Gæti orðið láglaunasvæði með tímanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. desember 2015 22:15 Þungt hljóð er í starfsmönnum álversins í Straumsvík. Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar segir þeim blæða fyrir harða afstöðu forsvarsmanna ÍSAL um að hverfa ekki frá kröfunni um að bjóða fleiri störf út til verktöku. Starfsmennirnir íhuga næstu skref en til greina kemur að grípa til útflutningsbanns. Starfsmennirnir funduðu í dag með verkalýðfélögum sínum þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og stjórnenda álversins. Þungt hljóð var í þeim starfsmönnum sem fréttastofa ræddi við að loknum fundinum en enginn þeirra treysti sér í viðtal. „Fólkið er náttúrulega miður sín að það skuli ekki vera hægt að ganga frá kjarasamningi hérna fyrir það eins og er búið að semja á almennum markaði. En og við fáum náttúrulega gagnrýni á það að ljúka ekki samningi. En við erum ekki tilbúnir að ljúka samningi nema þá að við séum að auka launahækkanir til starfsmanna “, segirKolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Deilan strandar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Í dag starfa um 350 manns í álverinu en störfin sem hugsanlega verða boðin út gætu orðið allt að eitt hundrað. „Við erum náttúrulega með einn kjarasamning þarna og það er náttúrulega, við erum að semja fyrir alla starfsmenn sem eru undir kjarasamningnum. Við getum ekki verið að selja hluta af okkar fólki út. Og ef að menn fara að opna þetta hér varðandi fylgiskjalið og opna fyrir fleiri starfsmenn í öðrum hérna fyrirtækjum inn á svæðið þá eru menn eingöngu hérna að reyna að ná niður launakjörum. Og ég sé það fyrir mér þannig í framtíðinni að ef að þetta verður opnað þetta fylgiskjal að þá stefnir þetta í láglaunasvæði hérna með tímanum, “ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að verið sé að íhuga til hvaða aðgerða starfsfólkið geti gripið næst. „En við sjáum náttúrulega að það er hægt að fara eins og maður segir í hérna útflutningsbann. Yfirvinnubann var náttúrulega þarna reynt í sumar og það var að skila töluvert góðum árangri, “ segir Kolbeinn. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara. Kolbeinn segir starfsmennina verða af þeim launahækkunum sem náðst hafa á vinnumarkaðnum undanfarið á meðan deilan heldur áfram að vera í hnút. „Meðan að ÍSAL heldur sig alveg fast við það að hérna þeir séu ekki tilbúnir að skrifa undir samning nema opna verktakalýsinguna, að þá eru bara starfsmennirnir í biðstöðu og því miður þá er fólk að blæða fyrir það, “ segir Kolbeinn. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þungt hljóð er í starfsmönnum álversins í Straumsvík. Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar segir þeim blæða fyrir harða afstöðu forsvarsmanna ÍSAL um að hverfa ekki frá kröfunni um að bjóða fleiri störf út til verktöku. Starfsmennirnir íhuga næstu skref en til greina kemur að grípa til útflutningsbanns. Starfsmennirnir funduðu í dag með verkalýðfélögum sínum þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og stjórnenda álversins. Þungt hljóð var í þeim starfsmönnum sem fréttastofa ræddi við að loknum fundinum en enginn þeirra treysti sér í viðtal. „Fólkið er náttúrulega miður sín að það skuli ekki vera hægt að ganga frá kjarasamningi hérna fyrir það eins og er búið að semja á almennum markaði. En og við fáum náttúrulega gagnrýni á það að ljúka ekki samningi. En við erum ekki tilbúnir að ljúka samningi nema þá að við séum að auka launahækkanir til starfsmanna “, segirKolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Deilan strandar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Í dag starfa um 350 manns í álverinu en störfin sem hugsanlega verða boðin út gætu orðið allt að eitt hundrað. „Við erum náttúrulega með einn kjarasamning þarna og það er náttúrulega, við erum að semja fyrir alla starfsmenn sem eru undir kjarasamningnum. Við getum ekki verið að selja hluta af okkar fólki út. Og ef að menn fara að opna þetta hér varðandi fylgiskjalið og opna fyrir fleiri starfsmenn í öðrum hérna fyrirtækjum inn á svæðið þá eru menn eingöngu hérna að reyna að ná niður launakjörum. Og ég sé það fyrir mér þannig í framtíðinni að ef að þetta verður opnað þetta fylgiskjal að þá stefnir þetta í láglaunasvæði hérna með tímanum, “ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að verið sé að íhuga til hvaða aðgerða starfsfólkið geti gripið næst. „En við sjáum náttúrulega að það er hægt að fara eins og maður segir í hérna útflutningsbann. Yfirvinnubann var náttúrulega þarna reynt í sumar og það var að skila töluvert góðum árangri, “ segir Kolbeinn. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara. Kolbeinn segir starfsmennina verða af þeim launahækkunum sem náðst hafa á vinnumarkaðnum undanfarið á meðan deilan heldur áfram að vera í hnút. „Meðan að ÍSAL heldur sig alveg fast við það að hérna þeir séu ekki tilbúnir að skrifa undir samning nema opna verktakalýsinguna, að þá eru bara starfsmennirnir í biðstöðu og því miður þá er fólk að blæða fyrir það, “ segir Kolbeinn.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04
Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26
Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09
Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24