Forþjöppuhik úr sögunni hjá Volvo Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2015 11:23 Í nýjum Volvo S90 bíl kynnir Volvo nýja tækni sem kemur í veg fyrir svokallað forþjöppuhik, sem eigendur bíla með forþjöppur þekkja vel og pirra sig yfir. Hefðbundnar forþjöppur fara ekki að skila afli fyrr en vélin nær að pumpa í þær nægu lofti og það gerist yfirleitt ekki fyrr en snúningur vélanna fer á skrið. Oft líður meira en ein sekúnda frá því að stigið er hressilega á eldsneytisgjöfina þangað til forþjöppurnar fara að skila einhverju viðbótarafli. Þessum biðtíma segir Volvo að þeim hafi tekist að eyða með nýrri “PowerPulse”-tækni þar sem háþrýst loft er geymt í 2 lítra tanki og við stig á eldsneytisgjöfina þrýstist loftið samstundis inní forþjöppuna og hún nær fullu afli strax. Þetta krefst náttúrulega loftpressu sem sér til þess að háþrýst loft sá ávallt á þessum litla tanki. Með þessari tækni segir Volvo að teggja lítra díslvél þeirra í S90 bílnum tryggi honum hraðari upptöku en sambærilegir bílar að stærð með 3,0 lítra dísilvélum. Sjá má úskýringu á þessari nýju tækni Volvo í meðfylgjandi myndskeiði. Bílar video Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent
Í nýjum Volvo S90 bíl kynnir Volvo nýja tækni sem kemur í veg fyrir svokallað forþjöppuhik, sem eigendur bíla með forþjöppur þekkja vel og pirra sig yfir. Hefðbundnar forþjöppur fara ekki að skila afli fyrr en vélin nær að pumpa í þær nægu lofti og það gerist yfirleitt ekki fyrr en snúningur vélanna fer á skrið. Oft líður meira en ein sekúnda frá því að stigið er hressilega á eldsneytisgjöfina þangað til forþjöppurnar fara að skila einhverju viðbótarafli. Þessum biðtíma segir Volvo að þeim hafi tekist að eyða með nýrri “PowerPulse”-tækni þar sem háþrýst loft er geymt í 2 lítra tanki og við stig á eldsneytisgjöfina þrýstist loftið samstundis inní forþjöppuna og hún nær fullu afli strax. Þetta krefst náttúrulega loftpressu sem sér til þess að háþrýst loft sá ávallt á þessum litla tanki. Með þessari tækni segir Volvo að teggja lítra díslvél þeirra í S90 bílnum tryggi honum hraðari upptöku en sambærilegir bílar að stærð með 3,0 lítra dísilvélum. Sjá má úskýringu á þessari nýju tækni Volvo í meðfylgjandi myndskeiði.
Bílar video Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent