan hátt. Við þurfum að hætta að tala um samskipti kynjanna, við erum ekki ólíkar dýrategundir. 27. nóvember 2015 11:00
Er lesbía þegar ég er löt Auður Magndís Auðardóttir er nýjkörin framkvæmdarstýra Samtakanna 78 og hér ræðir hún í einlægni um hinsegin jafnrétti, femínisma, ástina og framtíðina 21. ágúst 2015 10:00